Fréttatíminn - 24.06.2016, Page 38
Oscar Pistourus fór í viðtal, þrátt
fyrir að vera talinn of veikburða
til að mæta fyrir dómi
þegar dómur hans
verður kveðinn upp
og sagði þar frá upp-
lifun sinni þegar
hann varð kærust-
unni sinni, módel-
inu Reeva Steenkap
(29), að bana fyrir
þremur árum. Sál-
fræðingur hafði metið
sem svo að hann væri of
kvíðinn og þunglyndur til að
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@amk.is
Ég ætla loksins að fara í kjól fyrir Sunnu,“ segir Erna Katrín Árnadóttir sem ætlar að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkur-
maraþoninu til styrktar AHC sam-
tökunum. Ef hún nær að safna 200
þúsund krónum mun hún hlaupa í
prinsessukjól sem hin tíu ára Sunna
Valdís Sigurðardóttir velur fyrir
hana. En Sunna er eini Íslendingur-
inn með AHC, sem er flókinn
taugasjúkdómur sem veldur meðal
annars sársaukafullum krampa- og
lömunarköstum.
Vildi tala við stelpuna
með hárið
Erna vinnur með föður Sunnu, en
fallegur vinskapur myndaðist á
milli þeirra tveggja fyrr á þessu ári.
„Ég hitti hana fyrst fyrir þremur
árum og vissi að hún talaði oft við
pabba sinn í vinnunni. Um þau jól
sýndi hann henni þegar við vorum
að skreyta jólatréð í vinnunni og
henni fannst hárið á mér svo flott.
Í janúar vildi hún svo fá að hringja
í stelpuna með hárið. Út frá því
byrjuðum við að tala saman,“ segir
Erna um það hvernig hún og Sunna
kynntust.
„Við tölum saman nánast daglega
í vídeósamtölum. Hún er svo mikið
heima hjá sér og finnst gaman að
sjá hvað aðrir eru að gera, sér-
staklega konur eða stelpur. Henni
finnst til dæmis alveg frábært að
fylgjast með mér farða mig, enda
er hún er algjör pæja. Við ræðum
allt milli himins og jarðar en flest
öll samtölin okkar byrja á því að
hún sýnir mér í hverju hún er. Hún
er alltaf í kjól og með hálsmen. En
ég er aldrei í kjól og hún er yfirleitt
mjög vonsvikin yfir því og segir
gjarnan „díses kræst“. Svo sýndi ég
henni einu sinni fataskápinn minn
og henni fannst magnað að ég ætti
meira af buxum en kjólum, þrátt
fyrir að vera stelpa.“
Ætlar að ná takmarkinu
Ernu langar að vekja athygli á AHC
samtökunum og safna eins mikl-
um peningum og hún getur til að
styrkja samtökin og rannsóknir á
sjúkdómnum, en þær nýtast einnig
við rannsóknir á öðrum tauga-
sjúkdómum líkt og Parkison’s og
CP. „Þar sem Sunna elskar kjóla,
þá datt mér þetta í hug, að taka
í fyrsta skipti þátt í Reykjavíkur-
maraþoninu og hlaupa í kjól. Hún
er búin að sýna mér nokkra kjóla
sem koma til greina og þeir eru al-
veg rosalegir,“ segir Erna og skellir
upp úr. „Ég vona innilega að það
verði gott veður svo ég taki ekki
allan mótvindinn. Ég tala nú ekki
um ef rignir, þá verð ég örugglega
fimmtíu kílóum þyngri.“
Aðspurð segist Erna ekki vera
vön að hlaupa, svo það eitt að taka
þátt í Reykjavíkurmaraþoninu er
mikil áskorun fyrir hana. „Ég bý
á Seltjarnarnesinu, sé fólk alltaf
hlaupa og hugsa með mér hvað
þetta sé mikill dugnaður. Og nú
ætla ég að taka þátt og gera þetta
enn erfiðara fyrir mig með því að
vera í kjól. Ég veit samt ekki alveg
hvernig ég á að undirbúa mig fyrir
þetta. Hvort ég eigi kannski að æfa
mig í snjógalla. Ég ætla allavega
að ná 200 þúsund krónum því ég
ætla í fara í kjól fyrir Sunnu. Hún
er orðin svo spennt fyrir þessu. Við
erum búnar að ræða þetta í vídeó-
samtölunum okkar síðustu daga,“
segir Erna sem vill að lokum hvetja
alla til að horfa á heimildamyndina
Human Timebombs sem fjallar
um líf Sunnu og sjúkdóminn, en
myndin var sýnd á RÚV síðastliðið
sunnudagskvöld.
Á spítala eftir flugferð
Leikkonan Selma Blair var flutt á spítala
eftir að hún missti gjörsamlega stjórn á sér í
flugi í vikunni. Hún var að koma heim, ásamt
syni sínum, eftir að hafa eytt helginni með
barnsföður sínum og syni í tilefni af feðradeg-
inum. Talið er að Selma hafi blandað saman
lyfjum og áfengi í flugvélinni og þess vegna
orðið hálfrugluð í fluginu. Hún var flutt frá
borði á börum.
Brostið hjarta vegna Aniston
Fyrrum eiginkona Justin Theroux, Heidi, hefur
ekki fundið ástina aftur eftir skilnaðinn við hann.
Justin er í dag með Jennifer Aniston og segir
móðir Heidi að Jennifer hafi eyðilagt hjónaband
þeirra, en þau voru gift í 14 ár. Hún segir hjarta
dóttur sinnar gjörsamlega brostið og Justin hafi
lengi logið til um eðli sambands síns og Jennifer.
Vinna í hjónabandinu á Hawaii
Beyonce og Jay Z hafa átt saman yndis-
legt frí í Hawaii ásamt dóttur sinni, Blue Ivy. Þau
hafa verið að vinna í hjónabandi sínu undanfarin
misseri og hafa meira að segja ákveðið að flytja
frá Los Angeles. Þau eru sammála um það að Los
Angeles hafi neikvæð áhrif á hjónaband þeirra og
þau hafa fest kaup á húsi í New Orleans.
Opnar sig um hjónabandið
Kevin Federline hefur opnað sig varðandi hjóna-
band sitt og Britney Spears. Hann á tvö börn með
söngkonunni og viðurkennir að sambandið við
Britney hafi verið allt öðruvísi en hann átti von á í
byrjun. Kevin segir að það hafi verið mjög erfitt að
geta ekki hreyft sig án þess að 20 manns væru á
hælunum á þeim og þetta hafi allt saman verið yfir-
þyrmandi.
Tinder og ástin í ræktinni
Hillary Duff fann ástina í ræktinni. Hún
er farin að hitta einkaþjálfarann sinn,
Jason Walsh, en þau hafa eytt mikl-
um tíma saman að undanförnu, bæði í
ræktinni og úti að borða. Hillary skildi
á pappírum í febrúar 2015 og skráði sig
strax eftir það inn á Tinder. Hún á 4 ára
gamlan son sem hún vill halda utan við
allt sitt ástarlíf og hefur gefið það út að
hún muni ekki kynna hann fyrir nein-
um fyrr en hún sé handviss um að hafa
fundið sanna ást.
Hleypur 10 kílómetra
í prinsessukjól
Erna Katrín tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrsta skipti og styrkir
AHC samtökin. Hin tíu ára gamla Sunna Valdís fær að velja kjólinn.
Fer stundum í kjól Erna Katrín á ekki marga kjóla en hún reynir stundum að gleðja Sunnu með því að skella sér í kjól. Mynd | Hari
Elskar kjóla Sunna elskar kjóla en áhugi hennar á kjólum varð til þess að Ernu datt í hug að
taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og hlaupa í kjól. Hér eru þær saman á góðri stund.
„Ég finn lykt af blóðinu“
Oscar Pistorius sagði frá því í nýlegu viðtali hvernig hann myrti kærustu sína fyrir þremur árum.
mæta fyrir dóminn, en hann lét
það ekki stöðva sig og tjáði sig ítar-
lega um hvernig hans upplifun var
af morðinu.
Hann grét og sagði frá örlaga-
ríku nóttinni 14. febrúar árið 2013.
Hann talaði um að hann hefði
orðið henni að bana og að hann
þurfi að lifa með því, en hann skil-
ur ekki hvernig atburðurinn gat
átt sér stað. Hann elskar hana enn
og saknar hennar, en hann heldur
því einnig fram að honum líði eins
og öllum þeim sem sakna hennar.
Oscar bíður nú dómsins.
…fólk 2 | amk… FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2016
Hann heldur þ
ví
einnig fram að
honum líði ein
s og
öllum þeim se
m
sakna hennar.