Fréttatíminn - 24.06.2016, Síða 46
Óvæntur stuðningur
Það eru ekki mörg ár síðan Svava
smitaðist af hjólabakteríunni en
hún keypti fyrsta alvöru hjólið sitt
hjá Kríu árið 2013.
Hún kom fjölskyldu og vinum
mikið á óvart í cyclothoninu með
því að fara miklu lengra en allir
bjuggust við. Hún fékk þó ómetan-
legan stuðning frá fólkinu í kring-
um sig og er mjög þakklát fyrir það.
Þá barst Svövu óvæntur stuðning-
ur frá hópi kvenna á Blönduósi
sem komu sérstaklega saman til
að hvetja hana áfram þegar hún
hjólaði þar í gegn. „Ég veit ekki
hvaða konur þetta eru en ég er
þeim mjög þakklát. Ég var alveg við
það að hætta á Blönduósi en fékk
þarna aukinn kraft.“
Eftir að Svava lauk keppni hefur
hún dvalið mikið hjá bestu vinkonu
sinni í góðu yfirlæti þar sem hún
hefur notið þess að glápa á þætti
og borða góðan mat á meðan hún
jafnar sig. „Mér finnst ég meira að
segja enn finna fyrir miklum stuðn-
ingi jafnvel þó ég hafi ekki klárað.
Fólk er svo ánægt með að ég hafi
reynt,“ segir Svava sem fer væntan-
lega fljótlega að æfa sig fyrir næsta
cyclothon.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@amk.is
Mig hafði lengi langað að hjóla hringinn í kringum landið en hafði aldrei gefið mér tíma til þess. Ég hafði
líka kannski ekki nógu mikla trú á
sjálfri mér. En þegar ég sá auglýs-
ingu um WOW cyclothon, þar sem
var í boði að fara hringinn á þremur
dögum, þá hugsaði ég með mér að
þetta væri akkúrat fyrir mig,“ segir
Svava Dögg Guðmundsdóttir sem
á dögunum var fyrsta konan til að
taka þátt í einstaklingskeppni í WOW
cyclothon.
Kláraði 507 kílómetra
Hún kláraði reyndar ekki hring-
ferðina og lauk keppni við Mývatn
eftir 507 kílómetra. Svava má engu
að síður vera stolt af afrekinu, enda
ekki fyrir hvern sem er að hjóla slíka
vegalengd á svo skömmum tíma.
„Þegar ég skráði mig til leiks gerði
ég mér ekki alveg grein fyrir því
hvað það þýddi að fara hringinn á
svona skömmum tíma, en ég vildi
gera þetta. Ef ég hefði vitað hvað ég
væri að fara út í þá hefði ég hætt við.
Það var svo ógeðslega mikill sárs-
auki sem fylgdi þessu, en ég er mjög
þakklát fyrir að hafa gert þetta,“
segir Svava sem er hvergi banginn
þrátt fyrir að vera enn að jafna sig
eftir keppnina. Hún er strax búin að
ákveða að fara aftur á næsta ári.
„Mér finnst ég ekki þurfa það,
en mig langar og er strax farið að
hlakka til. Ég veit alveg að ég get
klárað þetta. Það var svo margt sem
ég vissi ekki, en ef ég hefði vitað það
sem ég veit núna þá hefði ég klárað.“
Viti sínu fjær af sársauka
Hún segir brekkurnar á leiðinni hafa
verið erfiðustu áskorunina. Þá náði
hún hvorki að sofa né borða sem
gerði það að verkum að hún þreyttist
miklu fyrr en ella. Hún er engu að
síður mjög sátt við að hafa náð alla
leið á Mývatn í fyrstu tilraun. „Fyrsta
markmiðið sem ég setti mér var að
byrja, næsta markmið var að komast
á Blönduós, það eru nefnilega margir
sem hætta þar, og svo vildi ég komast
til Akureyrar því allir sem ég þekki
þaðan eru svo skemmtilegir. Þegar ég
var komin aðeins lengra en til Akur-
eyrar var ég næstum orðin viti mínu
fjær af sársauka en fylgdarliðið mitt
hvatti mig áfram. Ég er mjög þakklát
fyrir það og hjólaði síðustu kíló-
metrana á Mývatn í kvöl og pínu.“
Svava segir það hafa verið erfitt
að þurfa að viðurkenna það fyrir
sjálfri sér að hún kæmist ekki lengra.
„Ég var brjáluð út í allt og alla, líf-
ið, fylgdarliðið og allt. En mér var
hjálpað í sturtu á hóteli á Mývatni og
ætlaði að sjá til eftir að ég hafði hvílt
mig, hvort sársaukinn stafaði bara
af þreytunni eða einhverju öðru. En
eftir hvíldina fann ég hvað ég var
sárkvalin, meðal annars í ökklum og
sitjanda. Að taka ákvörðun um að
hætta var næstum jafn erfið og að
hjóla þetta, en ég náði samt að hætta
með bros á vör. Þegar ákvörðunin
hafði verið tekin þá var ég sátt.“
Unnið í samstarfi við Artasan
Raspberry Ketones er unnið úr kjarna hindberja og að auki er grænt te í blöndunni. Rasperry
Ketones getur haft áhrif á horm-
ónið adiponectin sem heilbrigt
fólk í kjörþyngd hefur í miklu
magni í líkamanum. Þetta horm-
ón getur aukið insúlín næmi sem
þýðir að blóðsykurinn er jafnari
og svo brennum við fitu betur.
Þegar þessi hormón starfa rétt,
við borðum hollan mat og hreyf-
um okkur reglulega þá söfnum við
ekki umframfitu.
Grænt te er fullt af andoxun-
arefnum og lífrænum efnasam-
böndum sem geta haft mikil áhrif
á starfsemi líkamans. Þar á meðal
er bætt heilastarfsemi, fitutap
(aukin fitubrennsla) og það get-
ur dregið úr líkum á fjölmörgum
sjúkdómum.
Trim-It
Trim-It er blanda af bætiefnum
sem notuð hefur verið í áratugi en
hún hjálpar til við hreinsun líkam-
ans og örvar meltinguna. Trim-
-It inniheldur m.a. eplaedik sem
hjálpar til við hreinsun eiturefna úr
líkamanum og eðlileg efnaskipti,
lesitín sem auðveldar meltingu á
fitu og kelp (brúnþörunga) sem er
sérlega steinefnaríkt. Önnur efni
eru B6 sem hjálpa meltingunni og
hveitikím sem er gott fyrir ónæm-
iskerfið, hjarta- og æðakerfið.
Kelp, B6 vítamín og lesitín vinna
einnig eins og náttúruleg þvag-
ræsilyf sem hefur marga kosti því
þannig getur maður losnað við um-
framvökva án þess að það skolist
út mikilvæg steinefni/sölt úr lík-
amanum.
Sykurlöngunin hvarf
Sigrún Emma Björnsdóttir, cross-
fit kona og einkaþjálfari, hefur
notað Raspberry Ketones frá
Natures Aid lengi. „Ég fann mun
strax á fyrstu vikunni því sykur-
löngunin nánast hvarf. Í kjölfarið
minnkaði sykurátið og blóðsyk-
urinn varð jafnari sem auðveld-
aði mér að borða bæði minna og
hollari mat. Ég fann strax mun
á orkunni og skapið varð mikið
betra því sykur fer virkilega illa
í skapið á mér. Mittismálið á mér
hefur minnkað og ég er öll mikið
léttari á mér,“ segir Sigrún Emma
og bætir því við að hún hafi komið
töflunum í rútínuna hjá sér og taki
alltaf eina fyrir morgunmatinn og
eina fyrir hádegismat.
Kílóin fjúka – 19 kíló farin
„Ég er orkumeiri og einnig finnst
mér ég ekki þurfa að borða eins
mikið og áður og ég
sleppi sætindum al-
gjörlega,“ segir Karen
Hauksdóttir sem starfar
við garðyrkju á höfuð-
borgarsvæðinu en
hún hefur notað
Raspberry Ketones
um langa hríð með
góðum árangri.
19 kíló hafa fokið
eftir að hún fór að
nota efnið. „Eftir
að Trim-It kom á
markað hef ég tek-
ið það líka og finnst
það gera mér gott,“
bætir hún við.
Sölustaðir:
Apótek, heilsubúðir
og heilsuhillur
verslana
„Ég veit alveg að ég get klárað þetta“
Svava Dögg Guðmundsdóttir er fyrsta konan sem tekur þátt í einstaklingskeppni WOW cyclothon, en hætti keppni við
Mývatn. Hún er strax búin að ákveða að fara aftur á næsta ári þrátt fyrir að hafa upplifað mikinn sársauka í keppninni.
Mikill stuðningur Svava
hefur fengið mikinn stuðn-
ing frá fjölskyldu og vinum
og besta vinkona hennar,
Kristín Hafsteinsdóttir, hefur
verið henni innan handar
síðustu daga. Með þeim á
myndinni er dóttir Kristínar,
Lovísa Sól. Mynd | Hari
…heilsa 10 | amk… FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2016
Trim-It er
blanda af
bætiefnum sem notuð
hefur verið í áratugi
en hún hjálpar til við
hreinsun líkamans og
örvar meltinguna.
Minni sykurlöngun og léttari lund
Artasan kynnir Raspberry Ketones og Trim-It frá Natures Aid sem eru vel þekkt og afar vinsæl þyngdarstjórnunar-
efni. Rasberry Ketones dregur verulega úr sykurlöngun, eykur fitubrennslu og eykur orku á meðan Trim-It hjálpar til við
hreinsun líkamans og örvar meltinguna þannig að þessi tvö efni virka mjög vel saman.
„Tek bæði Raspberry Ketones og Trim-It og finnst það
virka vel saman en ég hef nú þegar misst 19 kíló.“
Karen Hauksdóttir
„Ég fann mun strax á fyrstu vikunni og mæli
100% með Raspberry Ketones.“
Sigrún Emma Björnsdóttir