Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 24.06.2016, Qupperneq 54

Fréttatíminn - 24.06.2016, Qupperneq 54
Unnið í samstarfi við Kjósarhrepp Kátt í Kjós er dagur þar sem íbúar og fyrirtæki í Kjósinni taka höndum saman og bjóða öllum sem vettlingi geta valdið í heim- sókn til að fá að sjá og upp- lifa allt það svæðið hefur upp á bjóða. Kjósin er austan og sunnan Hvalfjarð- ar og þar fer saman fjölbreytt mannlíf og einstök sveita- sæla. Þar hægt að kaupa vörur úr sveitinni á útimark- aði, veiða í Meðal- fellsvatni, setjast á kaffihús, fara í ýmsa skemmtilega leiki, hitta dýr og heimsækja býli og handverkshús, og að sjálfsögðu njóta náttúrufegurðar og sveitasælu. „Í ár verður hinn vinsæli sveitamark- aður utandyra, við Félagsgarð þar sem verður lífleg boðsala á vörum úr sveitinni ásamt vörum frá handverksfólki. Inn í Félagsgarði verður aftur á móti kaffihúsastemning að hætti Kven- félagsins og þar geta gestir setið Undirbúningsnefndin Frá vinstri, Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri, Auður Otte- sen sýningarstjóri og Ari Eggertsson umhverfisstjóri Hveragerðis. í rólegheitum, notið veitinga og spjallað,“ segir Guðný G. Ívars- dóttir, sveitarstjóri Kjósarhrepps. Megináhersla er lögð á sveitina á þessum skemmtilega degi og á vellinum við Félagsgarð verða hin ýmsu félög með uppákomur sem tengjast bæði mönnum og dýr- um. Hin síðustu ár hefur keppni í skreytingum á heyrúllum verið afar vinsæl og skemmtileg lista- verk orðið til. „Fjölmargir áhugaverðir staðir verða opnir og bjóða gesti vel- komna,“ segir Guðný. Þar á meðal er Sogn sem selur nautakjöt milli- liðalaust beint frá bónda, sveita- kaffihúsið Kaffi Kjós þar sem fal- legt útsýni er yfir Meðalfellsvatn og Gallerí NaNa sem selur glæsi- legar handgerðar leðurtöskur skreyttar með fiskiroði og skinni. Þar að auki er fólki boðið að heim- sækja fallega Dýragrafreitinn að Hurðarbaki sem er sérstakur grafreitur fyrir húsdýr. Jafnframt verður Björn Sigurbjörnsson með yfirlitssýningu á verkum sínum í salnum Eyrarkoti, bæði teiknuð- um og máluðum myndum. „Að loknum góðum degi þar sem kátt verður í Kjós verður haldinn dansleikur í Félagsgarði.“ Allar upplýsingar um viðburði Kátt í Kjós má finna á vefsíðunni www.kjos.is þegar nær dregur. Unnið í samstarfi við Hveragerðisbæ Það má með sanni segja að sýningin Blóm í bæ í Hveragerði færi lit í líf þeirra gesta sem mæta á svæðið og er dagskráin með þeim hætti að allir geta fundið sér eitt- hvað til að una við. Sýningar af mörgu tagi, skemmtanir fyrir börn og fullorðna, markaður og minn- ingar, verður meðal þess sem verður í boði að þessu sinni. Jafnframt munu forsetahjónin mæta á sýninguna og veita verðlaun. Sýningin Blóm í bæ er nú haldin í 8. árið í röð og að þessu sinni fagna bæjarbúar 70 ára afmæli bæjarins og þess vegna verður sýn- ingin í ár með veglegra móti. Af því tilefni mun nýr hver verða vígður í Hveragarðinum og fær hann að gjósa frá klukkan 14-17 á laugardeginum. Þá er sýning sem ber nafnið „Svona er í pott- inn búið“ og verður þar farið yfir sögu pottablóma og afskorinna blóma á Íslandi frá aldamótun- um 1900 fram til dagsins í dag. Settar verða upp fimm stássstof- ur í íþróttahúsi bæjarins til þess að líkja sem mest eftir heimilum þessa tíma. „Ég fer á milli heimila og fæ lánuð húsgögn og muni í anda ýmissa tímabila til þess að gera sýninguna sem líflegasta. Mik- il samstaða er á milli bæjarbúa þegar kemur að því að gera sýn- inguna sem glæsilegasta og allir eru af vilja gerðir að leggja hönd á plóg,“ segir Auður Ottesen, stjórnandi sýningarinnar. Ásamt því að farið verður yfir sögu blómamenningar, verða sögulegar blómaskreytingar endurgerðar og má til gamans geta að blómvöndur Vigdísar Finnbogadóttur, sem hún bar þegar hún sigraði í forsetakosn- ingunum árið 1980, verður einn þessarra endurgerðu vanda. Gestum gefst kostur á því að taka þátt í svokallaðri blómatombólu, þar sem allur ágóð- inn mun renna til tækjakaupa potta- blómasafns Garð- yrkjuskólans. Allt að 40 blómaskreyt- ar og hönnuðir mæta á sýn- inguna þetta árið og af þeim eru 30 af erlendu bergi brotnir. Þau koma hingað til þess að taka þátt í svokölluðu LandArt verkefni og munu þáttakendur taka þátt í að skapa umhverfislistaverk í lysti- garði meðfram Varmá. Listaverkin hafa það sérkenni að þau eyðast upp í náttúrunni að sýningu lok- inni. Dagskrá verður fyrir börnin í lystigarði, ásamt markaði sem hefur að geyma handverk, ým- islegt grænmeti, blóm og aðra garðyrkju. Fyrirtæki í græna geir- anum verða einnig með kynningu á vörum sínum og þjónustu. „Bærinn hefur sjaldan verið …sumarhátíðir 2 | amk… FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2016 Þrjátíu útlenskir blómaskreyta r og hönnuðir mæta á hátíðina í ár Blóm í bæ Bærinn skartar blómum í heimsins litadýrð Garðyrkju- og blómasýningin Blóm í bæ fer fram nú um helgina, 24.–26. júní, í hinum blómlega bæ Hveragerði, steinsnar frá höfuðborginni. Tilvalið er að koma við og taka þátt í þeirri glæsilegu dagskrá sem heimamenn hafa upp á að bjóða. eins blómlegur og koma fjöl- margir blómaskreytar að því verkefni að setja bæinn í litríkan búning í tilefni afmælis og sýn- ingar. Ekki er við öðru að búast en að afþreying þessa daga eigi eftir að gleðja unga sem aldna og því um að gera að bregða sér í Hvera- gerði,“ segir Auður og bætir við að ekki megi gleyma sýningu með ljósmyndum af fermingarbörn- um frá árum áður, allt frá miðri síðustu öld, þar sem stúlkur voru með blóm í hárinu og drengir með blóm í jakkaboðungum. Blómlegt Hveragerði er líflegur og litríkur þessa dagana en hátíðin Blóm í bæ fer þar fram um helgina. Blómaskreytar í Hveragerði út- bjuggu þessa glæsilega regnboga- brú fyrir hátíðina í ár. Kátt í Kjós Sveitamarkaður og gleði á góðum degi Laugardaginn 16. júlí verður Kjósin opnuð fyrir gestum og gangandi undir kjörorðinu „Kátt í Kjós“ og er þetta í tíunda sinn sem efnt er til opins dags í sveitarfélaginu. Kátt í Kjós hefur tekist með miklum ágætum og fleiri þúsund manns hafa sótt Kjósina heim á þessum árum. Fjölmargir áhugaverðir staðir verða o pnir og bjóða gesti velkomna Við Félags­ garð verður lífleg boðsala á vörum úr sveitinni Á Kátt í Kjós er vel tekið á móti öllum og margt skemmtilegt um að vera fyrir alla fjöl- skylduna þann 16. júlí næstkomandi. Rúntað um á heyrúlluvagni í Kjósinni. Vinningsrúllan frá árinu 2012. Máluð heyrúlla verður að bollaköku á árlegri heyrúllu-skreytingar- keppni á Kátt í Kjós.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.