Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 24.06.2016, Page 61

Fréttatíminn - 24.06.2016, Page 61
Anita Elefsen, safnstjóri Síldar- minjasafnsins, segir að safnið standi vörð um sögu síldaræv- intýrisins svokallaða frá upphafi 20. aldar og fram til 1969 þegar síldin var stærsti atvinnuvegur landsins og Siglufjörður höfuð- borg síldarinnar. „Hátíðin „Síldarævintýrið“ um verslunarmannahelgi byggir þannig á sögu staðarins og Síldar- minjasafnið hefur frá upphafi haft mikla aðkomu að hátíðinni. Safnið er opið alla daga vik- unnar frá 10 - 18 og á Síldarævintýri fara fram síldarsaltanir, þar sem síldarstúlkurnar hausskera, slóg- draga og pakka síldinni í tunn- ur. Að sýningu lokinni eru sungin nokkur lög og stiginn dans við harmonikkuleik,“ segir Anita. Undanfarin ár hefur Síldar- minjasafnið, í samstarfi við Ora, Íslenska sjávarrétti, Egils sjávar- afurðir og Aðalbakarí, staðið fyrir síldarhlaðborði á Ráðhústorgi um Síldarævintýri. Þar bjóða síldar- stúlkur staðarins gestum og gang- andi að smakka ólíkar tegundir af síld, ásamt rúgbrauði. Að mínu mati setur aðkoma Síldarminjasafnsins mikinn svip á hátíðina og minnir bæði heima- menn og gesti á uppruna staðar- ins, jafnt sem hátíðarinnar,“ segir Anita. Kristinn bendir jafn- framt á að á Siglu- firði séu stuttar vegalengdir á milli atriða hátíðarinn- ar. „Öll skemmti- dagskrá fer fram miðbænum sem er við hliðina á tjaldsvæð- inu. Reyndar er annað tjaldsvæði innar í firðinum við svokallaðan Stóra-Bola og þar er meira næði. Dagskráin tekur mið af fjölskyldufólki og í ár verð- ur fjölbreytt barnadagskrá ásamt því að fjöldinn allur af heimafólki stígur á svið. Líkt og ég nefndi verður fjölbreytt skemmtidagskrá og reynt að höfða til ungra jafnt sem aldinna. Íþróttaálfurinn mætir, Söngvaborg, Einar töframaður og Lína Langsokkur,“ segir Kristinn. Unnið í samstarfi við Fjallabyggð Síldarævintýrið verð-ur haldið á Siglufirði um verslunarmannamanna-helgina í 26. sinn. Helgina á undan Síldarævintýrinu hafa verið svokallaðar Síldardagar, nokkurs konar undanfari Síldaræv- intýrsins. Kristinn J. Reimarsson, deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála hjá Fjalla- byggð, segir að í ár verði brugðið út af vananum. „Í ár munum við breyta heitinu og hafa Trilludaga helgina 23. og 24. júlí. Á laugar- deginum munu trillusjómenn og aðilar í ferðaþjónustu sem gera út á sjóstöng bjóða fólki í smá sigl- ingu út á fjörð og renna fyrir fisk. Möguleiki er svo að fá aflann grill- aðan þegar komið er í land. Seinni part dags mun svo öllum gestum og gangandi verða boðið í grill í boði Samkaup-Úrval. Gönguferð- ir verða í boði, fjölskylduratleik- ur og margt fleira. Dagana á milli Trilludaga og Síldarævintýrisins verður gönguvika þannig að fólk á að geta stoppað í Fjallabyggð í nokkra daga og hefur úr fjöl- breyttri afþreyingu að velja. Hér eru tveir golfvellir, tvær sund- laugar, glæsileg skógrækt og margt fleira spennandi er að sjá. Það er Fjallabyggð í samvinnu við ferðaþjónustuaðila og Félag Smá- bátaeigenda sem standa að Trillu- dögum,“ segir Kristinn. Og Síldarævintýrið á Siglufirði er ekki venjuleg verslunarmanna- helgarhátíð heldur er hún með beina skírskotun í söguna. „Það sem gerir Síldarævintýrið sér- stakt er skírskotun í söguna og þá staðreynd að á Siglufirði unnu hér „í den“ þúsundir verkamanna og kvenna við síldina. Reynt er að halda í söguna og síldarsöltun og því sem tengist Síldarminjasafn- inu. Þáttur Síldarminjasafnsins er stór og safnið með sitt söltunar- gengi vekur alltaf athygli ásamt hinu margrómaða síldarhlaðborði sem er á miðbæjartorginu,“ segir Kristinn. Síldin í hávegum höfð á Siglufirði um verslunarmannahelgina Um Fjallabyggð Sveitarfélagið Fjallabyggð varð til við sameiningu Ólafsfjarðarbæj- ar og Siglufjarðarkaupstaðar árið 2006. Í Fjallabyggð búa rúmlega 2000 manns. Með tilkomu Héðins- fjarðarganga, sem tengir byggðar- kjarnana saman, er Tröllaskagi ákjósanlegur áfangastaður sem hefur upp á margt að bjóða. Að- eins eru 15 km á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Þéttbýliskjarnar Fjallabyggðar halda uppi blómlegu menningar- starfi og eru staðirnir þekktir fyrir öflugt og lifandi félagslíf. Gallerí og listavinnustofur eru í Fjallabyggð sem gaman er að heimsækja. Margir og fjölbreyttir viðburðir er haldnir á hverju sumri sem tengjast tónlist, ljóðum, sögu, skapandi verkefnum, síld og íþróttum, svo eitthvað sé nefnt. Fyrir ferðamenn og útivistarfólk er margt skemmtilegt að skoða og gera í Fjallabyggð. Á veturna er staðurinn skíðaparadís og draumur útivistarmannsins. Hægt er að fara á svigskíði, gönguskíði, skauta, þeytast um á snjósleða eða dorga í Ólafsfjarðarvatni. Fjallabyggð býr að stórbrotinni náttúrufegurð þar sem fegurð fjalla og fjarða er stórfengleg og möguleikar á sviði útivistar og tómstunda eru hreint óþrjótandi. Ferðalangar sem leggja leið sína í Fjallabyggð verða ekki fyrir von- brigðum. Návígið við náttúruna er ávallt innan seilingar, hvort held- ur haldið er í gönguferðir, farið í golf, sjósund, skellt sér á skíði, sjóbretti eða veitt í vötnum, ám eða sjó. Helsta aðdráttaraflið að þessu leyti eru t.d. dorg- og stangveiðar í Ólafsfjarðarvatni og Ólafsfjarðará, fjölskrúðugt fuglalífið við Leirurn- ar á Siglufirði, ásamt fjölþættum gönguleiðum um fjöll og dali, en við slíkar aðstæður hefur nær ósnortið og friðsælt náttúrufar Héðinsfjarðar notið mikillar hylli hjá ferðafólki. Til gamans má geta að örnefni Héðins- og Siglufjarðar eru um 1.300, en þau má nálgast inn á snokur.is Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í Fjallabyggð sem hafa verið merktar og stikaðar hin síðari ár. Þær eru mislangar og misjafnlega krefjandi svo all- ir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Kort og göngulýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu sveitarfé- lagsins, fjallabyggd.is Fyrir alla fjölskylduna Síldarævintýrið“ um verslunarmannahelgi byggir þannig á sögu staðarins og Síldarminjasafnið hefur frá upphafi haft mikla aðkomu að hátíðinni. …sumarhátíðir9 | amk… FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2016 Dagskráin tekur mið af fjölskyldufólk i og í ár verður fjölbreytt barnadagskrá

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.