Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016 sé lógísk niðurstaða þeirrar stra- tegíu sem lá til grundvallar um- pólunar þeirrar sem bar Reagan til valda. Suðurríkjastrategían og Dixiekratar Sigur Reagan byggðist ekki síst á „Suðurríkjastrategíu“ Ric- hard Nixon. Nixon hafði dreg- ið þann lærdóm af kosningunum 1964, þegar Barry Goldwater tap- aði fyrir Lyndon B. Johnson, að Repúblikanaflokkurinn gæti unnið yfir svokallaða „Diexiekrata“, íhaldssama demókrata í Suðurríkj- unum. Með því að höfða til reiði Suðurríkjademókrata og hræðslu vegna mannréttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna og stuðnings demókrata við hana, mætti gera Suðurríkin, sem til þessa höfðu nánast alltaf kosið demókrata, að öruggu vígi Repúblíkanaflokksins. Þessari umpólun var í raun lokið í kosningunum 1980, en síðan þá hafa repúblikanar verið nánast ör- uggir með að vinna 100 kjörmenn í forsetakosningum í Suðurríkjun- um, sem er meira en þriðjungur þeirra 270 kjörmanna sem þarf til sigurs. Það voru vitaskuld margar ástæð- ur fyrir þessari þróun. Hnattvæð- ing, kvenréttindabaráttan og mann- réttindabarátta hinseginfólks grófu undan svokölluðum hefðbundnum fjölskyldugildum og heimsmynd eftirstríðsáranna en rannsóknir fé- lagsfræðinga hafa þó sýnt að and- staða við réttindabaráttu blökku- manna og kynþáttafordómar voru afgerandi þáttur í breytingunum. Ekki bara í Suðurríkjunum, þar sem Diexiekratar grétu endalok að- skilnaðarstefnunnar: Mörgum hvít- um iðnverkamönnum í ryðbeltinu gramdist líka að horfa upp á blökku- menn bæta samfélagslega stöðu sína og kjör á sama tíma og kjör hvítra versnuðu og efnahagslegt óöryggi jókst. Sérstaklega að hið opinbera hefði veitt blökkumönn- um fríðindi og forréttindi sem þeim stæðu ekki til boða. Í þeirra hug- um var það alríkið, hið opinbera, sem hafði lagst á sveif með minni- hlutahópum, blökkumönnum, til að grafa undan samfélagsgerð sem hafði reynst þeim vel. Reagan lofaði að hann myndi endurreisa þetta samfélag, endur- heimta fortíðina. Hundaflautur Hjá stórum hópi hvítra kjósenda fléttaðist þannig saman andstaða við hið opinbera og kynþáttafor- dómar: Hið opinbera æki undir svart fólk sem lægi eins og mara á velferðarkerfinu. Þegar útgjöld voru skorin niður til velferðar- mála var því auðvelt að segja þess- um kjósendum að vandinn væri sá að latt fólk, sem hefði ekki til- einkað sér heilbrigð fjölskyldugildi og siðgæði, nennti ekki að vinna. Reagan talaði t.d. um nauðsyn þess að skera upp herör gegn „welfare queens“, ógiftum mæðrum í fátækt- arhverfum stórborga, sem unguðu út lausaleikskrógum og lifðu svo í vellystingum á framfæri hins op- inbera. Þó Reagan, og aðrir stjórnmála- menn sem töluðu um bótasvik, sóun í bótakerfinu og nauðsyn þess að taka það til róttækrar endur- skoðunar, segðu sjaldnast hreint út að svart fólk væri vandamálið duldist engum að þetta lata vand- ræðafólk væri upp til hópa svart: Minnihlutahópar sem hrifsuðu til sín gæði sem heiðarlegt og harðdug- legt hvítt fólk ætti með réttu skilið. Bótasvik og kynþáttafordómar Með því að matreiða hluti eins og endurskoðun bótakerfisins og gagn- rýni á bótasvik með snjöllum hætti gátu frambjóðendur þannig talað til kynþáttafordóma kjósenda án þess að viðurkenna að þeir væru í raun að kynda undir rasisma. Það hefur líka margsinnis sýnt sig að ódulbúinn rasismi á ekki upp á pallborðið í bandarískum stjórn- málum. Rasískir frambjóðendur hafa náð árangri í fylkisþingum og í einstaka þingkosningum, enda til- tölulega auðvelt að finna kjördæmi þar sem hugmyndir manna um ver- öldina hafa lítið breyst síðan á fyrri hluta 20. aldar en tilraunir slíkra stjórnmálamanna til að ná frama á landsvísu hafa hins vegar sjaldnast gengið vel. Rasismi þarf að vera undir rós Bush eldra hefur verið hrósað fyr- ir afdráttarlausa afstöðu sína gegn David Duke (sjá rammagrein) en um leið er hans líka minnst fyrir eina íllræmdustu hundaflautuherferð bandarískrar stjórnmálasögu. Þessi herferð birtist skýrast í sjón- David Duke, fyrrum Grand Wizard Ku Klux Klan bauð sig fram sem fylkisstjóra Louisiana árið 1991. Stóru flokkarnir og KKK Fram á miðja 20 öld var pólitískt heimili rasista í Suðurríkjunum Demókrataflokkurinn og margir liðsmenn Ku Klux Klan voru í fram- varðasveit flokksins. Flestir höfðu hins vegar yfirgefið flokkinn á átt- unda og níunda áratugnum. Gott dæmi er David Duke, formaður KKK, sem gerðist repúblikani árið 1988 og náði árið eftir kjöri sem fylkisþingmaður í Lousiana fyrir Repúblíkanaflokkinn. Duke ætlaði sér að nota þennan sigur sem stökkpall inn í landsmál- in, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náði hann ekki lengra. Árin 1990, 1996 og 1999 bauð hann sig fram til Bandaríkjaþings, 1991 sem fylk- isstjóra Lousiana og 1992 tók hann þátt í prófkjöri Repúblíkanaflokks- ins fyrir forsetakosningarnar. Duke tapaði í öllum þessum kosningum vegna þess að í huga almennings var hann ekki annað en fyrrverandi formaður KKK, tals- maður yfirburða hvíta kynstofns- ins og nýnasisti. Önnur ástæða þess að Duke hefur aldrei náð lengra en á fylkis- þing Lousiana er sá að flokkurinn beitti sér afdráttarlaust gegn hon- um. Bæði formaður landsstjórnar flokksins, Lee Atwater og forseti Bandaríkjanna, George H.W. Bush, tóku opinbera afstöðu gegn Duke og með mótframbjóðanda hans, demókratanum Bennett Johnston. „Skattalækkanir“ hljóma betur en „surtur“ Lee Atwater, einn fremsti kosningaráðgjafi Repúblíkana- flokksins á níunda áratugnum og formaður landsnefnd- ar flokksins 1989-1991, lýsti því hvernig þessi hunda- flautupólítík virkaði í viðtali sem tekið var árið 1981: „Þú byrjaðir árið 1954 með því að segja „surtur, surtur, surtur.“ En 1968 var ekki lengur hægt að segja „surtur“ – það hefur öfug áhrif, þú færð það í bakið. Svo þú þarft að nota önnur orð og hugtök, eins og að tala um busing* og réttindi fylkjanna, og allt það, og þú verður æ meira abstrakt. Nú ertu farinn að tala um skattalækkanir og alla þá hluti sem eru spurningar um efnahagsstefnu, en hliðaráhrif þessara aðgerða eru að þær koma verr niður á blökkumönnum en hvítum. [...] „Við viljum skera niður hér“ er miklu meira abstrakt en að tala um busing og fjandan- um meira abstrakt en að segja „surtur, surtur“.“ * Á sjöunda áratugnum var kynþáttaaðskilnaður í skólum afn- uminn með því að keyra svarta nemendur í skólabílum úr hverfum blökkumanna í skóla í hvítum hverfum. Karl Rove síns tíma. Lee Atwater var tvímæalaust áhrifamesti kosningastjóri níunda áratugarins. Áhrif hans á bandarísk stjórnmál hefðu vafalaust orðið enn meiri hefði hann ekki látist fyrir aldur fram, árið 1991, þá aðeins 40 ára gamall. varpsauglýsingu sem sýnd var í að- draganda kosninganna 1988, „Willie Horton auglýsingunni.“ Í henni var ýjað að því að mótframbjóðandi Bush, Michael Dukakis, bæri ábyrgð á hrottafengnum glæpum sem svartur maður að nafni William Horton hafði framið árið áður. Horton, sem hafði verið dæmd- ur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Massachussetts árið 1974, hafði árið 1986 fengið helgarfrí til að heim- sækja fjölskyldu sína, en skilaði sér ekki aftur og árið eftir var hann svo handtekinn fyrir hrottalega líkams- árás, rán og nauðgun. Bush hamraði á máli Horton í kosningaræðum sínum og því að Dukakis hafði stutt rétt fanga til að fá helgarfrí með fjölskyld- um sínum meðan hann var fylkis- stjóri Massachussetts. Lee Atwater, kosningastjóri Bush, lýsti því yfir að markmiðið væri að „sannfæra kjósendur um að Willie Horton væri varaforsetaefni Dukakis.“ Í sept- ember keyptu svo stuðningsmenn Bush sjónvarpsauglýsingu sem sýndi illilegar myndir af Horton. Rasískir undirtónar auglýsingarinn- ar fóru ekki framhjá neinum enda athygli beint að hörundslit Horton. Frá Bushfeðgum til Donald Trump Svipað dæmi kom upp í prófkjörs- slag repúblikana árið 2000 þegar Bush yngri tryggði sér sigur eftir að hafa knésett John McCain í Suð- ur Karólínu, þökk sé orðrómi sem stuðningsmenn hans dreifðu um að McCain ætti lausaleiksbarn með svartri konu. Í báðum tilfellum duldist engum að skilaboðin spiluðu á kynþátta- fordóma né að þau kæmu frá fram- bjóðandanum sjálfum. Í báðum tilfellum héldu Bushfeðgar sig þó í hæfilegri fjarlægð frá ógeðfelld- ustu árásunum en reiddu sig sjálfir á hefðbundnar hundaflautur á borð við þær sem Atwater lýsti, eins og nauðsyn þess að skera upp herör gegn bótasvikum. Eitt af því merkilega við framboð Donald Trump er að hann hefur sleppt öllum hundaflautum eða því að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá hreinum kynþáttafordómum. Um leið og hann tilkynnti um þátttöku sína í prófkjöri flokksins síðasta sumar lýsti Trump því yfir að það yrði að byggja ókleifan múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó: „Þegar Mexíkó sendir okkur fólk eru þeir ekki að senda okkur sitt besta fólk. Þeir eru ekki að senda fólk eins og þig. Þeir eru að senda fólk sem ber með sér vandamál, og það kemur með þessi vandamál sín til okkar. Þeir koma með eiturlyf. Þeir koma með glæpi. Þeir eru nauðgarar.“ Prófkjör flokksins sýndu að það var eftirspurn eftir málflutningi af þessu tagi og Trump virðist trúa því að eftirspurnin sé nægilega mikil til að það dugi honum til að verða forseti Bandaríkjanna. David Duke hefur líka dregið þá ályktun að sín stund sé runnin upp og býður sig fram í prófkjöri flokksins í Lousi- ana, „til að standa vörð um réttindi Bandaríkjamanna af evrópskum uppruna.“ Endalok Suðurríkjastrategíunnar Uppskera Suðurríkjastrategí- unnar og hundaflautustjórnmála Repúblikanaflokksins hefur verið góð. Flokkurinn getur reitt sig á ör- uggt vígi í Suðurríkjunum og þakk- að kosningasigra sína undanfarna áratugi stuðningi hvítra karlmanna en Ronald Reagan og Bush eldri unnu t.d. 63% hvítra karlmanna. En á meðan þessi stefna getur tryggt flokknum gott gengi meðal hvítra kjósenda þá hefur hún fælt frá minnihlutahópa, sem er vanda- mál þegar haft er í huga að hvítum kjósendum fjölgar mun hægar en fólki af minnihlutahópum. Þó 64% hvítra karlmanna hafi kosið Mitt Romney dugði það ekki lengur til að vinna kosningarnar 2012. Árið 1980 voru nærri 90% kjósenda hvítir en í kosningunum 2012 voru þeir rétt 72% og verða að líkum enn færri í kosningunum í haust. Hvítir karl- menn, sem voru 45% kjósenda 1980 eru ekki nema 35% þeirra í dag. Á sama tíma hefur hluti minni- hlutahópa vaxið. Kjósendur af suð- ur-amerískum uppruna voru ekki nema 2% af heildinni 1980 en eru nú 12% og vaxandi hundaflautuleik- ur flokksins gegn innflytjendum hefur fælt þessa kjósendur frá. Fram til ársins 2008 kusu sjaldnast færri en þriðjungur kjósenda af suð- ur-amerískum uppruna repúblik- ana. Í kosningunum 2004 kusu 44% þeirra Bush. 2012 kusu hins vegar ekki nema 27% þeirra Romney og kannanir benda til þess að Trump njóti stuðnings 10-20% kjósenda af suður-amerískum uppruna. Kann- anir hafa mælt Trump með 0% stuðning meðal blökkumanna. Þó Trump hafi unnið prófkjör Repúblíkanaflokksins með því að spila á örvæntingu og reiði fátækra hvítra kjósenda er því ólíklegt að það dugi honum til að vinna í kosn- ingunum í nóvember. Það er minni eftirspurn eftir endurreisn fortíð- ar sem er einsleit og hvít í dag en árið 1980. Eftir niðurlægjandi ósigur fyrir John McCain í prófkjöri Repúblíkana- flokksins í New Hampshire þar sem Bush fékk 30% atkvæða gegn 49% McCain réðst kosningamaskína Bush, sem stýrt var af Karl Rove, í ófrægingarherferð gegn McCain í Suð- ur Karólínu, þar sem næsta prófkjör var haldið. KRINGLUNNI ISTORE.IS iStore Kringlunni er viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili DJI á Íslandi DJI vörurnar fást í iStore Inspire 1 v.2.0 Tilboð 309.990 kr. Verð áður 379.990 kr. Phantom 4 Tilboð 219.900 kr. Verð áður 249.990 kr. + 1 aukarafhlaða Frá 239.990 kr. + 2 aukarafhlöður Frá 259.990 kr. 10.000 kr. afsláttur af iPad Mini 4 með keyptum Phantom drónum. Tilboðið gildir til 30. ágúst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.