Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 30
30 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016 Breum, höfund bókarinnar Ball- aden om Grönland. Risablokkirnar í Nuuk Risavöxnu íbúðarblokkirnar í Nuuk eru vitaskuld sýnilegasta dæmið um forsjárhyggju Dana. Slíkar blokkir höfðu reynst ágæt- lega til að skjóta skjólshúsi fyrir hina hjólandi alþýðu Kaupmanna- hafnar en hins vegar var ekki tekið tillit til sér-grænlenskra aðstæðna. Gangar þrengdu að veiði- og fiski- mönnum og það var jafnvel tor- sótt fyrir þá að komast inn og út um þröngar dyr í fullum vetrar- skrúða. Og evrópskir fataskápar voru einu hirslurnar og allt of litlir til að geyma veiðarfæri. Baðkör voru ekki hönnuð til að gera að veiddum sel og fljótlega stíf luðust pípulagnir. En mesti vandinn var þó sálrænn. Veiði- mennirnir og fjölskyldur þeirra voru vanir snæviþaktri víðáttunni. Gráar blokkirnar þrengdu að þeim og fólk fylltist innilokunarkennd. Ida Matthiasson segir að viss bannhelgi hafi hvílt yfir því að ræða tilfinningar þeirra sem þving- aðir voru til búferlaflutninga.„Það var enginn spurður álits,“ segir Ida Matthiasson. „Byggðum var bara lokað og íbúarnir fluttir á brott með valdi. Margir voru sárir og þau særindi hafa flust á milli kynslóða til barna og barnabarna. Það er ekki talað um þetta, þetta er tabú.“ Tabú Nefndin hefur safnað munnlegum frásögnum fólks um fjölda málefna. „Fólk ákveður sjálft um hvað það vill tala,“ segir Magdalene Møller, starfsmaður nefndarinnar, í sam- tali við fréttabréfið. „Stundum er það um fortíðina, það sem fólk hef- ur upplifað, oft og tíðum um arf ný- lendustjórnarinnar. En það getur líka snúist um samtímann, þá vega- tálma sem fólk rekst á eða áskoranir sem við er að glíma. Þá spyrjum við líka um hvaða svör fólkið hefur fyrir framtíðina.“ „Það sem nefndin stefnir að er að koma því til skila að einstaklingar geri sér grein fyrir að þeir geti opnað munninn og lagt sitt af mörkum til þeirrar frásagnar sem hvert einasta samfélag hefur þörf fyrir, til þess að skilgreina sig,“ segir nefndarmaður- inn Jens Heinrich. Hann bendir á að enn hafi Grænlandssagan sjaldnast verið sögð af Grænlendingum sjálf- um. „Rétturinn til að skilgreina sjálf- an sig er einn mikilvægasti þáttur nefndarstarfsins. Saga Grænlands og umfjöllun um Grænlendinga hefur hingað til oftast verið verk annarra en þeirra sjálfra.“ „Danir eru enn um sinn ábyrgir fyrir Grænlandi og ef ríkjasam- bandið á að eiga framtíð fyrir sér er nauðsynlegt að endurskoða söguna.“ Nýlenda og amt Frá þriðja tug átjándu aldar til 1953 var Grænland dönsk nýlenda, en þá var eyjan innlimuð í Dan- mörku. Ein af ástæðunum var sú að Sameinuðu þjóðirnar hófu að beina sjónum sínum þangað þegar nýlendur urðu sjálfstæðar hver af annari. Breytingin var liður í nýrri stjórnarskrá Danmerkur og var bor- in undir dönsku þjóðina, en ekki Grænlendinga sjálfa. Heinrich segir að nýlendutíminn hafi ekki endað árið 1953 þegar Grænland varð amt í Danmörku. „Í Danavæðingunni varð hvað- eina sem var grænlenskt annars flokks. Sú tilfinning sem fylgir því að beitt hafi verið rangindum, fylgir Grænlandi enn í dag. Ekki var gert upp við þetta þegar Grænland fékk heimastjórn 1979.“ Mynd | Ásgeir Pétursson Skriðjökull við Nuuk-fjörð. Mynd | UNRIC/Árni Snævarr Blokkir við innsiglinguna til Nuuk. Mynd | Ásgeir Pétursson Qoornoq eyja hefur verið í byggð eins lengi og elstu menn. Þar var nyrsta og vestasta byggð norrænna manna, og þar hafa fundist leifar fornrar byggðar Inúíta. Mynd | Ásgeir Pétursson Sífellt gengur á jökla og ís Grænlands. Mynd | Ásgeir Pétursson Barn í Nuuk. Olía og gull og „grænir“ málmar Grænlendingar eru aðeins hálf- drættingar við Reykvíkinga hvað íbúafjölda varðar, en þeir eru um 58 þúsund talsins. Grænland er hins vegar um tuttugu og tvisvar sinn- um stærra en Ísland og álíka stórt og Þýskaland, Frakkland, Stóra- Bretland, Ítalía, Spánn og Portúgal samtals. Samkvæmt samkomulagi við Dani 2009 voru Grænlendingar viður- kenndir sem sérstök þjóð sem hefði sjálfsákvörðunarétt og yfirráð yfir auðlindum sínum. Samkvæmt veg- vísi til sjálfstæðis gæti Grænland orðið sjálfstætt ríki þegar styrkja frá Dönum er ekki lengur þörf en þeir nema nú tveimur þriðju hlutum fjárlaga. Grænland státar svo sannarlega af miklum auðæfum. Talið er að í iðrum jarðar leynist járn, demant- ar, gull, kopar, hvítagull og títan, auk svokallaðra searths, sjaldgæfra jarðmálma.1 Jarðmálmarnir sjaldgæfu eru alls sautján mismunandi málmar sem finnast óvíða í vinnanlegu magni. Það er kaldhæðnislegt að ástæðuna fyrir því að hægt er nálgast þá nú á Grænlandi má rekja til þess að jöklar hopa af völdum loftslagsbreytinga; en á sama tíma gagnast þeir einkum í því sem kallað er „græna hagkerf- ið“ og er sett til höfuðs sömu lofts- lagsbreytingum. Þessir málmar eru þannig notaðir í vindtúrbínur og raf- magnsbíla en líka í tölvur, snjallsíma og rafhlöður. 1 https://www.unric.org/is/component/content/article/34-february-2013/25889-barattan-um-sjaldseea-graena-malma) Ida Matthiason tekur í sama streng. „Manni finnst að maður standi ekki jafnfætis Dönum, svo dæmi sé tekið. Við viljum stuðla að því að fólk sé meðvitað um þetta og að samtal eigi sér stað innan sam- félagsins í stað þess að sniðganga umræðuefnið. Ef ekki þá flyst þetta einfaldlega á milli kynslóða.“ Grænlendingar annars flokks Danmörk brást, eins og fyrr segir, ókvæða við skipan nefndarinnar og í fyrstu vildu Danir sem minnst hafa af henni að segja. „Að mínu mati skorar nefndin á hólm hvaða augum Danir og Grænlendingar líta hvorir aðra og sjálfa sig, segir Heinrich sem býr í Danmörku eins og þúsundir annara Grænlendinga. „Goggunarröðin var sú að Dan- ir voru fyrirmynd, voru þróað- astir, best menntaðir, auðugastir og hamingjusamastir, en Græn- lendingar voru andstaða alls þessa. Og vissulega er erfitt að venjast því að slíkt breytist. Í einföldum drátt- um má segja að markmiðið sé að auka stolt og sjálfsvirðingu Græn- lendinga, svo að jafnrétti verði ekki nafnið tómt innan ríkjasambands- ins.“ Ekkert enn komið í stað blokkar P Í miðri Nuuk er stór og tóm lóð, þar sem áður stóð hin illræmda Blokk – P. Hún var rifin 2012 en enn hef- ur ekkert verið byggt í staðinn. Á sama tíma snúa íbúarnir aftur til Qoornoq-eyjar til að gera vor- hreingerningu og dytta að gömlu heimilum sínum sem nú eru not- uð sem sumarbústaðir. Þar varð rafmagnslaust þegar ákveðið var að „loka“ byggðinni, en lýsing og kynding eru ekki lengur óyfirstíg- anleg vandamál, þökk sé sólar- orku. . Nú minna sólarorkunemar og rauð-hvítir grænlenskir fánar, sem prýða nánast hvert hús, á að nýir tímar eru gengnir í garð og að lítil þjóð í risastóru landi er tilbúin til að takast á við áskoranir fram- tíðarinnar. KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI SELESTE UMGJÖRÐ Á: 1 kr. við kaup á glerjum YFIR 2000 VÖRUTEGUNDIR ALLT AÐ 75% AFSL. ÚTVÖRP BÍLTÆKI FERÐATÆKI SJÓNVÖRP HÁFAR FRYSTIKISTUR BLANDARAR Sjá allt úrvalið á ht.is SUÐURLANDSBRAUT 26 - REYKJAVÍK - SÍMI 569 1500 TAKMARKAÐ MAGN Fyrstur kemur – fyrstur fær!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.