Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 73
…skólar og námskeið kynningar13 | amk… FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016
Mikilvægt að ná tungumálinu. Aneta M. Matuszewska, stofnandi og skólastjóri Retor
fræðslu, flutti hingað til lands frá Póllandi 2001. Hún er þeirrar skoðunar að innflytjendur
eigi að læra íslensku.
Íslenskukennsla. Starfsfólk Retor hefur þróað sérhæft námsefni, til að mynda fyrir
Vinnumálastofnun.
Vel menntaðir og hæfir
erlendir einstaklingar geta
komið með ferskar hugmyndir og
nýja sýn inn í atvinnulífið hér.
Aeneta M. Matuszweska
Stofnandi og skólastjóri Retor.
Markmið
námskeiðana
er jafnframt a
ð
styrkja fólk.
Mikilvægt að innflytjendur
nái tökum á íslensku
Aneta M. Matuszewska hjá Retor fræðslu býður fyrirtækjum
með erlent starfsfólk upp á greiningu á íslenskukunnáttu og íslenskukennslu fyrir það.
Unnið í samstarfi við Retor fræðslu.
Við höfum fengið mjög góð viðbrögð við þessu frá almenningi,“ segir Aneta M. Matuszewska hjá
Retor fræðslu.
Retor fræðsla sérhæfir sig í ís-
lenskukennslu fyrir innflytjendur
og býður núna fyrirtækjum með
erlent starfsfólk upp á heildar-
lausn sem meðal annars felur í
sér greiningu á íslenskukunnáttu
starfsfólksins og íslenskukennslu
fyrir það.
Aneta M. Matuszewska er
stofnandi Retor og skólastjóri og
hún segir að það sé krafa samfé-
lagsins að innflytjendur aðlagist
með því að tileinka sér lágmarks
íslenskukunnáttu. Sú krafa verði
enn háværari eftir því sem inn-
flytjendum fjölgar. Það sé ábyrgð
vinnuveitenda á íslenskum vinnu-
markaði að veita erlendu vinnuafli
tækifæri til þess að afla sér lág-
marksþekkingar á íslenskri tungu.
Sjálf flutti Aneta hingað til
lands frá Póllandi árið 2001. Hún
þekkir því af eigin raun hvern-
ig það er að vera innflytjandi í
íslenskunámi. Aneta tók strax þá
ákvörðun að læra íslensku. Þrem-
ur árum síðar var hún byrjuð að
kenna Pólverjum íslensku og árið
2008 stofnaði hún síðan Retor
fræðslu sem meðal annars hef-
ur þróað sérhæft námsefni fyrir
Vinnumálastofnun.
„Innflytjendur eiga að læra
íslensku,“ segir Aneta en hún
telur að sé ekki síður hagur ís-
lensks samfélags og fyrirtækj-
anna sem hinir aðfluttu starfa
hjá en innflytjendanna sjálfra.
„Vel menntaðir og hæfir erlend-
ir einstaklingar geta komið með
ferskar hugmyndir og nýja sýn
inn í atvinnulífið hér. En forsenda
fyrir því er að viðkomandi aðilar
nái góðum tökum á tungumálinu.
Ef þeir gera það ekki tekst þeim
ekki að nýta menntun sína og
hæfni og geta fest í störfum sem
eru langt fyrir neðan hæfni þeirra.
Við þetta missa þeir ekki bara af
tækifærum heldur getur samfé-
lagið hér farið á mis við mikils-
verða hæfni þeirra.“
Hjá Retor er mikið lagt upp
úr því að kennslan sé í senn
skemmtileg, skilvirk og skipu-
lögð en umfram allt áhugaverð
og bjóði nemendum skólans upp
á vinalegt, hlý legt og afslappað
andrúmsloft. Þetta eru allt mikil-
vægir þættir sem stuðla að því að
hámarka árangur nemenda.
Nánari upplýsingar um starf-
semi Retor fræðslu má finna á
heimasíðu fyrirtækisins. Einnig
eru veittar ítarlegar upplýsingar
um starfsemina, meðal annars
fyrirtækjaþjónustuna í síma
519 4800.
Markviss aðlögun
að íslensku samfélagi
Retor Fræðsla hefur frá stofnun árið 2008 sérhæft sig í að veita innflytjendum íslenskukennslu á stigum 1-6 en auk
þess býður fyrirtækið ýmisskonar fræðslu á móðurmáli.
Haustið 2009 tók fyr-irtækið að sér þróun sérhæfðs námsefnis fyrir Vinnumálastofn-
un. „Helstu úrræði sem við höfum
tekið að okkur að þróa fyrir inn-
flytjendur í atvinnuleit eru: Sam-
félagsfræðsla, Atvinnuleit, Náms-
tækni, Sjálfstyrking, Þjónustulund
og Fyrirtækjarekstur ásamt ís-
lenskukennslu á stigum 1-5. Þessi
námskeið gagnast jafnframt fólki
í vinnu en mikið magn hagnýtra
upplýsinga um íslenskt samfélag
er að finna í námsefninu. Markmið
námskeiðanna er jafnframt
að styrkja fólk og auð-
velda því aðlögun að
íslensku samfé-
lagi,“ segir Aneta
M. Matuszewska
skólastjóri.
„Við lítum
svo á að með
skipulagðri, skil-
virkri og mark-
vissri íslensku-
kennslu sé stuðlað að
því að innflytjendur geti verið
virkir þátttakendur í vel upplýstu
fjölmenningarsamfélagi. Við telj-
um gríðarlega mikilvægt að fjár-
festa í þeim mannauði sem falinn
er í þessum fjölbreytta hópi.
Styrkir menntamálaráðuneytis í
íslenskukennslu fyrir innflytjend-
ur eru máttarstólpar umræddrar
fjárfestingar. Um er að ræða einn
af lykilþáttunum í tengslum við
aðlögun innflytjenda að íslensku
samfélagi og jafnframt eitt af
lykilmarkmiðum í starfsemi Retor
Fræðslu.“