Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016 Hundaflautur og hatur Magnús Sveinn Helgason ritstjorn@frettatiminn.is Í forsetakosningunum árið 1980 var Mississippi-fylki það sem kall- að er „a swing state“: Hvorugur stóru flokkanna gat reiknað með því að vera öruggur um að sigra þar. Repúblikanaflokkurinn hafði verið í sókn um nokkurt skeið í Mississippi, líkt og öðrum ríkj- um Suðurríkjanna, en þrátt fyrir það áttu demókratar enn mikinn hljómgrunn meðal kjósenda, enda stóð flokkurinn sögulega traustum fótum í suðrinu. Í kosningunum 1976 hafði Jimmy Carter t.d. unnið Gerald Ford í Mississippi með 2 prósentustigum. Philadelphia 1980: Ronald Reagan Það var því í sjálfu sér ekkert óeðli- legt að fyrsti kosningafundur Ron- ald Reagan að loknum landsfundi væri í Mississippi. Staðurinn sem Reagan valdi fyrir þennan fund, á uppskeruhátíð Neshoba sýslu, rétt utan við bæ að nafni Philadelphia, og efni ræðunnar sem hann flutti á fundinum, réttindi fylkjanna, „states rights“, tryggði hins vegar að þessi kosningafundur rataði í sögubækurnar sem dæmi um eitt mikilvægasta stef bandarískra stjórnmála síðustu hálfa öld. Philadelphia 2016: Donald Trump Jr. Fyrsti kosningafundur frambjóð- enda í upphafi hinnar eiginlegu kosningabaráttu, sem hefst eft- ir að báðir f lokkarnir hafa lok- ið landsfundum sínum, er oftast táknrænn: Hann setur tóninn fyrir kosningabaráttu haustsins og getur kallað fram mikilvægar sögulegar tengingar. Það vakti því athygli að eina uppákoma kosningateym- is Donald Trump daginn eftir að Demókrataflokkurinn lauk lands- fundi sínum í Philadelphiu í Penn- sylvaníu var einmitt á uppskeru- hátíð Neshoba sýslu í Mississippi. Trump hafði að vísu boðað að eftir landsfundinn myndi hann hefja stórsókn til að bæta ímynd sína meðal innflytjenda og kjós- enda af suður-amerískum upp- runa en aðeins einn fundur í þeirri fundaherferð hafði verið ákveðinn, Kynþáttafordómar hafa leikið lykilhlutverk í bandarískum stjórnmálum síðustu áratugi. daginn eftir landsfund Demókra- taflokksins og það vakti því athygli þegar honum var aflýst. Eina upp- ákoman sem framboðið stóð fyr- ir þennan dag var heimsókn elsta sonar Trump, Donald Trump Jr., til Mississippi. Á fundinum var Trump Jr. spurður út í Suðurríkjafánann og svaraði með því að segjast „trúa á mikilvægi hefða“. Mississippi er eina fylki Suðurríkjanna sem enn flaggar Suðurríkjafánanum opin- berlega, en hann er hluti af fána fylkisins. Réttindi ríkjanna Fyrir utan að hafa haldið fundi á sömu héraðshátíðinni áttu Trump yngri og Reagan annað sameiginlegt: Þeir voru komn- ir til Mississippi til að slá á sömu, eða svipaða strengi, og tala við sömu kjósendurna. Eitt megininn- tak ræðu Reagan var mikilvægi réttinda fylkjanna gagnvart alrík- inu. Þeir sem hlýddu á Reagan árið 1980 velktust ekki í nokkrum vafa um að með þessu var hann að gagnrýna afskipti alríkisins af „innanríkismálum“ Suðurríkj- anna, t.d. framkvæmd kosninga. Á sjöunda áratugnum hafði alrík- isstjórnin neytt fylkisstjóra og þing í Suðurríkjunum til að afnema að- skilnaðarstefnu þá sem hafði ver- ið við lýði allt frá lokum borgara- stríðsins á 19. öld. Stuðningsmenn aðskilnaðarstefnunnar, aftur- haldssamir demókratar, svokall- aðir „Dixiekratar“, höfðu barist hatrammlega gegn breytingunum á þeim forsendum að aðskilnaðar- stefnan væri hluti af „menningu“ Suðurríkjanna, og pólitíkusar eða hæstaréttardómarar í Washington DC ættu ekkert með að skipta sér af málum sem best væru leyst heima í héraði. Staðarval fundarins var skugga- legra í ljósi þess að árið 1964 höfðu þrír baráttumenn fyrir réttindum blökkumanna verið myrtir af Kl- ansmönnum skammt frá í einu þekktasta hermdarverki sjöunda áratugarins. Umpólun Reagan vann öruggan sigur í Mississippi í kosningunum þá um haustið, og þó óvíst sé hvort kosn- ingafundurinn á héraðshátíðinni í Neshoba County hafi ráðið úr- slitum, er óumdeilt að Reagan gat þakkað sigurinn því að flokknum hafði tekist að sannfæra hvíta kjós- endur í Suðurríkjunum og stóran hluta hvítrar verkalýðsstéttar í „ryðbelti“ Miðvesturríkjanna um að snúa baki við Demókrataflokkn- um. Hvít verkalýðsstétt sem starfaði við bandarískan bílaiðnað, sem tekið hafði að hnigna á áttunda áratugnum, þótti Demókrataflokk- urinn hafa yfirgefið sig og fylktu sér undir fána Reagan. Frægasta dæmið er Macomb sýsla í Michig- an: Hvítir verkamenn sem bjuggu í Macomb sýslu og unnu við bíla- iðnað í Detroit höfðu verið ör- uggir kjósendur demókrata. Árið 1960 höfðu 2/3 þeirra kosið John F. Kennedy en árið 1980 kusu 2/3 þeirra Reagan. Síðan þá hafa repúblíkanar get- að treyst á þessa kjósendahópa. Ómenntaðir hvítir karlar í verka- lýðsstétt, íbúar hnignandi iðnað- arborga í Norðurríkjunum og þó sérstaklega íhaldssamir hvítir kjós- endur í Suðurríkjunum, hafa verið mikilvægustu stoðir flokksins. Reagan-demókratar og Trumpókratar Þeir eru líka uppistaðan í kjósenda- hópi Donald Trump. Hinn dæmig- erði Trumpkjósandi var hvítur karl sem hefur ekki lokið háskólanámi, er með tekjur undir meðallagi og býr í sveitarfélagi sem hefur orðið fyrir efnahagslegum áföllum og þar sem fátækt er yfir meðallagi. Kannanir hafa ennfremur sýnt að frá fyrstu stundu voru kjós- endur Trump í prófkjörum flokks- ins líklegri en kjósendur annarra frambjóðenda til að taka undir fullyrðingar sem einkenndust af fordómum í garð minnihlutahópa og innflytjenda. Það er ekki óvana- legt að kjósendur með kynþátta- fordóma þjappi sér með afgerandi hætti að baki einum frambjóð- enda flokksins en það hefur ekki gerst áður að sá frambjóðandi, sem rasískir kjósendur flokksins velji sem sinn mann, beri sigur úr být- um. Segja má að útnefning Trump Trumpfeðgar. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs hafa átt erfitt með að skýra heimsókn elsta sonar Trump til Louisiana á fyrsta degi hinnar eig- inlegu kosningabar- áttu. Þar sem Trump er öruggur um að vinna í Louisiana var heimsókninni líklega ætlað annað hlutverk en að tryggja atkvæði heimamanna. Myndir | Getty Höfundur sigurgöngu Repúblíkanaflokksins. „Suðurríkjastrategía“ Richard Nixon tryggði að repúblíkanar hafa átt öruggt vígi í suðurríkjum Bandaríkjanna síðan á áttunda áratugnum. KRINGLUNNI ISTORE.IS MacBook Pro Retina 13" Alvöru hraði í nettri og léttri hönnun Ótrúleg skjáskerpa Frá 242.990 kr. Við gerum betur í þjónustu með skjótum og sveigjanlegum vinnubrögðum. Ef tæki keypt hjá okkur bilar lánum við samskonar tæki á meðan viðgerð stendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.