Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016 Sakamál Skotárásina, sem átti sér stað í Iðufelli um síðustu helgi, má rekja til innbrots fyrr í mánuðinum. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Bræðurnir Marcin og Rafal Nabakowski eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa skotið á bifreið í Iðufelli um síðustu helgi með af- sagaðri haglabyssu. Mennirnir eru Íslendingar af pólskum uppruna og hafa báðir hlotið refsidóma fyrir afbrot. Annar þeirra, Rafal, hefur áður verið dæmdur fyrir hrotta- lega líkamsárás þar sem hann svipti mann frelsi sínu og neyddi meðal annars foreldra hans til þess að af- henda sér muni í eigu mannsins. Skotárásina síðustu helgi má rekja til innbrots í byrjun mánað- arins og tengist íslenskum karl- manni sem vinnur við sælgætisgerð og er um fertugt. Sá er sagður vel tengdur þegar kemur að undirheim- um Reykjavíkur og er sagður hafa stundað okurlánastarfsemi. Í stað þess að kæra innbrotið á hann að hafa stefnt hópi smáglæpa- manna á hinn meinta innbrotsþjóf. Sá féllst á að hitta hópinn fyrir utan sjoppuna í Iðufelli í Breiðholti síð- asta föstudagskvöld. Þar biðu hans tugir íslenskra smáglæpamanna. Vitni lýstu hópnum þannig að þeir hefðu verið með hvíta klúta um hálsinn, eða taubleyjur, líkt og einn sjónarvottur orðaði það í við- tali við mbl.is. Það hafa þeir líklega gert til þess að aðgreina sig frá þeim sem til stóð að ráðast á. Hinn meinti innbrotsþjófur kom á vettvang snemma á föstudags- kvöldinu en leist ekki á blikuna þegar hann sá taubleyjugengið sem beið eftir honum. Úr varð að annar bræðranna á að hafa tekið upp af- sagaða haglabyssu og skotið á bíl- inn með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu. Hinn meinti innbrots- þjófur forðaði sér þá hið snarasta. Eins og fram hefur komið í frétt- um var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð út í kjölfarið. Hinir grunuðu fundust þó ekki fyrr en nokkrum dögum síðar. Hafa bræðurnir nú verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 12. ágúst. Ekki liggur fyrir hver það var sem hleypti af. Friðrik Smári Björgvinsson, yf- irmaður rannsóknardeildar lög- reglunnar, sagðist ekki geta gefið upplýsingar um það hvort aðild Ís- lendings, sem vinnur við sælgætis- gerð hér á landi, væri könnuð sér- staklega. Þá sagði hann fórnarlamb árásarinnar vera með stöðu vitn- is, ekki væri kannað hvort hann hefði brotið af sér sjálfur í tengsl- um við málið. Þá staðfestir Friðrik að vopnið hafi fundist. Bræðurnir tveir eru nokkuð þekktir í Breiðholti og hafa oft kom- ið við sögu lögreglu. Þeir eru um þrítugt og eru sagðir nánir. Báð- ir eiga langan sakaferil að baki en Marcin, ólíkt bróður sínum, hefur ekki verið dæmdur fyrir ofbeldis- brot. Skotárásin átti sér stað við sjoppuna í Iðufelli. Mynd | Rut Bræður í gæsluvarðhaldi vegna skotárásar Bræðurnir Marcin (t.v.) og Rafal Nabakowski. Óskað eftir aðstoð Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu óskaði í gær eftir aðstoð almenn- ings vegna máls- ins þar sem nokk- ur atriði eru enn óljós. Þess vegna biður lögreglan alla þá sem telja sig hafa vitneskju um atvikið, eiga myndir af vettvangi eða myndbandsupptökur, að setja sig í samband við lögreglu. Hægt er að hringja í 4441000 eða senda tölvupóst á abending@lrh.is. Þá er einnig hægt að senda einkaskilaboð í gegnum Facebook-síðu emb- ættisins. Kynlífsánauð eða dauði í Afganistan Flóttafólk Magnea Marínós­ dóttir, alþjóðastjórnmála­ fræðingur og sérfræðing­ ur í málefnum kvenna í Afganistan, segir það ganga þvert á öll verndar­ og mannúðarsjónarmið að senda mæðgurnar Maryam Raísi og Torpikey Farrash aftur til Afganistan. Úr sk u rðu r k æ r u ne f nd a r útlendingamála í máli afgönsku mæðgnanna Maryam Raísi og Torpikey Farrash hefur enn ekki verið birtur. Þær bíða því enn í óvissu um framtíð sína, samkvæmt upplýsingum frá Arndísi Gunnars- dóttur, lögfræðingi hjá Rauða krossi Íslands. Fréttatíminn fjallaði um málið þann 8. júlí síðastliðinn. Þar kom fram að mæðgurnar hafa verið á flótta síðastliðin fimmtán ár en komu hingað til lands fyrir ellefu mánuðum eftir að hafa verið synj- að um hæli í Svíþjóð. Eftir þriggja mánaða dvöl á Íslandi var um- sókn þeirra um hæli hafnað, sem kom lögfræðingi þeirra, Arndísi Gunnarsdóttur, mjög á óvart, sér- staklega í ljósi þess að móðirin er mjög heilsuveil og minnislaus af áfallastreituröskun. Arndís kærði niðurstöðu Útlendingastofnun- ar. Verði úrskurður kærunefndar sá að mæðgunum verði ekki veitt hæli af mannúðarástæðum verða þær sendar aftur til Afganistan. Magnea Marínósdótttir og Lilja Hjartardóttir, alþjóðastjórnmála- fræðingar með sérþekkingu á málefnum kvenna í Afganistan, sendu kærunefnd útlendinga- mála áskorun um að taka málið til endurskoðunar þann 14. júlí síð- astliðinn í ljósi sérstakra aðstæðna kvennanna, sem tilheyra ofsóttum minnihlutahópi Hazara, og mjög slæmrar heilsu Torpkey. „Ofsóknum í garð Hazara hef- ur ekki linnt og þann 23. júlí síð- astliðinn gerðu ISIS liðar, sem eru sunni múslímar, sjálfsmorðsárás á friðsæmleg mótmæli þeirra í Kab- úl, 80 manns létust og 230 særðust. Hlutskipi kvenna, sem tilheyra hóp- um sem eru ofsóttir af ISIS og lenda í klóm þeirra, er kynlífsánauð og dauði. Það að senda þær mæðgur til baka til Afganistan undir þessum kringumstæðum getur jafngilt því að senda þær út í opinn dauðann, í óeiginlegum og eiginlegum skiln- ingi, og gengur þvert á öll vernd- ar- og mannúðarsjónarmið,“ segir Magnea Marínósdóttir. | hh Mæðgurnar Maryam og Torpikey bíða milli vonar og ótta eftir niðurstöðu kærunefndar útlendingamála. Mynd | Hari Fjölbreytt úrval heilsukodda FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 EINA DÝNAN OG KODDINN SEM VIÐURKENND ERU AF NASA OG VOTTUÐ AF GEIMFERÐASTOFNUNINNI Upplifðu tilfinninguna að svífa í þyngdarleysi Stillanleg heilsurúm í sérflokki T E M P U R ® H Y B R I D H E I L S U DÝ N A N Frumlegasta hönnun TEMPUR til þessa!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.