Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 76
Nýir möguleikar
í tónlistarnámi
Klassík, djass, popp og rokk hjá Tónlistarskólanum í Reykjavík og Tónlistarskóla FÍH.
Unnið í samstarfi við
Tónlistarskólann í Reykjavík.
Í fyrsta skipti í vetur munu Tón-listarskólinn í Reykjavík og Tón-listarskóli FÍH vinna náið saman og auka þannig fjölbreytni
námsins til muna. „Tónlistarskólinn
sérhæfir sig í klassískri tónlist en
FÍH í djass-, popp- og rokktón-
list. Samstarfið býður upp á nýja
möguleika, nemendur geta í meira
mæli mótað námið eftir sínum þörf-
um og áhugasviði. „Við getum því
boðið upp á mun breiðara náms-
framboð en við höfum gert,“ segir
Freyja Gunnlaugsdóttir, aðstoðar-
skólastjóri Tónlistarskólans.
Fjölbreytt samspil
Ýmislegt áhugavert er í gangi
hverju sinni hjá skólunum tveimur
sem báðir sérhæfa sig í tónlistar-
kennslu á framhaldsstigi. „Við leggj-
um mjög mikla áherslu á samspil og
samleik nemenda og að nemendur
fái reynslu af því að koma fram og
spila sem mest, það er stór partur
af skólastarfinu,“ segir Freyja. Inn-
an Tónlistarskóla FÍH er starfandi
fullskipuð stórsveit og fjölbreytt-
ir samspilshópar í djass- popp- og
rokktónlist þar sem nemendur geta
náð tökum á ólíkum stíltegundum.
Á hverjum vetri er sett upp óp-
erusýning við söngdeild Tónlistar-
skólans þar sem hljómsveit skipuð
nemendum leikur undir, allir nem-
endur söngdeildar fá tækifæri til
að taka þátt í uppfærslunum. Innan
Tónlistarskólans er einnig starf-
andi sinfóníuhljómsveit sem heldur
tónleika tvisvar á ári, við skólann er
haldin einleikarakeppni og sá sem
ber sigur úr býtum leikur einleik
með hljómsveitinni. Lögð er áhersla
á að nemendur fái fjölbreytta
kammermúsíkreynslu, píanónem-
endur leika með söng- og hljóð-
færanemendum og söngnemendur
syngja með kammerhljómsveitum
og minni samspilshópum.
„Þetta nýja samstarf býður
upp á hægt sé að setja upp stærri
sýningar, söngleiki jafnvel og að
nemendur fái fjölbreyttari samspils-
reynslu. Nemendur geta dýpkað
sína þekkingu á ólíkum sviðum, þau
sem eru að taka klassísku braut-
ina geta til dæmis tekið spunatíma,
djass- eða þjóðlagatónlistartíma
og öfugt. Nemendur geta ráðið því
hvort þeir fari djúpt í eina grein eða
læri fleiri stíltegundir,“ segir Freyja.
Tónleikar
Skólarnir eru mjög virkir í tón-
leikahaldi sem undirbýr nemendur
afar vel fyrir framtíðina, en flestir
starfandi tónlistarmenn á Íslandi
hafa lært við skólana tvo „Við
erum með opinbera tónleika víða
um borg allan veturinn, til dæmis
erum við með kammertónleikaröð
í Þjóðmenningarhúsinu og tvenna
sinfóníutónleika á hverjum vetri.
Innan Tónlistaskóla FÍH er einnig
fjölbreytt tónleikahald og söng-
dagskrár, þar er fullbúið stúdíó þar
sem nemendur geta fengið tækifæri
til að taka upp sína tónlist og læra
upptökutækni. Það er mikið um að
vera hjá okkur og starfsemin teygir
sig út um allan bæ.“ Kennarar við
skólana eru langflestir starfandi
listamenn, bæði flytjendur og tón-
skáld og tengjast því skólarnir tveir
tónlistarlífinu sterkum böndum.
Kennaradeild
Í Tónlistarskóla FÍH er boðið upp
á tveggja ára kennaradeild, sem
er hagnýtt og áhugavert nám fyrir
nemendur sem ætla sér að fara út í
hljóðfærakennslu í rytmískri tónlist.
„Námið hefur nýst nemendum vel
bæði undir frekara nám og störf
sem tónlistarkennarar.“
Enn er opið fyrir umsóknir í
skólana en sótt er um á
sameiginlegri heimasíðu þeirra:
http://tr-tfih.is/
Steiney Sigurðardóttir –
útskrifaðist úr Tónlistarskólanum
í Reykjavík fyrir ári og stundar nú
nám í sellóleik við Tónlistarhá-
skólann í Trossingen.
„Tónlistarskólinn í Reykjavík var
eins og annað heimili fyrir mig. Ég
kom alltaf beint eftir skóla og var
þar langt fram á kvöld. Fyrir utan
frábæra kennslu í hljóðfæraleik
og tónfræðigreinum er andinn í
skólanum einnig gífurlega góð-
ur og það fólk sem ég kynntist í
skólanum mun án efa fylgja mér
út í lífið. Hljómsveitarstarf Tón-
listarskólans er einstakt og vegna
margra nemenda á framhaldsstigi
fær maður tækifæri til að spila
stór hljómsveitarverk á hverri
önn.“
Birgir Steinn Theodórsson -
útskrifaðist úr Tónlistarskóla FÍH
í fyrra og stundar nú nám í
bassaleik við Jazz Institute í
Berlín
„Það eru alger forréttindi að fá
að stunda nám við FÍH. Frábærir
kennarar á háum standard. Einnig
kynnist maður frábærum hljóð-
færaleikurum og söngvurum sem
verða ævilangir vinir. FÍH undirbýr
mann mjög vel fyrir framhalds-
nám hvar sem er í heiminum.“
Pétur Björnsson – útskrifaðist úr
Tónlistarskólanum í Reykjavík í
fyrra, stundar nú nám í fiðluleik
við Tónlistarháskólann í Leipzig í
Þýskalandi
„Tónlistarskólinn í Reykjavík
hefur reynst mér ómetanlegur.
Þar lærði ég undir handleiðslu
fyrsta flokks kennara bæði hvað
varðar hljóðfærið og bóklegar
greinar. Starfið í skólanum bauð
einnig upp á samspil með stórri
hljómsveit og ýmsum kamm-
ermúsík möguleikum þar sem
maður kynntist virkt tónbók-
menntum, sem ég tel ómissandi
þátt í námi hvers hljóðfæraleik-
ara.“
Við skólana er lögð sérstök
áhersla á samleik og samvinnu
nemenda. Nemendur taka þátt í
fjölbreyttum samspilsverkefnum
allan námstímann. Innan skólanna
er starfræktur kór, strengjasveit,
blásarasveit, flautukór, klarí-
nettukór, stórsveit og sinfóníu-
hljómsveit. Innan tónlistarskóla
FÍH starfar fullskipuð stórsveit
auk fjölbreyttra samspilshópa í
jass- popp og rokk- tónlist sem og
þjóðlagatónlist.
Innan Tónlistarskólans í Reykja-
vík er starfandi Hljómsveit Tón-
listarskólans í Reykjavík sem er
fullskipuð sinfóníuhljómsveit sem
heldur tónleika að hausti og að
vori og leika nemendur við skól-
ann einleik með hljómsveitinni.
Nemendur úr báðum skólum taka
þátt í samspilsverkefnum og geta
valið sér verkefni eftir áhugasviði.
Skólarnir hafa nú tekið upp nána
samvinnu með það fyrir augum
að bjóða nemendum upp á fjöl-
breyttara námsframboð og skapa
áhugavert og skapandi námsum-
hverfi. Í skólunum koma saman
ólíkir straumar og stefnur sem
opna spennandi nýjar leiðir í tón-
listarnámi. Nemendur geta lagt
stund á klassíska tónlist, djass-
popp og rokktónlist. Námið er
góður valkostur fyrir þá nemend-
ur sem hafa áhuga á að stunda
áhugavert og skemmtilegt tónlist-
arnám og er góður undirbúning-
ur undir háskólanám í tónlist og
fjölbreytt nám og störf. Við skól-
ana kenna margir af fremstu tón-
listarmönnum landsins og nú er
nemendum frjálst að sækja tíma í
báðum skólum að vild.
Samspil og hljómsveitir
Samvinna skólanna
…skólar og námskeið kynningar 16 | amk… FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016
Aðstoðarskólastjóri.
Freyja Gunnlaugsdóttir segir námsframboðið í vetur verða mun fjölbreyttara en áður.
Brass kvintett úr Tónlistarskólanum í Reykjavík.
Katrín Guðnadóttir, Auður Skarphéðinsdóttir,Ingibjörg Ragnheiður Linnet, Helga
Mikhaelsdóttir, Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet.
Bigband. Innan Tónlistarskóla FÍH er starfandi fullskipuð stórsveit..