Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 42
Jazzhátíð Reykjavíkur stendur nú
sem hæst, en hátíðin hófst á mið-
vikudag. Harpa er heimili hátíðar-
innar og þar raðast tónleikarnir nú
upp dag eftir dag, allt þar til hátíð-
inni lýkur á sunnudag.
Það er ekki á hverjum degi sem
tveir píanistar leiða saman hesta
sína á djasstónleikum hér á landi
en það gerist í kvöld klukkan 19
þegar Sunna Gunnlaugsdóttir og
þýski píanistinn Julia Hülsmann
setjast hvor við sitt píanóið til að
leika saman eigin tónsmíðar og
leita inn á óvissar lendur spunans.
Julia Hülsmann er á mála hjá ECM
útgáfunni virtu og er margverð-
launuð fyrir leik sinn.
Aðall Jazzhátíðar er að blanda
saman íslenskri og erlendri tónlist.
Þannig mun bandaríski trommar-
inn John Hollenbeck stýra Stór-
sveit Reykjavíkur á tónleikum í
kvöld klukkan 21.20. Hollenbeck
stjórnar þar eigin verkum og sest
líka við trommusettið til að leika
með sveitinni, sem jafnan er skip-
uð einvala liðsmönnum íslenskrar
djasssenu.
Á morgun, laugardag, heldur há-
tíðin áfram, m.a. með fjölskyldu-
djassi Gretu Salóme í Hörpu-
horninu svokallaða á annari hæð
Hörpu, klukkan 15. Síðar um
kvöldið er komið að einum af að-
altónleikum hátíðarinnar að þessu
sinni, en þá mætir sænski píanist-
inn Bobo Stenson með tríó sitt í
Norðurljós. Stenson hefur á undan-
förnum árum verið einn þekktasti
djasspíanisti heims og notið mikilla
vinsælda.
Á lokadeginum eru síðan á dag-
skrá hvorki fleiri né færri en þrenn-
ir útgáfutónleikar með íslensk-
um djassi. Agnar Már Agnarsson,
Secret Swing Society og Þorgrím-
ur Jónsson kynna þá nýja útgáfu
sína. Allar nánari upplýsingar um
dagskrá Jazzhátíðar Reykjavíkur er
að finna á vefslóðinni reykjavikj-
azz.is | gt
42 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016
GOTT
UM
HELGINA
Bullandi djass um helgina
Grípandi laglínur og
taktur
Hljómsveitirnar Antimony og
Nero Deep munu troða upp á Kex
hostel í kvöld. Frítt er inn en um
stórgóða tónlistarmenn er að ræða
og má vænta þess að gestir muni
dansa og syngja með grípandi
laglínum og takti hljómsveitanna
tveggja.
Hvar? Kex Hostel
Hvenær? 21.00
Öðruvísi menntun um helgina
Róttæki sumarháskólinn hefur í vikunni
staðið fyrir ókeypis fyrirlestrum fyrir
hvern þann sem áhuga hefur á að fræð-
ast um ýmis málefni, sem ekki oft gefst
tækifæri til að kynna sér í hefðbundn-
um háskólum. Þátttaka er opin öllum
óháð reynslu, bakgrunni eða menntun
þátttakenda. Óþarfi er að skrá sig í
skólann heldur er fólki einfaldlega
frjálst að mæta í húsnæði skólans að
Suðurgötu 10.
Fyrirlestrar síðustu þriggja daga háskólans
taka á ýmsum málefnum, til dæmis hvernig
skuli byrja byltingu, staða kvenna innan íslamstrúar og reynsla doktor
Mads Gilbert við læknisstörf á Gaza-svæðinu í Palestínu.
Föstudagur: How to start a revolution, and win: Jamie McQuilkin.
Laugardagur: Brúnir Íslendingar: Viðhorf, upplifun og að tilheyra ís-
lensku samfélagi: Sanna Magdalena Mörtudóttir.
Anarkismi, syndikalismi og spænska byltingin: Jón Karl Stefánsson,
Pétur Stefánsson, Hjalti Hrafn Hafþórsson og Plume.
Sunnudagur: Women’s position within Islam: Fatíma Hussaini.
Hugleiðingar um beinar aðgerðir á Íslandi: Arna Magnúsardóttir.
The relief industry in the era of neocolonialism: What have I learned
from Gaza?: Mads Gilbert.
Rix spilar á Tivoli
Allir hústónlistaraðdáendur
landsins munu sameinast undir
þaki Tivoli bars í kvöld þar sem
enginn annan er tónlistarmað-
urinn Rix mun þeyta skífum
fram á rauða nótt. Bannað að
láta sér þetta einstaka tækifæri
framhjá sér fara. Rix er einfald-
lega maðurinn.
Hvar? Tivoli Bar
Hvenær? 23.30 Latneska Ameríka í Mengi
Tónlistararfur Mið- og Suður-Ameríku er viðfangsefni hins kólumbíska
La Maye tríós sem býður gestum Mengi í spennandi tónlistarferðalag
föstudagskvöldið 12. ágúst klukkan 12. Við sögu koma þjóðlög frá Kúbu,
Kólumbíu, Venezúela, Perú, Brasilíu og Argentínu. Hljóðheimurinn sam-
anstendur af þjóðlegum strengja- og slagverkshljóðfærum og meðlimir
tríósins syngja á þjóðtungum sínum, spænsku og portúgölsku.
Hvar? Mengi
Hvenær? 21.00
Hvað kostar? 2000 kr.
Kynngimagnað
Breiðholt
Í dag fer fram hin kynngimagnaða
hátíð Breiðholtsfestival. Búast má
við miklu fjöri en ýmisar hljóm-
sveitir munu koma fram, eins og
asdfgh og Hermigervill, kórar
munu syngja söngva og hægt verð-
ur að skoða skemmtilega myndlist.
Hvar? Skúlptúragarðinum í Ysta-
seli, Ölduselslaug og Vogaseli
Hvenær? Í dag
Einn á móti einum
Anna Júlía
Friðbjörns-
dóttir opn-
ar sýn-
inguna 1:1 í
Harbinger
galleríi við
Freyjugötu
á morgun,
klukkan 16.
Anna Júl-
ía er með
hugann
við Miðjarðarhafið en efniviður
hennar eru forsíður ferðatímarita
sem sýna ferðamannastaði við
hafið. Þær hefur hún látið prenta
á gipsplötur með purpuralit sem,
eins og litgreindir vita, er ólíkur
fjólubláum.
Purpuraliturinn tengist líka hafinu
því hann var á öldum áður gerður
með litarefni úr sæsniglum.
Staðina og litinn tengir Anna Júlía
flóttamannavanda samtímans. Tit-
ill sýningarinnar vísar í viðbrögð
Evrópulandanna sem hafa boðist
til að taka við einum flóttamanni
af Tyrkjum fyrir hvern þann sem
sendur er til baka.
1:1 er fyrsta einkasýning Önnu Júl-
íu en hún hefur lengi verið viðloð-
andi íslenska myndlist í störfum
sínum.
Þýski píanistinn Julia Hülsmann er
einn af gestum Jazzhátíðar Reykjavík-
ur. Hún kemur fram á tónleikum með
Sunnu Gunnlaugsdóttur í kvöld.
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI
SPÖNGINNI, GRAFARVOGI
SELESTE
UMGJÖRÐ Á:
1 kr.
við kaup á glerjum
GLÆSILEGAR
BORGIR Í A-EVRÓPU
Í BEINU FLUGI
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa,
fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4
daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt
að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum
uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.
BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI
Ein af fallegri borgum Evrópu, hún
er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar
sem margar eru á minjaskrá Unesco,
forna menningu og spa/heilsulindir.
Þar hefur í árhundruði blandast
saman ýmis menningaráhrif sem
gerir borgina svo sérstaka.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
GDANSK Í PÓLLANDI
Hansaborgin Gdansk er elsta og
fallegasta borg Póllands, saga
hennar nær aftur til ársins 997.
Glæsilegur arkitektúr, forn menning
og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina
að vinsælustu ferðamannaborg
Póllands.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
RIGA Í LETTLANDI
Gamli og nýi tíminn mætast í borg
sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í
Riga er virkilegt augnayndi hvert sem
litið er og setur borgina á stall með
fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst
kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs
og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku
frá maí til október.
VERÐ FRÁ 87.900.-
WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900
alla föstudaga
og laugardaga