Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 36
36 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016 að það er ljótt orð sem má helst ekki nota. Hvítir notuðu orðið sem niðrandi hugtak á nýlendutíman- um til að undiroka hóp af fólki sem var talið óæðra til þess að réttlæta slæma meðferð á Afríkubúum. Í hipp-hopp heiminum fór orðið svo að heyrast mjög mikið á nýjan leik, í nýrri útgáfu sem er nigga í stað nigger, því svartir einstaklingar fóru að taka orðið upp og eigna sér það. Breyta þannig merkingu orðsins og nota það sem tæki til valdeflingar. Sjálfri finnst mér negri ljótt orð og nota það aldrei þrátt fyrir að skilja það sem hipp-hopp heimurinn er að gera.“ Hverjir tilheyra þjóðinni? „Eftir að hafa skoðað negrahug- takið í BA ritgerðinni fannst mér mikilvægt að skoða upplifun fólks af því að alast upp með brúnan húðlit. Ég hef talað við svo mikið af fólki í gegnum tíðina sem hefur lent í svipuðum aðstæðum og ég. Það er greinilega eitthvað sérstakt við brúna einstaklinga á Íslandi og þó að það liggi beinast við að það sé húðliturinn þá langar mig til að kryfja af hverju þetta er svona.“ „Hugtakið kynþáttur hafði eins- taka sinnum verið notað frá því á 16. öld til að vísa til einstaklinga en sjaldan notað yfir hópa í heild sinni. Það var ekki fyrr en á 18. öld sem það fékk skýra merkingu í tengsl- um við mannfólk en fyrir þann tíma hafði það verið notað sem flokk- unarhugtak til að vísa t.d. í kyn- bætur og ræktun hunda og hesta. Smám saman var farið að nota hug- takið til að flokka fólk í aðgreinda hópa út frá útlitseinkennum og húð- lit. Meðfram þeirri þróun fæddist sú hugmynd að fólk af ólíkum kynþátt- um væri eðlinu samkvæmt öðru- vísi. Þrátt fyrir að ákveðinn hluti almennings trúi þessu enn hefur þessi hugmynd verið afbyggð af vís- indunum, líffræðilega á þetta ekki við nein rök að styðjast, því það er svo lítið af erfðamenginu okkar sem stjórnar húðlit fólks. Það þarf miklu meiri aðgreiningu til að geta talað um ólíka kynþætti, munurinn er ekki líffræðilegur heldur félags- legur. Þessi hugmynd um eðlislega ólíka kynþætti er svo slæm því það hefur haft svo gífurlegar félagslegar afleiðingar fyrir okkur að trúa því að við séum í eðli okkar ólík,“ segir Sanna og bendir á að í framhaldinu sé hægt að velta fyrir sér hugtak- inu þjóð, hvað geri okkur að þjóð, hver fái að tilheyra henni félagslega og hver ekki. „Þó að fólk sé ekki að meina neitt neikvætt með þessari forvitni þá lít ég á þetta sem visst ferli til staðsetja mann utan þjóðarí- myndarinnar. Sú ímynd byggir á hugmynd um einsleitan hóp af fólki og þess vegna get ég ekki verið ís- lensk í hugum fólks, það bara pass- ar ekki og þess vegna verð ég alltaf að útskýra hver ég er. Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að fræða og upplýsa fólk um þessi hugtök sem móta samfélagið svona mikið.“ „Allt í einu fór ég að hugsa um það afhverju ókunn- ugt fólk gengur upp að mér til að spyrja hvaðan ég sé eða til að snerta á mér hárið.“ Sanna Magdalena Mörtudóttir vinnur að mastersrannsókn í mannfræði við HÍ undir handleiðslu Kristínar Lofts- dóttur. Vinnuheiti hennar er Brúnir Íslendingar. Viðhorf, upplifun og að tilheyra íslensku samfélagi. REIKNISTOFA BANKANNA | Höfðatorg | Katrínartúni 2 | 105 Reykjavík | Sími: 569 8877 | www.rb.is Á R N A S Y N IR 100% ÁSTRÍÐA VERTU KLÁR 27. ÁGÚST 2016 Eitt flottasta götuhjólamót landsins, RB Classic Skráning og nánari upplýsingar www.rbclassic.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.