Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 59

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 59
„Síðasta bíómynd sem ég horfði á var gamla Ghostbusters myndin frá 1984. Ég þurfti að ná mér niður eftir að hafa farið á nýjustu myndina í bíó, sem voru gríðarleg vonbrigði. Áfram stelpur og allt svoleiðis, en það er bannað að endurgera klassík eins og þessa og leyfa útkomunni að verða eins og Joel Schumacher hafi komist í hana, eins og Batman-lestarslysin eftir meistaraverk Tim Burton. Annars á ég í erfiðu röskunar- sambandi við Netflix þessa dag- ana. Ég er búin með Bloodline, The Affair, Rectify og Stranger Things. Ég er að hugsa um að horfa bara aftur á Bloodline því það er eiginlega það besta sem ég hef séð. En þess á milli halda Barnaby, Lewis og Poirot mér góðri. Tiltekt fer yfirleitt fram undir Simpsons, ég á það til að sofna við Simpsons og fara út með hundinn undir leiðsögn Simpsons. Ástandið er orðið þannig að ég þarf ekki að horfa á þættina, það nægir mér að hlusta á þá. Niðurstaðan er sumsé að ég les sennilega of lítið.“ Sófakartaflan Sunna Valgerðardóttir fréttamaður „Barnaby, Lewis og Poirot halda mér góðri“ Gripið til örþrifaráða Netflix – Zack and Miri Make a Porno. Zack og Miri hafa verið vinir frá því í barnæsku og ákveða í sam- einingu að grípa til örþrifaráða vegna blankheita. Þau ákveða að búa til klámmynd og fá til liðs við sig fleiri aðila og er ætlun þeirra að stórgræða á kvikmynda- gerðinni. Þegar Zack og Miri eru svo komin fyrir framan mynda- vélarnar átta þau sig á því að það er eitthvað meira en bara vinátta á milli þeirra og það flækir málin umtalsvert. Bellurnar snúa aftur Stöð 2 klukkan 20.45 Pitch Perfect 2 Gamanmynd frá 2015 með þeim stöllum Anna Kendrick, Rebel Wilson, Elizabeth Banks og fl. Söngsveitin skemmtilega The Barden Bellas er mætt á svæðið aftur í sama stuðinu og síðast. Nú ákveða stelpurnar í söngflokkn- um The Barden Bellas að taka þátt í sjálfri heimsmeistarakeppni söngsveita, en í þeirri keppni hefur bandarískum hópum aldrei tekist að sigra. Það kemur líka fljótlega í ljós að hinar grúppurnar í keppn- inni eru mun sigurstranglegri en Bellurnar og ef þær eiga að eiga minnstu möguleika á að enda í toppsæti verða þær að koma með eitthvað alveg nýtt og ferskt. Aftur í klassíkina Sunna þurfti að horfa á Ghostbusters frá 1984 til þess að ná sér niður eftir misheppnaða endurgerðina. Mynd | Rut Bjargar barni í vanda Netflix Tullulah Ellen Page leikur unga konu sem bjargar barni frá móður sem van- rækir það og lætur sem hún eigi barnið sjálf. Myndin fékk mjög góðar viðtökur á Sundance-kvik- myndahátíðinni. Handritshöfund- urinn og leikstjórinn vann áður við að skrifa Orange is the New Black. „Ástandið er orðið þanni g að ég þarf ekk i að horfa á þættin a, það nægir mé r að hlusta á þá.“ Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðar- erindið. Það er kraftur Guðs sem frelsar hvern þann mann sem trúir... www.versdagsins.is …sjónvarp11 | amk… FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.