Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 12.08.2016, Page 59

Fréttatíminn - 12.08.2016, Page 59
„Síðasta bíómynd sem ég horfði á var gamla Ghostbusters myndin frá 1984. Ég þurfti að ná mér niður eftir að hafa farið á nýjustu myndina í bíó, sem voru gríðarleg vonbrigði. Áfram stelpur og allt svoleiðis, en það er bannað að endurgera klassík eins og þessa og leyfa útkomunni að verða eins og Joel Schumacher hafi komist í hana, eins og Batman-lestarslysin eftir meistaraverk Tim Burton. Annars á ég í erfiðu röskunar- sambandi við Netflix þessa dag- ana. Ég er búin með Bloodline, The Affair, Rectify og Stranger Things. Ég er að hugsa um að horfa bara aftur á Bloodline því það er eiginlega það besta sem ég hef séð. En þess á milli halda Barnaby, Lewis og Poirot mér góðri. Tiltekt fer yfirleitt fram undir Simpsons, ég á það til að sofna við Simpsons og fara út með hundinn undir leiðsögn Simpsons. Ástandið er orðið þannig að ég þarf ekki að horfa á þættina, það nægir mér að hlusta á þá. Niðurstaðan er sumsé að ég les sennilega of lítið.“ Sófakartaflan Sunna Valgerðardóttir fréttamaður „Barnaby, Lewis og Poirot halda mér góðri“ Gripið til örþrifaráða Netflix – Zack and Miri Make a Porno. Zack og Miri hafa verið vinir frá því í barnæsku og ákveða í sam- einingu að grípa til örþrifaráða vegna blankheita. Þau ákveða að búa til klámmynd og fá til liðs við sig fleiri aðila og er ætlun þeirra að stórgræða á kvikmynda- gerðinni. Þegar Zack og Miri eru svo komin fyrir framan mynda- vélarnar átta þau sig á því að það er eitthvað meira en bara vinátta á milli þeirra og það flækir málin umtalsvert. Bellurnar snúa aftur Stöð 2 klukkan 20.45 Pitch Perfect 2 Gamanmynd frá 2015 með þeim stöllum Anna Kendrick, Rebel Wilson, Elizabeth Banks og fl. Söngsveitin skemmtilega The Barden Bellas er mætt á svæðið aftur í sama stuðinu og síðast. Nú ákveða stelpurnar í söngflokkn- um The Barden Bellas að taka þátt í sjálfri heimsmeistarakeppni söngsveita, en í þeirri keppni hefur bandarískum hópum aldrei tekist að sigra. Það kemur líka fljótlega í ljós að hinar grúppurnar í keppn- inni eru mun sigurstranglegri en Bellurnar og ef þær eiga að eiga minnstu möguleika á að enda í toppsæti verða þær að koma með eitthvað alveg nýtt og ferskt. Aftur í klassíkina Sunna þurfti að horfa á Ghostbusters frá 1984 til þess að ná sér niður eftir misheppnaða endurgerðina. Mynd | Rut Bjargar barni í vanda Netflix Tullulah Ellen Page leikur unga konu sem bjargar barni frá móður sem van- rækir það og lætur sem hún eigi barnið sjálf. Myndin fékk mjög góðar viðtökur á Sundance-kvik- myndahátíðinni. Handritshöfund- urinn og leikstjórinn vann áður við að skrifa Orange is the New Black. „Ástandið er orðið þanni g að ég þarf ekk i að horfa á þættin a, það nægir mé r að hlusta á þá.“ Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðar- erindið. Það er kraftur Guðs sem frelsar hvern þann mann sem trúir... www.versdagsins.is …sjónvarp11 | amk… FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.