Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 72

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 72
Framvegis -miðstöð símenntunar býður upp á raunfærnimat gagn- vart námskrá Tölvubrautar Upp- lýsingatækniskólans. Raunfærn- imat getur hentað þeim vel sem hafa starfað í faginu og vilja bæta við sig menntun. Hvað er raunfærnimat? Raunfærnimat er mat á þeirri hæfni og þekkingu sem einstak- lingur býr yfir. Færni má ná með ýmsum hætti, til dæmis starfs- reynslu, starfsnámi, frístundum, námi, félagsstörfum og fjöl- skyldulífi. Mat á raunfærni byggir á þeirri hugmynd að allt nám sé verðmætt og að það sé skjalfest. Þátttökuskilyrði raunfærnimats Einstaklingar 23 ára og eldri, með litla formlega menntun, sem hafa Sálfræðingar Litlu KMS sinna þessum vanda: Námskeið hjá Litlu Kvíðameðferðastöðinni: Raunfærnimat starfað í faginu í a.m.k. 3 ár geta farið í gegnum raunfærnimat. Af hverju að taka raunfærnimat? Raunfærnimat gefur einstak- lingum skýra mynd af þekkingu þeirra á tilteknu sviði. Það getur skipt sköpum fyrir skólagöngu viðkomandi, kjósi hann að hefja nám að nýju. Einstaklingur getur lokið námi í þeirri grein sem mat á raunfærni fór fram í og tekur þá eingöngu þau námsfög sem upp á vantar. Raunfærnimatið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Frekari upplýsingar veitir Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi í síma 581 1900 eða radgjof@framvegis.is. Kvíði Aðskilnaðarkvíði Ofsakvíðaköst Félagsfælnisröskun Frammistöðukvíði Samskiptakvíði Áráttu- þráhyggjuröskun Vægt til miðlungs þunglyndi Almenn vanlíðan Börn/ungmenni sem eru félags- lega einangruð Börn/ ungmenni sem eru of háð tölvu, síma eða sjónvarpi Lágt sjálfsmat Börn með ADHD Foreldrastuðningur/uppeldis- ráðgjöf Ef vandinn er óljós má biðja um stutt símaviðtal með því að senda tölvupóst á kms@kms.is eða panta greiningarviðtal til að fara yfir málin og fá hugmyndir að meðferð eða tilvísun á réttan stað. Heimasíða okkar er litlakms.is. Sálfræðingar Litlu KMS skima einnig fyrir athyglisbresti með/án ofvirkni og einhverfurófi ef ástæða er til en taka ekki að sér að full- greina slíkar raskanir eða meta þroskafrávik. Í slíkum tilvikum vís- um við á aðra sérhæfða aðila. Hér til hliðar eru nokkur námskeið sem verða í boði í haust. Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna á heimasíðunni www.litlakms. is. Unnið er að því þau námskeið sem uppfylla ákveðin skilyrði verði niðurgreidd með frístundastyrkjum sveitarfélaganna. …skólar og námskeið kynningar 12 | amk… FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016 Metnaðarfull þjónusta. Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur og samstarfsfólk hennar hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni sinnir börnum og unglingum. Annað tækifæri. Einar Sigurðsson kláraði aldrei tölvunám sitt í Iðnóskólanum á sínum tíma, Nú hefur hann fengið annað tækifæri til að ljúka prófum eftir að hann fór í raunfærnimat hjá Framvegis. Mynd | Rut.. Mæli eindregið með raunfærnimati Einar Sigurðsson fór í raunfærnimat hjá Framvegis og er í kjölfarið kominn inn í diplómanám í tölvunarfræði við HR. Unnið í samstarfi við Framvegis – miðstöð símenntunar Ég mæli eindregið með því að fólk sem hefur ekki klárað nám prófi þetta,“ segir Einar Sigurðsson. Einar er einn þeirra sem lauk ekki námi á sínum tíma en ákvað að láta slag standa á ný og fór í raunfærnimat hjá Framvegis – miðstöð símenntunar. „Ég var bara vitlaus á sínum tíma að klára ekki, það var engum öðrum um að kenna en mér,“ segir Einar sem var í tölvunámi í Iðn- skólanum án þess að ljúka próf- um. Hann hefur starfað við tölvur í áratug og vinnur nú á tölvudeild Landspítalans. „Mig vantaði alltaf að bæta við mig menntun og nú er ég kominn inn í diplómanám í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Það hentar mér vel því ég get stundað það með vinnu.“ Einar þótti koma mjög vel út úr raunfærnimatinu, betur en hann hefði kannski þorað að vona. „Það var ágætis staðfesting á því að mikið vatn hefur runnið til sjávar. Það sem ég hef kynnt mér og unnið með fékk ég metið í einingar sem ég get nýtt. Mað- ur verður að nýta sér þetta til að styrkja sig.“ Metnaðarfull sálfræðiþjónusta fyrir börn og unglinga Sálfræðingar hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni sérhæfa sig í kvíðameðferð og tilfinningavanda barna og unglinga. Unnið í samstarfi við Litlu kvíðameðferðarstöðina Litla Kvíðameðferðarstöð-in er sálfræði- og ráð-gjafaþjónusta fyrir börn, unglinga og ungmenni á aldrinum 0-20 ára. Litla Kvíða- meðferðarstöðin er rekin í sam- starfi við Kvíðameðferðarstöð- ina sem sinnir fullorðnum með kvíðaraskanir og skyld vandamál. „Við sérhæfum okkur í kvíða- meðferð og öðrum tilfinninga- vanda,“ segir Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Litlu Kvíðameðferðarstofunni. „Í því felst að við tökum að okkur að greina allar kvíðaraskanir barna, þunglyndi, áráttu þráhyggju og vinna með aðra þætti er snúa að velferð barns, svo sem svefn- vanda, lágt sjálfsmat og börnum sem eiga erfitt vegna ytri að- stæðna eins og eineltis, skilnaðar eða andláts og annarra áfalla.“ Steinunn segir að aukin eftir- spurn hafi verið eftir meðferð fyr- ir börn og unglinga. „Nú erum við orðin fimm manns sem störfum hér, flott starfsfólk og metnaðar- fullt, og getum boðið bæði upp á hópúrræði og einstaklingsviðtöl. Við höfum bætt þjónustuna til muna.“ Öryggi í samskiptum Félagskvíði er eðlileg tilfinning sem margir upplifa bæði í sam- skiptum við aðra og eins þegar athygli annarra beinist að okkur. Þetta námskeið ætlað börnum og ungu fólki sem upplifir hamlandi kvíða og óöryggi í samskiptum og félagslegum aðstæðum. Á námskeiðinu verður meðal annars unnið með eftirfarandi: • Samskipti við jafnaldra eða kennara („smalltalk“, hrós, að taka gagnrýni, tjá skoðanir o.m.fl.) • Leiðir til að kynnast nýju fólki • Frímínútur • Tengsl við jafnaldra • Símtöl, strætó, seinkomur í skóla o.s.frv. • Leiðir til að draga úr kvíða í fyrirlestrum og hópverkefnum Tilfinningastjórn fyrir ungmenni (Díalektísk atferlismeðferð) Þetta námskeið er fyrir unglinga og ungt fólk á aldrinum 13-19 ára sem eiga í miklum erfiðleik- um með að tempra geðshrær- ingar eins og reiði, kvíða, depurð, skömm og afbrýðisemi. Þessar tilfinningasveiflur hafa margvísleg áhrif á hegðun og samskipti við fjölskyldumeðlimi, vini og kennara. Algeng birtingar- mynd vanlíðunar hjá þeim sem gagnast þessi meðferð er: • Sjálfsskaði • Skapofsaköst • Samskiptaerfiðleikar • Tilfinningasveiflur • Stjórnleysi og hömluleysi sem tjáning vanlíðan Sjálfstraust í íþróttum Þetta námskeið er fyrir börn sem upplifa hamlandi kvíða á æfing- um og einnig í aðdraganda móta og á keppnum. Þessi kvíði birtist bæði í áhyggjum af frammistöðu og talsvert sterkari líkamlegum einkennum. Kvíði þessara barna veldur því jafnvel að þau forðast að mæta í keppni eða æfingar eða hætta jafnvel í íþrótt þrátt fyrir að langa að æfa áfram. Slíkur kvíði birtist m.a. í eftir- farandi einkennum: • Síendurteknum áhyggjum af frammistöðu á æfingum / keppnum • Erfiðleikum við að hugsa raunhæft um eigin getu sem og annarra í íþróttinni • Tilhneigingu til fullkomnun- aráráttu og ofurábyrgðar á gengi liðsins í hópíþróttum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.