Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 44
44 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016
Dúettinn Cyber gaf út sína
fyrstu plötu á miðviku-
daginn, en á henni blandast
saman í rapptextum barna-
efni, kynlíf og Aspen Barbí.
Cyber er skipaður þeim
Jóhönnu Rakel Jónasdóttur
og Sölku Valsdóttur sem
margir þekkja úr Reykja-
víkurdætrum.
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir
salka@frettatiminn.is
Platan er svolítið „exclusi-ve,“ ekki vegna þess að við séum algjörar tussur heldur af því við höf-um bara ekki efni á að
prenta boli eða geisladiska í miklu
upplagi,“ segir Jóhanna, en ný
plata þeirra, sem ber nafnið Crap,
kom á miðvikudag út á rafrænu
formi, en í aðeins 30 áþreifan-
legum eintökum sem seld verða
á útgáfutónleikum Cyber. „En
ef gengur vel búum við bara til
fleiri.“
Aðspurð hvað skilgreini hljóm-
sveitina vitnar Jóhanna laus-
lega í Kristmund Axel: „Við erum
tveggja manna teymi sem enginn
gat stöðvað,“ en Salka segir að öllu
gríni slepptu Cyber vera þeirra
vettvang til að feta skrýtnari og
ótroðnari slóðir en áður, þó þær
haldi sig við rappið á plötunni.
Er tónlist Cyber ólík því sem þið
hafið gert innan Reykjavíkurdætra?
Salka: „Mjög. Með Cyber finnst
mér ég hugsa meira um tónlistina
en hvernig við ætlum að setja fram
einhver pólitísk skilaboð.“
Jóhanna: „Já, við erum ekki með
nein sérstök skilaboð nema að fá
að vera til. Reykjavíkurdætur eru
búnar að vera okkar þægindara-
mmi í þrjú ár og það er áskorun að
þurfa að redda öllu sjálfur og hafa
ekki tíu manns til að segja manni
að lagið sem mann langar að gera
sé góð hugmynd.“
„Það er miklu meiri ábyrgð í að
vera einn á báti,“ segir Salka og
bætir við:
„Svo á eftir að koma í ljós hvort
það verði erfitt að aðskilja okkur.
Fólk á nógu erfitt nú þegar með
að greina á milli allra meðlima
Reykjavíkurdætra, hvað þá að það
sé önnur hljómsveit innan sveitar-
innar.“
Þær segjast spenntar og stressað-
ar í bland að halda uppi tónleikum
tvær síns liðs en ekki tylft eins og
með Reykjavíkurdætrum.
Cyber segja möguleikana enda-
lausa í rappinu, enda sé hægt að
rappa við hvaða tónlist sem er og
fjölmargar slóðir ótroðnar.
Á Crap vinna þær með fjöl-
breyttu tónlistarfólki. Lagið Veg-
as er til dæmis unnið með DJ Flug-
vél og Geimskipi og Mávar með
TY úr Geimförum: „Það kom á
óvart að hvert sem við leituðum
var hæfileikaríkt fólk sem var til
í að vinna með okkur,“ segir Jó-
hanna. Cyber eru ánægðar með
útkomuna og undirbúa nú útgáfu-
tónleika sína, sem verða haldnir í
stúdíói þeirra á Fiskislóð 45, þann
17. ágúst: „Það er eitthvað nýtt við
þessa plötu,“ segir Salka.
Crap má nálgast á SoundCloud,
Spotify og Tidal.
Tveggja kvenna teymi
sem enginn gat stöðvað
Textar Cyber:
„Mínir eru eiginlega ekki um neitt, ég er ekki með neitt markmið með textunum
mínum fyrir utan þeir séu skemmtilegir,“ segir Jóhanna, en Salka er á öðru máli.
„Ég pæli mjög mikið í textunum mínum, ég vann til dæmis mikið með að blanda
saman barnalegum hlutum og næstum of grófum hlutum í bland, til að búa til
andstæður á milli þeirra.“
Hljómsveitin Cyber er óhrædd við að
fara skrýtnar og ótroðnar slóðir.
Mynd | Hrefna Björg Gylfadóttir
Texti eftir Sölku:
Plánetur hreyfast í hringi og ég kyngi
alltaf
Ég hringi oft og enginn svarar, nema
suma betri daga
Segi: „Halló pabbi, halló mamma, plís
ekki fara!“
Ég er á uppleið
Og mér leiðist
Texti eftir Jóhönnu:
Oh lordie ég er tardy
„Gurl etter brahh eitthvað teiti“
neigh what er zetta partý
Whooop imma chug Bacardi
Damn ég gleymdi deiti
„gurl das er allt í dandý“
nah bisch, hvar er þessi heiti
OMÆGAHHD ég sendi óvart skeyti
Um þessar mundir
standa yfir tökur á
stuttmyndinni Örlög
á Eskifirði. Leikstjóri
myndarinnar, Elsa
G. Björnsdóttir, er
ættuð frá Stöðvarf-
irði en tökuliðið er
fámennt og leitar
eftir starfsfólki til að aðstoða við
að klára tökurnar. Elsa, leikstjóri
myndarinnar, er heyrnarlaus
og það eru margir leikaranna í
myndinni líka. Áður hefur Elsa
unnið til verðlauna fyrir stutt-
myndina Sagan endalausa.
„Við gerðum gjörning á
Breiðholt Festival í fyrra þar sem
Breiðhyltingar skrifuðu óskir sín-
ar á tauefni sem við strengdum á
bönd. Þetta er hefð sem er upp-
runnin í Japan og okkur fannst
falleg. Í ár gerum við ljósmynda-
verk úr óskunum í samstarfi við
Birki Brynjarsson ljósmyndara
og endurtökum jafnframt
gjörninginn með aðeins öðru
sniði,“ segir Ragnheiður Harpa
Leifsdóttir um verk sitt „Óskir
Breiðhyltinga,“ sem verður hluti
af dagskrá Breiðholt Festival á
sunnudag.
„Óskirnar voru allt frá því að
óska þess að Breiðholt Festival
yrði endurtekið að ári, til þess
að óska heimsfriðar. Það er svo
mikilvægt að orða óskir sínar og
vonandi hafa margar þeirra ræst
síðasta árið,“ segir Ragnheiður.
Það er í það minnsta ljóst að
ein óskanna rætist í ár, enda
verður Breiðholt Festival haldið á
sunnudaginn. | sgþ
Óskir Breiðhyltinga
eru jafn mismunandi
og þeir eru margir.
Íþróttalýsingar
Leslie Jones hafa
vakið athygli.
Óskir Breiðhyltinga rætast um helgina
Mikilvægt að orða óskir sínar
Leita að starfsfólki
fyrir stuttmynd
Ghostbusters-leikkonan Leslie Jo-
nes hefur átt í misjöfnu sambandi
við Twitter í gegnum tíðina, en
hún tók sér pásu frá miðlinum
eftir mikið rasískt og kvenfjand-
samlegt áreiti sem hún varð fyrir
þar. Hún er nú snúin aftur og
rúmlega það, en í vikunni hóf
hún að lýsa ólympíuleikunum úr
stofunni heima hjá sér á Twitter.
Föðurlandsást, húmor og hreint
brjálæði skín í gegn í bráðfyndn-
um myndböndum sem hún tístir,
þar sem hún meðal annars spyr
sig hvort fimleikamennirnir geti
breikdansað eða dáist að þriggja
barna móður í blaki með orðun-
um: „SO. DAMN. WARRIOR.“
Lýsingar hennar hafa vakið
athygli fjölmargra, en NBC-sjón-
varpsstöðin var fljót að grípa gæs-
ina og bjóða Leslie til Ríó að lýsa
leikunum fyrir hönd stöðvarinn-
ar. Þangað er hún komin í dag þar
sem hún mun fylgjast með sundi,
blaki, fimleikum og hlaupi. | sgþ
Leslie Jones er mætt
á ólympíuleikana
Bráðfyndnar íþróttalýsingar Ghostbusters-stjörnu