Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 26
26 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016 og er með minni matarlyst en þarf samt á sama tíma að vera að vigta sig. Þegar mað- ur fer á vigtina fyrir mót og er of léttur þá er það alveg mega svekkelsi. „Oh, damn!“,“ segir Fanney. Þuríður: „Oft þarf maður nefnilega að þyngja sig til að verða sterkari. Maturinn skiptir líka miklu máli. Að borða rétt. Þetta er eitthvað sem hefur alveg verið minn helsti vandi: að vera oft á tíðum of létt! Finnst ykkur nóg fjallað um sterkar konur í þeirra íþróttum? Arnhildur: Það hefur aukist undanfarið, en það mætti alveg vera meira. Fanney: Já, ég myndi jafnvel segja að það sé meira fjallað um konur í kraftlyftingum en karla. „Já, líka í CrossFit. Við erum með svo mik- ið af góðum konum í þessari íþrótt. Erum til dæmis með tvær konur sem hafa verið heimsmeistarar,“ segir Þuríður. „Það er mikill áhugi á kvennabardögum í MMA og margir segja jafnvel að kvennabar- dagarnir séu skemmtilegri að horfa á, kon- urnar eru sneggri og oft grimmari,“ segir Sunna og hlær. Lyftir nærri tvöfaldri líkams­ þyngd sinni eins og ekkert sé Þuríður Erla Helgadóttir er 25 ára gömul CrossFit stjarna og Norðurlanda- meistari í -58 kg. flokki kvenna í ólympísk- um lyftingum. Hún hefur verið að keppa á heimsmeist- aramótum CrossFit frá árinu 2011, og var ein af aðeins fimm keppendum af Evrópu- og Afríkusvæði sem komust á heimsleikan- ana í CrossFit árin 2012, 2015 og 2016. Heimsmeistari þrjú ár í röð Fanney Hauksdóttir er tuttugu og þriggja ára kraftlyftingakona úr Gróttu sem var heimsmeistari unglinga í bekk- pressu árin 2014 og 2015. Þá varð hún Evrópumeistari í bekkpressu á síðasta ári í 63 kg flokki fullorðinna og nýverið tók hún þátt á heimsmeistaramóti full- orðinna í Suður-Afríku þar sem hún varð heimsmeistari í klassískri bekkpressu. Þess má geta að Fanney og Arnhildur hafa verið vinkonur frá tveggja ára aldri. Sterkar konur drífa sterkar stelpur áfram Arnhildur Anna Árnadóttir úr Gróttu á Íslandsmet í hnébeygju í opnum flokki, þar sem hún lyfti 200 kg, og í réttstöðu- lyftu með 195 kg. Á Evrópumóti unglinga í Ungverjalandi í fyrra hlaut hún þrenn bronsverðlaun fyrir árangur sinn í hné- beygju, réttstöðulyftu og bekkpressu. Hún keppti á árinu í fyrsta sinn í kraft- lyftingum án útbúnaðar, og varð bik- armeistari kvenna. Best í hörðum íþróttum Sunna Rannveig Davíðsdóttir er fyrsta íslenska konan til þess að fá atvinnumanna- samning í MMA-íþróttinni. Samningur- inn er til þriggja ára við Invicta Fighting Championship. Sunna er 31 árs og hefur náð þessum árangri á aðeins þremur árum í íþróttinni. Hún er þrefaldur Íslandsmeistari í brasilísku jiu-jitsu og varð Evrópumeistari áhugamanna í MMA á síðasta ári. Hún á 12 ára dóttur sem þegar er byrjuð að feta í fót- spor mömmu sinnar í Mjölni. „Þegar maður fer á vigtina fyrir mót og er of léttur þá er það alveg mega svekkelsi. „Oh, damn!“ Fanney volundarhus.is · Sími 864-2400 VERÐTILBOÐ - GESTAHÚS 25 m² með 9 m² yfirbyggðri verönd kr. 1.699.900,- án fylgihluta. kr. 1.999.900,- með fylgihlutum og byggingarnefndar teiknisetti. Grunnmynd og nánari upplýsingar á heimasíðu volundarhus.is www.volundarhus.is Vel valið fyrir húsið þitt SUMARTILBOÐ Á GESTAHÚSUM OG GARÐHÚSUM V H /1 6- 03 34 mm bjálki / Tvöföld nótun TILBOÐ - GARÐHÚS 4,7m² m/opnanlegum glugga kr. 189.900,- án fylgihluta kr. 219.900,- m/fylgihlutum 70 mm bjálki / Tvöföld nótun TILBOÐ - GARÐHÚS 9,7m² kr. 299.900,- án fylgihluta kr. 359.900,- m/fylgihlutum TILBOÐ - GARÐHÚS 4,4m² kr. 169.900,- án fylgihluta kr. 199.900,- m/fylgihlutum 34 mm bjálki / Tvöföld nótun 50% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustu- stöðvar Flytjanda. GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is ATH! 34 mm bjálki / Tvöföld nótun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.