Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 75

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 75
Unnið í samstarfi við Listdansskóla Hafnarfjarðar Listdansskóli Hafnarfjarð-ar var stofnaður árið 1994 og fagnar því 22. starfsári sínu á þessu ári. Skóla- stjórinn og eigandinn, Eva Rós Guðmundsdóttir, segir að nem- endur skólans séu 450 og þeim hafi fjölgað ár frá ári. Eva Rós er með BA gráðu í dansi frá De Montfort Uni- versity í Leicest- er og diplóma í dance studies frá Laban í London í Englandi. Ásamt Evu Rós starfa fjölmargir frábær- ir kennarar með mikla reynslu við skólann en einnig verður gestakennari í vetur líkt og undanfarin ár. Það er hin gríska Athanasia sem hefur meðal annars dansað fyrir hinn heims- þekkta þýska danshöfund Pinu Bausch. „Við erum með fjöldann allan af dansnámskeiðum í boði. Við bjóðum upp á klassískan ball- ett, tæknilegan djassdans, nú- tímadans, hip hop, barnadans fyr- ir börn frá tveggja ára aldri, mjög vinsæl silkinámskeið, skvísudans fyrir fullorðna og showdans,“ seg- ir Eva. Skólinn mun bjóða upp á nýj- ungar í vetur, að sögn Evu. „Við verðum með Húlla og Akróbat fyrir bæði fullorðna og börn, söngleikjadans, vagnaleik- fimi fyrir mæður með lítil börn og síðan sérstaka strákatíma með Gumma Elíasi,“ segir Eva og bætir við að skólinn standi fyrir vinnu- stofu í október með hinni bresku Rosinu Andrews. Dans fyrir unga, gamla og alla þar á milli Frábær aðstaða og fjölbreytt námskeið í Listdansskóla Hafnarfjarðar Fastir liðir í skólastarfinu á hverju ári er Dansbikarinn, glæsi- legar jóla- og vorsýningar, Hall- oween-partí og sleep-over. Auk þess fara nemendur í dansferð til London annað hvert ár. „Við tókum líka þátt í Evrópumeistara- mótinu í FitKid í dansi og unnum það síðasta haust. Stefnan er að taka þátt aftur á næsta ári,“ segir Eva Rós Listdansskóli Hafnarfjarðar er til húsa í Bæjarhrauni 2 í Hafnar- firði og er aðstaðan glæsileg. „Við erum með frábæra aðstöðu fyrir steggjanir og gæsanir, bæði danstíma og heitan pott. Síðan bjóðum við upp á að halda barna- afmæli með mismunandi þema í skólanum,“ segir Eva Rós. Boðið verður upp á fría prufu- tíma í skólanum dagana 31. ágúst og 1. september en nánari upp- lýsingar um skólann má finna á heimasíðu hans, listdansskolinn.is. Íslenskunámskeiðin eru sér- sniðin að hverjum vinnustað fyrir sig eins og hægt er. Sólborg Jónsdóttir deildarstjóri hjá Mími. Listdansskóli Hafnarfjarðar mun bjóða upp á nýtt námskeið í vetur fyrir börn frá tveggja til tólf mánaða aldurs. „Börn þurfa mikið að hreyfa sig og hafa gaman af því. Þau læra í gegnum hreyf- inguna sem síðan verður sjálf- virk athöfn til dæmis að hjóla er eitthvað sem barnið lærir og það verður síðan sjálfvirkt, barnið þarf ekki að hugsa um pedalana og hvernig það á að nota þá. Í stimulastik er verið að hafa áhrif á skynfærin, að þau vinni jafnt saman, það er jafnvægi, snerti- skyn og stöðuskyn, vöðvar, sinar og bein. Foreldrar læra æfingar Stimulastik fyrir ungabörn og leiki sem hægt er að gera heima. Æfingin skapar meist- arann. Við sem foreldrar getum haft heilmikil áhrif á það hvern- ig barninu okkar gengur í lífinu. Lengi býr að fyrstu gerð. Þetta námskeið er til dæmis gott fyrir börn með eyrnabólgu og fyrir- bura,“ segir Eva Rós og bætir við kennari á námskeiðinu sé Hafdís Sigríður Sverrisdóttir, iðjuþjálfi og vinnuvistfræðingur. „Hún hefur sérhæft sig í hreyfiþroska barna. Einnig er hún menntuð TeBa Therapeut, en sú þekking gengur út á tengslamyndun ungbarns og móður,“ segir Eva Rós. …skólar og námskeið kynningar15 | amk… FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016 Við stjórnvölinn Eva Rós Guðmundsdóttir er skólastjóri og eigandi Listdansskóla Hafnarfjarðar. Mynd | Rut Sólborg Jónsdóttirn, deildarstjóri hjá Mími. Mynd | Rut Stórfenglegt. Sýningar skólans eru stórkostlegt sjónarspil. Mynd | Jenný Boðið verður upp á fría prufutíma í skólanum daga na 31. ágúst og 1. september. Íslenska í lífi og starfi – hagur allra Mikilvægt að fólk fái tækifæri til þess að læra í vinnunni. Unnið í samstafi við Mímir. Eftirspurn eftir íslensku-námskeiðum fyrir starfs-fólk af erlendum uppruna hjá hjá Mími-símenntun hefur aukist mikið að undanförnu. Fleiri fyrirtæki vilja styrkja starfs- fólk sitt og leggja sitt af mörkum til að það læri málið og eflist þar með bæði í starfi og persónu- lega. „Þetta er bæði ánægju- legt og hrósvert. Við reynum að leggja áherslu á að flæði sé á milli kennslustofunnar og vinnustaðar- ins þannig að undirbúningur fer fram á vinnustaðnum og tengilið- ur til staðar sem starfsmaðurinn getur leitað til. Nemendur undir- búa svo fjölbreytt og skemmti- leg samskiptaverkefni sem þeir leysa á vinnustaðnum í samvinnu við samstarfsmenn sína,“ segir Sólborg Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Mími. Íslenskunámskeiðin eru sér- sniðin að hverjum vinnustað fyrir sig eins og hægt er. „Við förum inn á starfstengdan orðaforða. Fólk er fljótt að tileinka sér sér- hæfðan og sérstakan orðaforða varðandi tæki og tól en það sem vantar frekar er að er að þjálfa samskipti á vinnustað þannig að fólk geti spjallað við vinnufélag- ana, beðið um frí eða biðja um að einhverju sé breytt. Einnig öðlast sjálfstraustið til að fá útskýringar eða segja frá sínum hugmyndum. Oft er mikill mannauður fólginn í erlendu starfsfólki því það hefur kannski nýja sýn á hlutina. Ávinn- ingurinn er því mikill. „Vinnustaðirnir geta stuðlað að því að hjálpa fólki við að fóta sig í nýju landi, fólk verður virkari sam- félagsþegnar á öllum sviðum ef Náms- og starfsráðgjöf hjá Mími Náms- og starfsráðgjöf er hluti af þjónustu símenntunarstöðva í framhaldsfræðslunni. Ráðgjöfin er endurgjaldslaus fyrir markhópinn og öllum frjálst að panta einstak- lingsviðtal. Hjá Mími starfa öflugir náms- og starfsráðgjafar sem mæta einstak- lingnum á hans forsendum og aðstoða við að finna leiðir í námi og/eða þróun starfsferils. Einnig verður hópráðgjöf í boði í vetur fyrir alla þá sem sækja íslensku- námskeið hjá Mími. Góður undirbúningur Mímir býður upp á fjölbreytt nám fyrir þá sem eru með litla formlega menntun. Vinsælar námsleiðir eru til að mynda Grunnmenntaskólinn sem hentar þeim sem vilja byrja aftur í skóla og er góður grunnur fyrir meira nám. Almennar bók- legar greinar er hentugt nám fyrir þá sem stefna á t.d. iðnnám og vilja ljúka almennum bóklegum fögum. Menntastoðir eru frábær kostur fyrir þá sem vilja fara í háskóla en hafa ekki stúdentspróf. Nám í Menntastoðum veitir aðgang að undirbúningsdeildum háskólanna HR, Keili og Bifröst. Einnig er boðið upp á ýmis námskeið fyrir fólk sem hefur áhuga á ákveðnum starfs- vettangi, til dæmis ef fólk vill vinna með börnum eða í ferðamannageir- anum. það fær tækifæri til þess að læra í vinnunni,“ segir Sólborg. Nám- skeiðin geta farið fram á vinnu- tíma að öllu eða einhverju leyti. Styrkir eru veittir til þess að halda slík námskeið, til dæmis hjá Starfsafli og aðstoðar Mímir vinnustaði við að sækja um styrk- ina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.