Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016 Ísafjörður hefur tapað 4,7 milljörðum króna Fyrir kvótakerfið var verðmæti landaðs afla í þeim sveitarfélög- um sem nú mynda Ísafjarðarbæ um 7,86 prósent af heildarverð- mæti alls afla á landinu. Í fyrra var landaður afli í Ísafjarðarbæ aðeins 4,51 prósent af heildinni. Mismunurinn jafngildir um 4,7 milljörðum króna árlega í töp- uðum tekjum eða um 1,3 milljón króna á hvern íbúa í sveitarfé- laginu. Með því að láta 15 millj- arða króna veiðileyfagjald renna til sveitarfélaga eftir lönduðu aflaverðmæti fyrir kvótakerfi myndu um 1179 milljónir renna til Ísafjarðarbæjar. Þótt það hljómi sem há upphæð er það aðeins rúmur fimmtungur af þeim tekj- um sem kvótakerfið hefur sogað út úr byggðarlaginu, aðeins hluti af þeirri auðlindarentu sem íbúar bæjarins hafa misst vegna upp- byggingar kerfisins. Kvótakerfið hefur leikið margar sjávarbyggðir illa. Auðlindarentan hefur verið færð frá þeim, aflanum land- að annars staðar, atvinna lagst af og verðmæti íbúða hríðfallið. Eftir því sem byggðarlögin hafa hrörnað hafa þau átt erfiðara með að mæta erfiðri stöðu. Ein leið til að mæta þessu er að láta sveitarfélögin njóta góðs parts af hækkandi veiði- gjöldum. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Árin 1982 til 1984 var um 7,9 pró- sent af öllu aflaverðmæti landað í bæjum sem nú tilheyra Ísafjarðar- bæ; Flateyri, Þingeyri. Suður- eyri og Hnífsdal, auk Ísafjarð- ar. Í fyrra var þetta hlutfall komið niður í 4,5 prósent af samanlögðu aflaverðmæti af Íslandsmiðum. Mismunurinn er 3,4 prósent af heildaraflanum sem jafngildir um 4,7 milljörðum króna. Það eru þau verðmæti sem vantar inn í bæjarfélagið frá því sem áður var. Íbúar í sveitarfélaginu eru nú um 3623 talsins. Tekjutapið vegna minni landaðs afla jafngildir því rétt tæplega 1300 þúsund krónum á hvern íbúa á hverju ári. Auðvitað er ekki hægt að full- yrða að allt tekjutapið megi rekja til kvótakerfisins. En skaðinn af kerfinu er umtalsverður. Vestfirðir hafa komið einkar illa út úr kerf- inu. Mikið magn af kvóta hefur verið selt úr landshlutanum. Hluti af skýringunni er að Vestfirðir liggja verr við ferskfiskmörkuðum en önnur landsvæði. Þegar minna fékkst upp úr þurrkun, salti og frystingu en ferskfiskútflutningi styrktust útgerðir sem lágu betur við þeim mörkuðum og þær höfðu bolmagn til að kaupa upp kvóta af þeim sem voru ekki eins vel í sveit settar. En þótt ekki megi rekja alla hrörnun sjávarútvegs í Ísafjarðar- bæ til kvótakerfisins er ljóst að kerfið vegur þungt. Innan þess missti sveitarfélagið um 40 pró- sent af því aflaverðmæti sem áður fór í gegnum bæinn. Á sama tíma fækkaði íbúunum úr 5101 í 3623 eða um nærri 1500 manns. Það er fækkun upp á 29 prósent á sama tíma og landsmönnum fjölgaði um 45 prósent. Ef Ísafjarðarbær hefði haldið í við fjölgun landsmanna byggju tvöfalt fleiri í Ísafjarðabæ en gera í dag. Sveitarfélagið er því ekki nema helmingurinn af því sem það væri ef það hefði haldið í við vöxt landsins alls. Kvótakerfið étur upp byggðir Þótt skýra megi hrörnun sjávar- útvegs á Vest- fjörðum með fjarlægð frá mörkuðum þá heldur sú skýr- ing illa. Það má til dæmis benda á að á sunnanverðum Vestfjörðum hefur á skömmum tíma vaxið upp fiskeldisfyrirtæki sem flytur út hátt í 1500 tonn af ferskum laxi árlega. Þá má einnig benda á byggðarlög utan Vestfjarða þar sem sjávarút- vegur hefur hrörnað hratt innan kvótakerfisins. Landaður afli á Seyðisfirði var í fyrra innan við helmingur þess sem hann var árin fyrir kvótakerfið. Bærinn hefur misst um 1,7 milljarða króna virði af sjávarfangi frá því kvótakerfið var sett á. Þetta jafngildir meira en 2,6 milljónum króna árlega á hvern íbúa. Árið 1980 bjuggu rétt tæplega eitt þúsund manns á Seyðisfirði. Ef bærinn hefði þroskast eins og Ís- land almennt ættu að búa þar í dag um 1447 manns. Seyðfirðingar eru hins vegar ekki nema 658. Meira en helmingur þeirra er fluttur burt og lifir og starfar annars staðar. Af öðrum stöðum utan Vestfjarða, sem hafa orðið fyrir þungum áföllum innan kvótakerf- isins, má nefna Húsavík og Norð- urþing, Þorlákshöfn og Ölfus og Keflavík og Reykjanesbæ. Það er ekki hægt að skýra áföll þessara Þeir sem högnuðust geta borgað fyrir skaðann Með því að láta veiðileyfagjöld renna til sveitarfélagana yrði hluti af auðlindarentunni af Íslandsmiðum aftur fluttur til fólksins sem missti hana. Kvótakerfið kom með hagkvæmni í sjávarútveginn en ekkert réttlæti. bæja og hrörnun sjávarútvegs inn- an þeirra með fjarlægð frá fersk- fiskmörkuðum. Áföll af manna völdum Það bæjarfélag sem hefur misst mest aflaverðmæti frá sér á hvern íbúa er Súðavík. Á árunum 1982 til 1984 var landað í Súðavík um 0,84 prósent af öllu verðmæti sjávarafla á Íslandi. Í fyrra var þetta hlutfall komið niður í 0,18 prósent. Þótt þetta kunni að virðast líti breyting er hún gríðarleg í ljósi þess hversu fáir búa í Súðavík. Deilt niður á 184 íbúa byggðarlagsins jafngildir þessi samdráttur rúmum 5 milljónum. Það er næstum ómögulegt að skilja slíka stærð. Ef við flytjum hana yfir á Reykvíkinga væri hún sambærileg því að 617 milljarðar hyrfu út úr hagkerfi borgarinnar. Reykjavík myndi ekki lifa það af, ekki nema í mikið breyttri og mikið hrörnaðri mynd. Og það er einmitt það sem henti Súðavík. Sem kunnugt hafa alvarlegri áföll dunið yfir Súðavík en kvóta- kerfið. Þar féll mannskætt snjóflóð sem veitti bænum þungt högg. En snjóflóðið skýrir ekki hrörnun Súðavíkur, þótt það hafi breytt bæj- arfélaginu varanlega á svo margan máta. Það sjáum við þegar við skoð- um aðrar sjávarbyggðir og sjáum sambærilegt áfall vegna hrörnunar sjávarútvegs innan kvótakerfsins. Íbúar Súðavíkur voru 387 árið 1980 og ættu því að vera um 576 í dag ef Súðvíkingum hefði fjölg- að jafn mikið og Íslendingum al- mennt. Þeir eru hins vegar aðeins 184. 68 prósent Súðvíkinga búa utan bæjarins. Tálknfirðingar hafa misst um 2,5 milljónir króna af aflaverð- mæti á mann, eða um 655 milljónir króna árlega út úr byggðarlaginu. Frá 1980 hefur Tálknfirðing- Kvótinn stækkar Reykjavík Sá útgerðarstaður sem hefur mest vaxið innan kvótakerfisins er Reykjavík. Fyrir kvótakerfi var landaður afli í Reykjavík um 7,57 prósent af heildaraflaverðmæti Íslendinga. Í fyrra var hlutfall Reykjavíkur komið upp í 16,27 prósent. Þessi aukning jafngild- ir því að til Reykjavíkur renni um 12,2 milljörðum meira af tekjum af auðlindum hafsins en fyrir kvóta- kerfi. Þar sem Reykvíkingar eru margir skiptist tekjuaukningin á marga íbúa og er því lítil á þann mælikvarða í samanburði við hlut- fallslegt tap fámennra byggðar- laga. En sogkraftur Reykjavíkur innan kvótakerfisins sýnir ágæt- lega að innan þess vaxa hest þeir stóru og síst þeir smáu. Það er ekki algilt, en það má glögglega sjá að það er meginregla. KVÓTAKERFIÐ SEM BREYTTI KRINGLUNNI ISTORE.IS Phantom 4 Fljúgandi ofurhlutur! Frá 219.900 kr. iStore Kringlunni er viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili DJI á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.