Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 28
„Goggunarröðin var sú að Danir voru fyr- irmynd, voru þróað- astir, best mennt- aðir, auðugastir og hamingjusamastir, en Grænlendingar voru andstaða alls þessa.“ Jens Heinrich. „Byggðum var bara lokað og íbúarnir fluttir á brott með valdi. Margir voru sárir og þau særindi hafa flust á milli kynslóða til barna og barnabarna. Það er ekki talað um þetta, þetta er tabú.“ Ida Matthiason. Greinin var skrifuð eftir heimsókn til Grænlands. Nánar er fjallað um Græn- land í tilefni af Alþjóðlegum degi frumbyggja 9. ágúst í Norrænu fréttabréfi UNRIC, www.unric.org/is/frettabref. Árni Snævarr upplýsingafulltrúi Sameinuðu þjóðanna Aðeins tveggja tíma sigling er frá Nuuk, höfuðstað Grænlands í sam- nefndum firði, til eyjarinnar Qoorn- oq. Á fallegum vordegi stinga litskrúð- ug húsin í stúf við gróðurlaust lands- lagið og snæviþakin fjöll í fjarska, en engan mann er að sjá á ferli. Það er engin furða því fyrir löngu ákváðu yfirvöld að íbúarnir skyldu hafa sig á brott, flestir til Nuuk. Þegar við siglum inn í innsigl- inguna til Nuuk gnæfa yfir okkur íbúðablokkir, eins og lóðrétt- ir hamrar. „Þangað fluttu- st margir íbúanna,“ segir Pétur kapteinn mér. Eitt af þeim málefn- um sem sáttanefnd, sem grænlenska landsstjórnin skipaði árið 2014, brýtur til mergjar, er sú stefna að leggja niður fámennar og afskekktar byggðir á þeim forsendum að þær væru „óhagkvæmar, óheilnæmar og gamaldags,“ samkvæmt áætlun stjórnvalda fyrir Græn- land frá því á sjöunda áratugnum. Um tíma hýsti hin alræmda „Blokk P“ 1% íbúa Grænlands en hún var stærsta íbúðarhús danska ríkis- ins þegar hún var reist 1965-1966. Sáttanefndin Hugmyndin um sáttanefndina var kynnt í kosningabaráttunni á Græn- landi árið 2014. Aleqa Hammond, þá verðandi og nú fyrrverandi for- sætisráðherra sagði þá: „Sættir og fyrirgefning eru nauðsyn til þess að segja skilið við nýlendustefnuna í landi okkar.“ Viðbrögð danskra stjórnvalda voru ótvíræð: „Við höfum enga þörf fyrir sættir,“ sagði þáverandi for- sætisráðherra Dana, Helle Thorn- ing-Schmidt. Umræðan í Danmörku snérist fyrst og fremst um hvort fjalla bæri um stjórn Dana í Grænlandi á sama hátt og stjórn hvítra manna í Suður- -Afríku, en þar var skipuð svoköll- uð sannleiksnefnd þegar apartheid- -stefnan leið undir lok. Ekki leit að sökudólgum Meðlimir sáttanefndarinnar vísa því hins vegar á bug að hún sé sam- bærileg við suður-afrísku nefndina. Úr víðáttu jöklanna í grámyglu blokkar P „Það hefur enginn viljað fara illa með Grænlendinga,“ Mogens Lykketoft „Okkar sáttanefnd er einstök að því leyti að þetta er ekki sann- leiksnefnd,“ segir Ida Matthia- sson, fulltrúi í nefndinni frá aust- ur-Grænlandi. „Þess er ekki krafist af Dönum eða fulltrúum nýlendu- stefnunnar, að þeir biðjist afsökun- ar eða greiði bætur, heldur snýst þetta meira um skilning innan grænlensks samfélags.“ Nefndarmaðurinn Jens Heinrich tekur í sama streng. „Starf nefndar- innar felst ekki í að leita að söku- dólgum,“ segir hann. „Það hefur enginn viljað fara illa með Grænlendinga,“ segir Mogens Lykketoft, fyrrverandi forseti Fol- ketinget, danska þingsins og for- seti 70. Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur haft talsvert af grænlenskum málefnum að segja sem utanríkis- og fjármálaráðherra til margra ára og formaður danska Jafnaðarmannaflokksins. „Langsamlega flest af því sem Danmörk hefur tekið sér fyrir hend- ur á Grænlandi hefur vissulega ein- kennst af landsföðurhyggju en ætíð í góðri trú,“ sagði Lykketoft í viðtali við danska blaðamanninn Martin 28 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016 Fitul’til og pr—teinr’k . . . … og passar með öllu www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.