Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 12.08.2016, Page 28

Fréttatíminn - 12.08.2016, Page 28
„Goggunarröðin var sú að Danir voru fyr- irmynd, voru þróað- astir, best mennt- aðir, auðugastir og hamingjusamastir, en Grænlendingar voru andstaða alls þessa.“ Jens Heinrich. „Byggðum var bara lokað og íbúarnir fluttir á brott með valdi. Margir voru sárir og þau særindi hafa flust á milli kynslóða til barna og barnabarna. Það er ekki talað um þetta, þetta er tabú.“ Ida Matthiason. Greinin var skrifuð eftir heimsókn til Grænlands. Nánar er fjallað um Græn- land í tilefni af Alþjóðlegum degi frumbyggja 9. ágúst í Norrænu fréttabréfi UNRIC, www.unric.org/is/frettabref. Árni Snævarr upplýsingafulltrúi Sameinuðu þjóðanna Aðeins tveggja tíma sigling er frá Nuuk, höfuðstað Grænlands í sam- nefndum firði, til eyjarinnar Qoorn- oq. Á fallegum vordegi stinga litskrúð- ug húsin í stúf við gróðurlaust lands- lagið og snæviþakin fjöll í fjarska, en engan mann er að sjá á ferli. Það er engin furða því fyrir löngu ákváðu yfirvöld að íbúarnir skyldu hafa sig á brott, flestir til Nuuk. Þegar við siglum inn í innsigl- inguna til Nuuk gnæfa yfir okkur íbúðablokkir, eins og lóðrétt- ir hamrar. „Þangað fluttu- st margir íbúanna,“ segir Pétur kapteinn mér. Eitt af þeim málefn- um sem sáttanefnd, sem grænlenska landsstjórnin skipaði árið 2014, brýtur til mergjar, er sú stefna að leggja niður fámennar og afskekktar byggðir á þeim forsendum að þær væru „óhagkvæmar, óheilnæmar og gamaldags,“ samkvæmt áætlun stjórnvalda fyrir Græn- land frá því á sjöunda áratugnum. Um tíma hýsti hin alræmda „Blokk P“ 1% íbúa Grænlands en hún var stærsta íbúðarhús danska ríkis- ins þegar hún var reist 1965-1966. Sáttanefndin Hugmyndin um sáttanefndina var kynnt í kosningabaráttunni á Græn- landi árið 2014. Aleqa Hammond, þá verðandi og nú fyrrverandi for- sætisráðherra sagði þá: „Sættir og fyrirgefning eru nauðsyn til þess að segja skilið við nýlendustefnuna í landi okkar.“ Viðbrögð danskra stjórnvalda voru ótvíræð: „Við höfum enga þörf fyrir sættir,“ sagði þáverandi for- sætisráðherra Dana, Helle Thorn- ing-Schmidt. Umræðan í Danmörku snérist fyrst og fremst um hvort fjalla bæri um stjórn Dana í Grænlandi á sama hátt og stjórn hvítra manna í Suður- -Afríku, en þar var skipuð svoköll- uð sannleiksnefnd þegar apartheid- -stefnan leið undir lok. Ekki leit að sökudólgum Meðlimir sáttanefndarinnar vísa því hins vegar á bug að hún sé sam- bærileg við suður-afrísku nefndina. Úr víðáttu jöklanna í grámyglu blokkar P „Það hefur enginn viljað fara illa með Grænlendinga,“ Mogens Lykketoft „Okkar sáttanefnd er einstök að því leyti að þetta er ekki sann- leiksnefnd,“ segir Ida Matthia- sson, fulltrúi í nefndinni frá aust- ur-Grænlandi. „Þess er ekki krafist af Dönum eða fulltrúum nýlendu- stefnunnar, að þeir biðjist afsökun- ar eða greiði bætur, heldur snýst þetta meira um skilning innan grænlensks samfélags.“ Nefndarmaðurinn Jens Heinrich tekur í sama streng. „Starf nefndar- innar felst ekki í að leita að söku- dólgum,“ segir hann. „Það hefur enginn viljað fara illa með Grænlendinga,“ segir Mogens Lykketoft, fyrrverandi forseti Fol- ketinget, danska þingsins og for- seti 70. Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur haft talsvert af grænlenskum málefnum að segja sem utanríkis- og fjármálaráðherra til margra ára og formaður danska Jafnaðarmannaflokksins. „Langsamlega flest af því sem Danmörk hefur tekið sér fyrir hend- ur á Grænlandi hefur vissulega ein- kennst af landsföðurhyggju en ætíð í góðri trú,“ sagði Lykketoft í viðtali við danska blaðamanninn Martin 28 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016 Fitul’til og pr—teinr’k . . . … og passar með öllu www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.