Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 48
Katrín Tanja
Sumarleyfisstaður:
Ísland! Núna eg er
byrjuð að sakna
þess svo að vera
heima að mér
dettur ekki í hug
að segja nokkuð
annað. Íslensk sumur
eru engu lík með fjölskyldunni og í
góðra vina hópi.
Afþreying: CrossFit! Hvort sem
það er til heilsubótar eða keppni,
þá er það fyrir alla. Maður er
alltaf að gera eitthvað nýtt á
hverjum einasta degi og sama á
hvaða aldri maður er eða formi
maður er í þá er hægt að aðlaga
hverja einustu æfingu að manni
sjálfum. Ekki að minnast á hvað
þetta er skemmtilegt!
Tónlist: Á Heimsleikunum voru
þessi þrjú lög þau sem komu mér
alltaf í rétta gírinn: Major Lazer -
Cold Water. Mø - Final Song. Zara
Larson - This one’s for you.
Fólkið mælir með…
Áslaug Arna
Sumarleyfisstaður:
Kjósin er dásam-
legur staður til að
vera á í sumarleyf-
inu sínu, þar eig-
um við fjölskyldan
sumarbústað og fátt
finnst mér dásamlegra
en að fara þangað í afslöppun.
Afþreying: Hestaferðir eru í miklu
uppáhaldi hjá mér. Ég hef ferð-
ast víða um landið og að njóta
íslenskrar náttúru á hestbaki í
góðra vina hóp er eitt það besta
sem hugsast getur.
Tónlist: Í sumarleyfinu er gott að
hlusta á íslenska tónlist, á sumr-
in fá Friðrik Dór og Nýdönsk að
heyrast mjög reglulega hjá mér.
Soffía Björg
Sumarleyfisstaður:
Látum okkur sjá.
Ég er svo mikil
heimalningur að
ég verð bara að
segja sveitin mín í
Borgarfirði sé besti
sumarleyfisstaðurinn.
Fínt að slaka þar og semja músík.
Afþreying: Út að skokka. Það er
flott svar.
Tónlist: Fullt af fínu dóti til. Þessa
stundina er ég frekar hrifin af Iggy
Pop/Josh Homme samstarfinu. Er
mikið búin að hlusta á Gardenia
af nýju plötunni. Mjög kúl.
Gott að hlaða batteríin
Það er stutt stórra högga
á milli í Reykjavík þessa
dagana: Hinsegin dagar
síðustu helgi og Menn-
ingarnótt þá næstu, svo
það er gott að muna að
hlaða batteríin á milli stórviðburða,
hafa vídeókvöld eða fara í fótabað.
Gott að skreppa í bíltúr
Nú fer sumarfríinu senn
að ljúka hjá flestum og
tilvalið að nýta tæki-
færið meðan enn er
hægt að fara í sunnu-
dagsbíltúr, til dæmis í Borgarnes á listahátíð-
ina Plan B eða bara í sund og pylsu á Selfossi.
Gott að finna sér föt fyrir haustið
Það er ekki ónýtt að
nýta helgina í flóamark-
aðaráp, en haldinn verður
flóamarkaður á Óðinstorgi
á laugardag milli 13 og 18, auk
þess sem Kolaportið góða er
alltaf opið á laugardögum og sunnudög-
um.
GOTT
UM
HELGINA
ÓTAKMARKAÐUR
LJÓSLEIÐARI
ÓTAKMARKAÐUR
FARSÍMI + 4GB
WWW.HRINGIDAN.IS - 525 2400
4.5X9MM.indd 1 2.6.2016 13:04:43