Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 50
Ég er alin upp á mjög pólitísku heimili. For-eldrar mínir voru báðir í Alþýðubandalaginu þannig ég hef ekki langt að sækja pólitískan áhuga. Ég held að það hafi blundað í mér þing- maður um langt skeið,“ segir Eva Baldursdóttir lögfræðingur sem hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. til 3. sæti í prófkjöri Samfylk- ingarinnar sem fer fram 8. til 10. september næstkomandi. Hún hefur verið varaborgarfull- trúi í sex ár og hefur starfað lengi innan flokksins, sem og starfaði með stjórnlagaráði, en vill nú ganga skrefi lengra. Hún vill kom- ast á þing og hafa áhrif. Dræmt fylgi Samfylkingarinnar dregur ekki úr henni kraftinn, þvert á móti. Hún hefur trú á hugmynda- fræði jafnaðarmennskunnar. Mikilvægt að endurnýja liðið „Við sjáum það að samfélög sem eru byggð upp á hugsjónum jafnaðarmanna eru velmegunar- samfélög, bæði í efnahagslegu og félagslegu tilliti. Módelið um sterkt velferðarsamfélag á ekki síst við á núverandi tímum í íslensku samfélagi. Þess vegna ég er mjög uggandi yfir stöðu Samfylkingar- innar,“ segir Eva en flokkurinn hefur verið að mælast með undir tíu prósent fylgi í síðustu skoðana- könnunum. „Ég vil leggja fram mína krafta til að hægt sé að vinna áfram að þessum hugsjónum og held að það sé tækifæri til að sækja fram. Kannski einmitt með því að endurnýja aðeins í liðinu. Það er mjög mikilvægt að okkar kynslóð fái málsvara á þingi og ég vil vera þessi málsvari,“ segir Eva sem er 34 ára. Hún vill sjá fleira ungt fólk á þingi, þó vissulega sé líka gott að hafa reynslubolta sér við hlið. Málefni barnafjölskyldna eru Evu hugleikin og ekki að ástæðu- lausu. „Ég er einstæð, vinnandi móðir þannig ég þekki vel þá útgjaldaliði sem fylgja því að eiga börn og að vera með marga bolti á lofti í einu. Það er strembið að vinna 100 prósent vinnu og reka heimili einn, þannig ég tengi vel við það,“ segir Eva sem efast ekki um að sú reynsla komist til með að nýtast henni, komist hún inn á þing. „Ég er fyrst og fremst að bjóða mig fram til að bæta kjör venjulegs fólks í landinu,“ bætir hún við. Eva gerir sér þó vel grein fyrir því að þingið er ekki fjölskyldu- vænn vinnustaður en hún er vön því að vinna mikið, svo það yrði ekki mikil breyting. Var eflaust til vandræða Eva segist vera mikil réttsýnis- manneskja og það blundar í henni uppreisnarseggur, sem lék laus- um hala á menntaskólaárunum. „Ég gerði víðreist á þessum tíma og var í þremur menntaskól- um. Gerði hálfgert rann- sóknar- verkefni á menntakerf- inu,“ segir hún kímin. „Það var tölu- verður mótþrói í mér, ég djammaði svolítið og hafði gaman af lífinu. Ég var eflaust eitthvað til vandræða og gerði foreldra mína gráhærða. Svo róaðist ég bara niður og ég held að foreldrar mínir séu mjög ánægðir með mig í dag. Ég reyni samt enn- þá að hafa gaman af lífinu og póli- tík er mjög skemmtileg,“ segir Eva en henni þykir ólíklegt að hægt verði að grafa eitthvað upp úr for- tíð hennar sem ekki má líta dags- ins ljós. „Ég er annars mjög lítið upptekin af því hvað fólki finnst um mig. Maður verður að standa með sjálfum sér og sínum hugsjón- um. Ég er róttæk í eðli mínu og umbótasinni og mun eflaust halda áfram að vera þannig ef ég kemst inn á þing.“ Eva hefur í seinni tíð orðið meira og meira andlega þenkjandi og er ánægð með að Besti flokk- urinn hafi komið með þá fersku vinda inn á þing að það væri í lagi að vera venjuleg manneskja í pólitík. „Maður þarf ekki lengur að vera þessi staðalímynd af karli í jakkafötum sem var kannski frekar ópersónulegur og yfirborðs- kenndur. Núna leyfist okkur að tala meira frá hjartanu og vera ein- lægari. Það var mjög góð þróun í pólitík.“ Voru með samstæð armbönd Orlando Bloom og Katy Perry hafa gert samband sitt opinbert en þau hafa verið að hittast síðan í janúar og eyða nú öllum stundum saman. Það vakti mikla athygli í seinustu viku þegar Orlando var nakinn í sólinni í sumar- fríi þeirra á Ítalíu. Nú seinast sást til þeirra saman í Los Angeles þar sem þau virtust mjög ástfangin. Orlando var hamingjusamur með fimm ára gamlan son sinn í fanginu. Það vakti sérstaka athygli að parið var með samstæð armbönd sem er krúttlegt og rómantískt. Orlando var áður giftur fyrirsætunni Miranda Kerr og á soninn með henni. Katy Perry var gift söngvaranum John Mayer í 14 mánuði en þau skildu árið 2012. Vill ekki að Miley daðri við Blake Miley Cyrus er nýjasti þjálfarinn í þáttunum The Voice og er þar við hlið Blake Shelton og félaga. Kærasta Blake, Gwen Stefani, er ekki hress með að Miley sé farin að starfa við hlið hans. Heimildarmað- ur HollywoodLife sagði: „Blake er vina- legur við alla og Gwen vill vera viss um að Miley misskilji vinahót hans ekki. Hún vill vera viss um að Miley haldi sig frá Blake og sé ekki að daðra við hann.“ Miley er þekkt fyrir að vera mikill daðr- ari en svo virðist sem hún sé yfir sig ástfangin af Liam Hemsworth þessa dagana, svo kannski eru þessar áhyggjur Gwen óþarfar. Átti að slíta öllu sambandi Eftir skilnaðinn við Tom Cruise fékk Katie Holmes forræði yfir dóttur þeirra, Suri Cruise, sem nú er orðin 10 ára gömul. Samkvæmt heimildarmanni OK magazine tók Tom því, að Katie væri með forræði, sem hann ætti bara að hætta að hitta Suri alfarið. Hann hefur því ekki séð dóttur sína í þrjú ár. Það var ekkert sem sagði að Tom mætti ekki hitta hana en talið er að Vísindakirkjan hafi farið fram á að hann myndi slíta öllu sambandi við Katie og Surie eftir skilnaðinn. Vísindakirkjan dæmir sumt fólk sem „hamlandi manneskjur“ og voru þær mæðgur taldar vera hamlandi öfl í lífi Tom svo hann hætti alveg að hafa samband við þær. Það hefur blundað í mér þingmaður um langt skeið Eva Baldursdóttir ætlar að taka slaginn og bjóða sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar. Hún vill sjá endurnýjun í hópnum. Uppreisnarseggur Eva segist vera róttækur umbótasinni í eðli sínu og ætlar að halda því áfram, komist hún á þing. Mynd | Rut …fólk 2 | amk… FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016 Það er mjög mikilvægt að okkar kynslóð fái málsvara á þin gi og ég vil vera þes si málsvari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.