Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 62
Það er mikilvægt að huga strax að bakinu hjá yngstu kynslóðinni svo ekki komi upp stoðkerfisvandamál í framtíðinni. Það er mikilvægt fyrir börn og unglinga að vera með skólatöskur sem henta þeirra stærð og þær mega alls ekki vera of þungar. Það býður upp á bak- og stoðkerfisvandamál. Þá er mikilvægt að axlarólarnar á töskunni séu rétt stilltar og stuðn- ingur sé góður. Sem betur fer þurfa yngstu börnin ekki að bera mikið af bókum og ritföngum í töskum sín- um, en þyngdin í töskunum eykst gjarnan eftir því sem barnið eldist. Hér eru 10 góð ráð til að létta byrðina: Nú fer allt að falla í ljúfa löð eftir sumarið og hin dásamlega rútína handan við hornið. Fyrir suma er þetta tilhlökkunarefni meðan öðr- um hrýs hugur yfir því að þurfa að detta í skutl, nesti, heimavinnu og annað sem fylgir vetrinum. Hér eru nokkur ráð sem hjálpa við að skipuleggja veturinn og halda vel á spilunum í amstri dagsins. -Farðu skipulega yfir það hvað börnin vantar og skrifaðu það nið- ur, jafnvel í röð þannig að það sem ríður mest á sé efst og það sem liggur minna á neðar á listann. Á barnið útiföt? Vantar það skóla- tösku? Hver staðan á vettlingum, sokkum, húfum og gammósíum? Eru kannski bara til fjórir vinstri handar vettlingar og einn hægri sokkur? -Farðu í gegnum fataskáp barnanna og taktu frá það sem er of lítið eða er ekki notað. Þannig færðu yfir- sýn yfir það hvort barnið sé tilbú- ið eða hvort það eigi kannski bara einar heilar buxur og þrenn götótt sokkapör. -Gerðu það að venju að taka alltaf til föt fyrir börnin á kvöldin eða láttu barnið gera það sjálft. Taktu líka til föt á þig sjálfa/n, það er góð tilfinning að þurfa ekki að eyða tíma að morgni í að grafa eftir buxum og skyrtum heldur ganga að fötunum vísum. Sumir segja að þessi ávani kaupi þeim meira að segja örlitla hamingju. -Hafðu fyrir reglu að skólatöskur barnanna eigi að vera tilbúnar á kvöldin. Allt sem á að fara með í skólann sé komið í töskuna og task- an tilbúin við útidyrnar. -Reynið að vera útsjónarsöm með nesti. Smyrjið slatta af samlokum til þess að eiga í frystinum, verið búin að skera niður ávexti daginn áður og geymið í boxi í ísskápnum og hafið tilbúna upp í skáp poka með rúsínum og hnetum. Þá geta börnin gripið sér nesti á leiðinni út án þess að eldhúsið fari í rúst eða þið komist í tímahrak. -Gerið matseðil fyrir vikuna þannig að þið séuð ekki að ráfa um mat- vörubúðina korter í sex á hverjum degi. Hugmyndin um eina búðar- ferð á viku og matseðil fyrir hvern dag er útópísk en heyrst hefur af fólki sem nær að framkvæma þetta nokkuð snurðulaust viku eft- ir viku. Það er allt hægt! Svo má heldur ekki gleyma því að það þarf ekki að vera heitur matur á hverju kvöldi, snarl er bara gott og gildur kvöldmatur. -Gakktu frá skráningum í tóm- stundir sem allra fyrst. Kaupið eða búið til fjölskyldudagatal þannig að allir fjölskyldumeðlimir hafi yfir- sýn yfir dagskrá hvers annars. Eft- ir því sem verður meira að gera er erfiðara að hendur reiður á kraðak- inu. En munið að það þarf að fylla inn í dagatalið, það gerir ekkert gagn hangandi upp á vegg galtómt. -Munið svo bara að týna ykkur ekki í stressi og ama yfir hinum asafulla hversdagsleika. Hann er nefnilega svo fallegur með öllu því sem hon- um fylgir. 10 ráð til að létta byrðina á bakinu Veljið rétta tösku Mikilvægt er að barnið sé með tösku sem hentar stær þess. 1 Látið barnið aldrei bera meira en 15% af eigin líkamsþyngd. Þetta þýðir að barn sem er 50 kg ætti ekki að bera þyngri tösku en 7,5 kg. 2Setjið þyngstu hlutina sem næst baki barnsins og raðið vel í töskuna þannig að bækurnar séu síður á ferðinni. 3Nota alltaf báðar axlaról-arnar. Ef aðeins önnur axl-arólin er notuð getur barnið hallað til hliðar og þannig skekkt hrygginn og valdið verkjum eða óþægindum. 4Veljið bakpoka með vel fóðruðum axlarólum. Of mikill þrýstingur á axlir og háls getur valdið óþægindum og dofa. 5Veljið rétta stærð af tösku fyrir barnið jafnhliða hversu mikið pláss skóladótið þarf. 6Stillið axlarólarnar þannig að taskan passi vel að baki barnsins. Taskan ætti aldrei að ná lengra en 10 cm fyrir neðan mitti. 7Muna að nota mittisólina, ef hún er á skólatöskunni, en hún hjálpar við að dreifa þyngd töskunnar. 8Skoðið hvað barnið er að bera í töskunni á milli skóla og heimilis. Verið viss um að það sé einungis það sem það þarf að nota þann daginn. 9Ef skólataskan er of þung, íhugið að nota tösku á hjól-um, ef barnið samþykkir. 10Þá daga sem skólatask-an er yfirhlaðin getur barnið borið bækur eða hluti í fanginu – það minnkar álag- ið á bakið. Fengið af doktor.is Undirbúið veturinn og fagnið hversdagsleikanum …skólar og námskeið 2 | amk… FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016 - hvar sem þú ert og hvert sem þú stefnir Viltu efla þig í eigin atvinnurekstri? Háskólinn á Bifröst hefur í tvo áratugi boðið upp á rekstrarnámið Máttur kvenna fyrir konur sem vilja öðlast þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja. Kennsla fer fram í fjarnámi þar sem þátttakendur geta sjálfir stjórnað því hvenær horft er á fyrirlestra og verkefni unnin, allt eftir hentugsemi hvers fyrir sig. Á tímabilinu verður boðið upp á tvær vinnuhelgar á Bifröst með kennara og samnemendum þar sem lögð er áhersla á hagnýtingu náms og hópavinnu nemenda. • Upplýsingatækni • Fjármál og bókhald • Stofunun fyrirtækja og rekstrarform • Markaðs- og sölumál Á vinnuhelgum verður ennfremur lögð áhersla á • Námstækni • Nýsköpun og frumkvöðla • Skapandi stjórnun • Framsækni og tjáningu Máttur kvenna er 13 vikna nám sem hefst með vinnuhelgi 3. september og lýkur með útskrift á Bifröst þann 29. nóvember 2016. Verð fyrir námið er 149.000 kr. og innifalið er kennsla í fjarnámi og tvær vinnuhelgar með gistingu og mat. Vinnuhelgar verða 3.-4. september og 1.-2. október 2016. Nánari upplýsingar á bifrost.is Námið byggir á fjórum kjarnanámskeiðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.