Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 46
Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Þau Lóa Bjarnadóttir og eig-inmaður hennar, Sascha Trajkovic frá Essen í Þýska-landi, reka saman ísbúðina Laugalæk sem raunar er margrómuð fyrir ljúffengar pylsur, Bratwurst og Kurrywurst, en inni í ísbúðinni er að finna ekta þýskan pylsubás. Ísbúðin gamla við Laugalæk fór á hausinn í hruninu og eftir að hafa gengið fram hjá auðu húsnæðinu um nokkurt skeið slógu Lóa og Sascha til: „Við vorum bæði atvinnulaus og hugsuðum með okkur: Hvað væri sniðugt að gera þegar ástandið er þetta? Ég, sem hef alist upp hér á Laugalæk, hef sterka tengingu við ísbúðina og fannst góð hugmynd að við myndum bara reka þetta sjálf. Úr því varð að við keyptum plássið og rekum ísbúðina í dag. Fyrsta árið vorum við bara með ís en síðan fór- um við að búa til pylsur að þýskri fyr- irmynd enda saknaði Sascha þýsku pylsanna svo mikið. Á sama tíma opnaði Frú Lauga hérna við hliðina á okkur og Pylsumeistarinn á móti. Það má því segja að nóg sé af pyls- um í Laugardal – svo ég nefni nú ekki pylsuvagninn hjá Laugardalslauginni sem hefur staðið hér í áratugi!“ Pylsugerðin var því hugmynd Sascha sem hann frumþróaði en um ekta þýskar Bratwurst er að ræða. „Pylsurnar innihalda svínsbóg og krydd en það er allt og sumt. Ekk- ert vatn og allt er án aukaefna. Síðan 46 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016 Óvæntar himnasendingar veganista Tilviljanakenndar vörur án dýraafurða Með hverjum deginum bætist í hóp þeirra sem velja að sleppa alfarið dýraafurðum í mataræði sínu. Sam- tímis verður úrval sérfæðis fyrir vegana í stórmörkuðum og veitinga- stöðum landsins æ meira. Oft getur reynst erfitt að neita sér um ýmist góðgæti, enda leynir oft á sér hvaða kextegundir innihalda afurðir dýra og hverjar ekki. Þó getur komið á óvart að ótrú- legustu vörur eru lausar við dýra- afurðir fyrir tilviljun. Fréttatím- inn tók saman nokkrar slíkar eftir ábendingum notenda Facebook-síð- unnar Vegan Ísland. | sgþ Red bull Oreo Suðusúkkulaði frá Nóa Síríusi BBQ sósa Doritos Snúðar – í það minnsta þeir sem seldir eru í Bakarameistaranum, Jóa Fel og súkkulaði- og karamellusnúðarnir í Bónus. Ritz kex Póló kex Dökkar súkkulaðirúsínur „Ég er búin að vera ansi dugleg að lesa í sumar og meðal þeirra bóka sem ég hef lesið eru Fíasól, Skúli Skelfir og Hulda Vala dýravin- ur. Skemmtilegast fannst mér þó að lesa um Fíusól í hosiló en hún er jafn gömul mér og algjör gleði- sprengja sem nýtur lífsins í botn. Samt býr hún í hrikalega her- berginu Grænalundi þar sem draugahópur hangir undir rúminu hennar. Fíasól fer þess vegna alltaf uppí rúm til Pippu, systur sinnar, þegar hún fer að sofa,“ segir Ólöf. „Það fyndnasta fannst mér samt þegar Fíasól sagði í bókinni: Ég ætla bara að borða þetta nammi! og tróð súkkulað- imola upp í sig en sagði svo „ég er hætt að borða súkkulaði, mér finnst það vont! og ég hata súrefni!“ og þá sagði Pippa, syst- ir hennar: En þú getur ekki lifað án súrefnis og þá svara Fíasól: Nei, sko súr-efni. Mér finnst þetta efni ógeðslegt!“ segir Ólöf og skell- ir upp úr. Hún segist oft ímynda sér að hún sé Fíasól þegar hún les bækurnar um hana. „En ég borða samt alveg nammi. Alltaf á föstu- dögum.“ | bg Lestrarhesturinn Ólöf, 7 að verða 8 ára Fíasól í hosiló í uppáhaldi Mynd | Rut Pylsugerðarmaðurinn á horninu: Frumþróuðu ekta þýskar Bratwurst Hjónakornin Lóa og Sascha söknuðu þýsku pylsunnar og tóku málin í sínar hendur. Þau Sascha og Lóa selja alvöru þýskar pylsur. Myndir | Rut Til vinstri má sjá ekta Bratwurst en til hægri Curry­ wurst (með karrísósu til hliðar). Ekta þýsk pylsu­ gerðar­ vél sem sneiðir pylsuna í bita. erum við með salöt sem við lögum hér og sérstaka karrísósu sem við gerum sjálf en það er líka hægt að fá sér Currywurst.“ Hjónin segja að pylsurnar hafi hreinlega slegið í gegn og margur Ís- lendingurinn geri sér sérstaka ferð til þeirra að fá sér pylsur auk þess sem þau selji pylsur í pakkningum. „Það var eiginlega hugmynd fólks- ins að selja þetta í pökkum svo það gæti grillað heima. Kartöflusalatið seljum við líka í umbúðum. Þetta er voða vinsælt. Þess má líka geta að það eru ekki bara Íslendingar sem koma hingað heldur fjölmargir Þjóð- verjar sem búsettir eru hérlendis og líta inn. Svo eru túristar farnir að líta hingað inn og það er alveg nýtt fyrir okkur.“ Bratwurst með frönsku Dijon­sinnepi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.