Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 12.08.2016, Side 26

Fréttatíminn - 12.08.2016, Side 26
26 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016 og er með minni matarlyst en þarf samt á sama tíma að vera að vigta sig. Þegar mað- ur fer á vigtina fyrir mót og er of léttur þá er það alveg mega svekkelsi. „Oh, damn!“,“ segir Fanney. Þuríður: „Oft þarf maður nefnilega að þyngja sig til að verða sterkari. Maturinn skiptir líka miklu máli. Að borða rétt. Þetta er eitthvað sem hefur alveg verið minn helsti vandi: að vera oft á tíðum of létt! Finnst ykkur nóg fjallað um sterkar konur í þeirra íþróttum? Arnhildur: Það hefur aukist undanfarið, en það mætti alveg vera meira. Fanney: Já, ég myndi jafnvel segja að það sé meira fjallað um konur í kraftlyftingum en karla. „Já, líka í CrossFit. Við erum með svo mik- ið af góðum konum í þessari íþrótt. Erum til dæmis með tvær konur sem hafa verið heimsmeistarar,“ segir Þuríður. „Það er mikill áhugi á kvennabardögum í MMA og margir segja jafnvel að kvennabar- dagarnir séu skemmtilegri að horfa á, kon- urnar eru sneggri og oft grimmari,“ segir Sunna og hlær. Lyftir nærri tvöfaldri líkams­ þyngd sinni eins og ekkert sé Þuríður Erla Helgadóttir er 25 ára gömul CrossFit stjarna og Norðurlanda- meistari í -58 kg. flokki kvenna í ólympísk- um lyftingum. Hún hefur verið að keppa á heimsmeist- aramótum CrossFit frá árinu 2011, og var ein af aðeins fimm keppendum af Evrópu- og Afríkusvæði sem komust á heimsleikan- ana í CrossFit árin 2012, 2015 og 2016. Heimsmeistari þrjú ár í röð Fanney Hauksdóttir er tuttugu og þriggja ára kraftlyftingakona úr Gróttu sem var heimsmeistari unglinga í bekk- pressu árin 2014 og 2015. Þá varð hún Evrópumeistari í bekkpressu á síðasta ári í 63 kg flokki fullorðinna og nýverið tók hún þátt á heimsmeistaramóti full- orðinna í Suður-Afríku þar sem hún varð heimsmeistari í klassískri bekkpressu. Þess má geta að Fanney og Arnhildur hafa verið vinkonur frá tveggja ára aldri. Sterkar konur drífa sterkar stelpur áfram Arnhildur Anna Árnadóttir úr Gróttu á Íslandsmet í hnébeygju í opnum flokki, þar sem hún lyfti 200 kg, og í réttstöðu- lyftu með 195 kg. Á Evrópumóti unglinga í Ungverjalandi í fyrra hlaut hún þrenn bronsverðlaun fyrir árangur sinn í hné- beygju, réttstöðulyftu og bekkpressu. Hún keppti á árinu í fyrsta sinn í kraft- lyftingum án útbúnaðar, og varð bik- armeistari kvenna. Best í hörðum íþróttum Sunna Rannveig Davíðsdóttir er fyrsta íslenska konan til þess að fá atvinnumanna- samning í MMA-íþróttinni. Samningur- inn er til þriggja ára við Invicta Fighting Championship. Sunna er 31 árs og hefur náð þessum árangri á aðeins þremur árum í íþróttinni. Hún er þrefaldur Íslandsmeistari í brasilísku jiu-jitsu og varð Evrópumeistari áhugamanna í MMA á síðasta ári. Hún á 12 ára dóttur sem þegar er byrjuð að feta í fót- spor mömmu sinnar í Mjölni. „Þegar maður fer á vigtina fyrir mót og er of léttur þá er það alveg mega svekkelsi. „Oh, damn!“ Fanney volundarhus.is · Sími 864-2400 VERÐTILBOÐ - GESTAHÚS 25 m² með 9 m² yfirbyggðri verönd kr. 1.699.900,- án fylgihluta. kr. 1.999.900,- með fylgihlutum og byggingarnefndar teiknisetti. Grunnmynd og nánari upplýsingar á heimasíðu volundarhus.is www.volundarhus.is Vel valið fyrir húsið þitt SUMARTILBOÐ Á GESTAHÚSUM OG GARÐHÚSUM V H /1 6- 03 34 mm bjálki / Tvöföld nótun TILBOÐ - GARÐHÚS 4,7m² m/opnanlegum glugga kr. 189.900,- án fylgihluta kr. 219.900,- m/fylgihlutum 70 mm bjálki / Tvöföld nótun TILBOÐ - GARÐHÚS 9,7m² kr. 299.900,- án fylgihluta kr. 359.900,- m/fylgihlutum TILBOÐ - GARÐHÚS 4,4m² kr. 169.900,- án fylgihluta kr. 199.900,- m/fylgihlutum 34 mm bjálki / Tvöföld nótun 50% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustu- stöðvar Flytjanda. GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is ATH! 34 mm bjálki / Tvöföld nótun

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.