Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 12.08.2016, Síða 36

Fréttatíminn - 12.08.2016, Síða 36
36 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016 að það er ljótt orð sem má helst ekki nota. Hvítir notuðu orðið sem niðrandi hugtak á nýlendutíman- um til að undiroka hóp af fólki sem var talið óæðra til þess að réttlæta slæma meðferð á Afríkubúum. Í hipp-hopp heiminum fór orðið svo að heyrast mjög mikið á nýjan leik, í nýrri útgáfu sem er nigga í stað nigger, því svartir einstaklingar fóru að taka orðið upp og eigna sér það. Breyta þannig merkingu orðsins og nota það sem tæki til valdeflingar. Sjálfri finnst mér negri ljótt orð og nota það aldrei þrátt fyrir að skilja það sem hipp-hopp heimurinn er að gera.“ Hverjir tilheyra þjóðinni? „Eftir að hafa skoðað negrahug- takið í BA ritgerðinni fannst mér mikilvægt að skoða upplifun fólks af því að alast upp með brúnan húðlit. Ég hef talað við svo mikið af fólki í gegnum tíðina sem hefur lent í svipuðum aðstæðum og ég. Það er greinilega eitthvað sérstakt við brúna einstaklinga á Íslandi og þó að það liggi beinast við að það sé húðliturinn þá langar mig til að kryfja af hverju þetta er svona.“ „Hugtakið kynþáttur hafði eins- taka sinnum verið notað frá því á 16. öld til að vísa til einstaklinga en sjaldan notað yfir hópa í heild sinni. Það var ekki fyrr en á 18. öld sem það fékk skýra merkingu í tengsl- um við mannfólk en fyrir þann tíma hafði það verið notað sem flokk- unarhugtak til að vísa t.d. í kyn- bætur og ræktun hunda og hesta. Smám saman var farið að nota hug- takið til að flokka fólk í aðgreinda hópa út frá útlitseinkennum og húð- lit. Meðfram þeirri þróun fæddist sú hugmynd að fólk af ólíkum kynþátt- um væri eðlinu samkvæmt öðru- vísi. Þrátt fyrir að ákveðinn hluti almennings trúi þessu enn hefur þessi hugmynd verið afbyggð af vís- indunum, líffræðilega á þetta ekki við nein rök að styðjast, því það er svo lítið af erfðamenginu okkar sem stjórnar húðlit fólks. Það þarf miklu meiri aðgreiningu til að geta talað um ólíka kynþætti, munurinn er ekki líffræðilegur heldur félags- legur. Þessi hugmynd um eðlislega ólíka kynþætti er svo slæm því það hefur haft svo gífurlegar félagslegar afleiðingar fyrir okkur að trúa því að við séum í eðli okkar ólík,“ segir Sanna og bendir á að í framhaldinu sé hægt að velta fyrir sér hugtak- inu þjóð, hvað geri okkur að þjóð, hver fái að tilheyra henni félagslega og hver ekki. „Þó að fólk sé ekki að meina neitt neikvætt með þessari forvitni þá lít ég á þetta sem visst ferli til staðsetja mann utan þjóðarí- myndarinnar. Sú ímynd byggir á hugmynd um einsleitan hóp af fólki og þess vegna get ég ekki verið ís- lensk í hugum fólks, það bara pass- ar ekki og þess vegna verð ég alltaf að útskýra hver ég er. Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að fræða og upplýsa fólk um þessi hugtök sem móta samfélagið svona mikið.“ „Allt í einu fór ég að hugsa um það afhverju ókunn- ugt fólk gengur upp að mér til að spyrja hvaðan ég sé eða til að snerta á mér hárið.“ Sanna Magdalena Mörtudóttir vinnur að mastersrannsókn í mannfræði við HÍ undir handleiðslu Kristínar Lofts- dóttur. Vinnuheiti hennar er Brúnir Íslendingar. Viðhorf, upplifun og að tilheyra íslensku samfélagi. REIKNISTOFA BANKANNA | Höfðatorg | Katrínartúni 2 | 105 Reykjavík | Sími: 569 8877 | www.rb.is Á R N A S Y N IR 100% ÁSTRÍÐA VERTU KLÁR 27. ÁGÚST 2016 Eitt flottasta götuhjólamót landsins, RB Classic Skráning og nánari upplýsingar www.rbclassic.is

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.