Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 12.08.2016, Page 10

Fréttatíminn - 12.08.2016, Page 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016 Hundaflautur og hatur Magnús Sveinn Helgason ritstjorn@frettatiminn.is Í forsetakosningunum árið 1980 var Mississippi-fylki það sem kall- að er „a swing state“: Hvorugur stóru flokkanna gat reiknað með því að vera öruggur um að sigra þar. Repúblikanaflokkurinn hafði verið í sókn um nokkurt skeið í Mississippi, líkt og öðrum ríkj- um Suðurríkjanna, en þrátt fyrir það áttu demókratar enn mikinn hljómgrunn meðal kjósenda, enda stóð flokkurinn sögulega traustum fótum í suðrinu. Í kosningunum 1976 hafði Jimmy Carter t.d. unnið Gerald Ford í Mississippi með 2 prósentustigum. Philadelphia 1980: Ronald Reagan Það var því í sjálfu sér ekkert óeðli- legt að fyrsti kosningafundur Ron- ald Reagan að loknum landsfundi væri í Mississippi. Staðurinn sem Reagan valdi fyrir þennan fund, á uppskeruhátíð Neshoba sýslu, rétt utan við bæ að nafni Philadelphia, og efni ræðunnar sem hann flutti á fundinum, réttindi fylkjanna, „states rights“, tryggði hins vegar að þessi kosningafundur rataði í sögubækurnar sem dæmi um eitt mikilvægasta stef bandarískra stjórnmála síðustu hálfa öld. Philadelphia 2016: Donald Trump Jr. Fyrsti kosningafundur frambjóð- enda í upphafi hinnar eiginlegu kosningabaráttu, sem hefst eft- ir að báðir f lokkarnir hafa lok- ið landsfundum sínum, er oftast táknrænn: Hann setur tóninn fyrir kosningabaráttu haustsins og getur kallað fram mikilvægar sögulegar tengingar. Það vakti því athygli að eina uppákoma kosningateym- is Donald Trump daginn eftir að Demókrataflokkurinn lauk lands- fundi sínum í Philadelphiu í Penn- sylvaníu var einmitt á uppskeru- hátíð Neshoba sýslu í Mississippi. Trump hafði að vísu boðað að eftir landsfundinn myndi hann hefja stórsókn til að bæta ímynd sína meðal innflytjenda og kjós- enda af suður-amerískum upp- runa en aðeins einn fundur í þeirri fundaherferð hafði verið ákveðinn, Kynþáttafordómar hafa leikið lykilhlutverk í bandarískum stjórnmálum síðustu áratugi. daginn eftir landsfund Demókra- taflokksins og það vakti því athygli þegar honum var aflýst. Eina upp- ákoman sem framboðið stóð fyr- ir þennan dag var heimsókn elsta sonar Trump, Donald Trump Jr., til Mississippi. Á fundinum var Trump Jr. spurður út í Suðurríkjafánann og svaraði með því að segjast „trúa á mikilvægi hefða“. Mississippi er eina fylki Suðurríkjanna sem enn flaggar Suðurríkjafánanum opin- berlega, en hann er hluti af fána fylkisins. Réttindi ríkjanna Fyrir utan að hafa haldið fundi á sömu héraðshátíðinni áttu Trump yngri og Reagan annað sameiginlegt: Þeir voru komn- ir til Mississippi til að slá á sömu, eða svipaða strengi, og tala við sömu kjósendurna. Eitt megininn- tak ræðu Reagan var mikilvægi réttinda fylkjanna gagnvart alrík- inu. Þeir sem hlýddu á Reagan árið 1980 velktust ekki í nokkrum vafa um að með þessu var hann að gagnrýna afskipti alríkisins af „innanríkismálum“ Suðurríkj- anna, t.d. framkvæmd kosninga. Á sjöunda áratugnum hafði alrík- isstjórnin neytt fylkisstjóra og þing í Suðurríkjunum til að afnema að- skilnaðarstefnu þá sem hafði ver- ið við lýði allt frá lokum borgara- stríðsins á 19. öld. Stuðningsmenn aðskilnaðarstefnunnar, aftur- haldssamir demókratar, svokall- aðir „Dixiekratar“, höfðu barist hatrammlega gegn breytingunum á þeim forsendum að aðskilnaðar- stefnan væri hluti af „menningu“ Suðurríkjanna, og pólitíkusar eða hæstaréttardómarar í Washington DC ættu ekkert með að skipta sér af málum sem best væru leyst heima í héraði. Staðarval fundarins var skugga- legra í ljósi þess að árið 1964 höfðu þrír baráttumenn fyrir réttindum blökkumanna verið myrtir af Kl- ansmönnum skammt frá í einu þekktasta hermdarverki sjöunda áratugarins. Umpólun Reagan vann öruggan sigur í Mississippi í kosningunum þá um haustið, og þó óvíst sé hvort kosn- ingafundurinn á héraðshátíðinni í Neshoba County hafi ráðið úr- slitum, er óumdeilt að Reagan gat þakkað sigurinn því að flokknum hafði tekist að sannfæra hvíta kjós- endur í Suðurríkjunum og stóran hluta hvítrar verkalýðsstéttar í „ryðbelti“ Miðvesturríkjanna um að snúa baki við Demókrataflokkn- um. Hvít verkalýðsstétt sem starfaði við bandarískan bílaiðnað, sem tekið hafði að hnigna á áttunda áratugnum, þótti Demókrataflokk- urinn hafa yfirgefið sig og fylktu sér undir fána Reagan. Frægasta dæmið er Macomb sýsla í Michig- an: Hvítir verkamenn sem bjuggu í Macomb sýslu og unnu við bíla- iðnað í Detroit höfðu verið ör- uggir kjósendur demókrata. Árið 1960 höfðu 2/3 þeirra kosið John F. Kennedy en árið 1980 kusu 2/3 þeirra Reagan. Síðan þá hafa repúblíkanar get- að treyst á þessa kjósendahópa. Ómenntaðir hvítir karlar í verka- lýðsstétt, íbúar hnignandi iðnað- arborga í Norðurríkjunum og þó sérstaklega íhaldssamir hvítir kjós- endur í Suðurríkjunum, hafa verið mikilvægustu stoðir flokksins. Reagan-demókratar og Trumpókratar Þeir eru líka uppistaðan í kjósenda- hópi Donald Trump. Hinn dæmig- erði Trumpkjósandi var hvítur karl sem hefur ekki lokið háskólanámi, er með tekjur undir meðallagi og býr í sveitarfélagi sem hefur orðið fyrir efnahagslegum áföllum og þar sem fátækt er yfir meðallagi. Kannanir hafa ennfremur sýnt að frá fyrstu stundu voru kjós- endur Trump í prófkjörum flokks- ins líklegri en kjósendur annarra frambjóðenda til að taka undir fullyrðingar sem einkenndust af fordómum í garð minnihlutahópa og innflytjenda. Það er ekki óvana- legt að kjósendur með kynþátta- fordóma þjappi sér með afgerandi hætti að baki einum frambjóð- enda flokksins en það hefur ekki gerst áður að sá frambjóðandi, sem rasískir kjósendur flokksins velji sem sinn mann, beri sigur úr být- um. Segja má að útnefning Trump Trumpfeðgar. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs hafa átt erfitt með að skýra heimsókn elsta sonar Trump til Louisiana á fyrsta degi hinnar eig- inlegu kosningabar- áttu. Þar sem Trump er öruggur um að vinna í Louisiana var heimsókninni líklega ætlað annað hlutverk en að tryggja atkvæði heimamanna. Myndir | Getty Höfundur sigurgöngu Repúblíkanaflokksins. „Suðurríkjastrategía“ Richard Nixon tryggði að repúblíkanar hafa átt öruggt vígi í suðurríkjum Bandaríkjanna síðan á áttunda áratugnum. KRINGLUNNI ISTORE.IS MacBook Pro Retina 13" Alvöru hraði í nettri og léttri hönnun Ótrúleg skjáskerpa Frá 242.990 kr. Við gerum betur í þjónustu með skjótum og sveigjanlegum vinnubrögðum. Ef tæki keypt hjá okkur bilar lánum við samskonar tæki á meðan viðgerð stendur.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.