Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Síða 10
og eiga þessir aðilar að aðstoða
hver annan?
— 1 þessu sambandi verður að
gera sér ljóst, að heilbrigðis-
stjórnin og þar með hjúkrunar-
deildin er ekki til orðin sérstak-
lega í þágu hjúkrunarkvenna.
Hlutverk hennar er að vinna að
heilbrigðismálum þjóðfélagsins,
þjóðarinnar í heild. Aftur á móti
beinist starf Danska hjúkrunar-
félagsins að því að gæta hags-
muna hjúkrunarkvenna. En við
höfum sameiginleg markmið,
því að rétt eins og heilbrigðis-
stjórnin getur ekki stuðlað að
góðu heilbrigðisástandi með
þjóðinni án dugmikilla lækna,
hjúkrunarkvenna, sjúkraliða og
annarra getur Danska hjúkrun-
arfélagið ekki heldur náð ár-
angri, nema samtökin stuðli að
því að hjúkrunarkonurnar verði
sem hæfastar til starfa, jafn-
framt því að þau vinni svo sem
eðlilegt er að betri launakjör-
um þeirra.
Hjúkrunardeildirnar innan
Danska hj úkrunarfélagsins og
heilbrigðisstjórnarinnar hafa á
seinni árum komið á samstarfi
sín í milli, og ég held að báðir
aðilar meti þetta samband mjög
mikils. Þessi möguleiki til að
geta með frjálslegum hætti
kynnt hvor öðrum sameiginleg
vandamál, svo að samhæfa megi
kraftana eftir föngum, er ákaf-
lega mikils virði.
— Það er alkunnugt, að þér
hafið reynslu af alþjóðlegum
vettvangi. Gætuð þér sagt okk-
ur nokkuð um hvert stefnir á
þessu sviði?
— Það er athyglisvert að
fylgjast með þróuninni. 1 mörg-
um þróunarlandanna er eins og
hér hjá okkur unnið að því að
bæta menntunina, en þessar
þjóðir standa að því leyti bet-
ur að vígi, að einmitt vegna þess
að þær verða að byggja næstum
frá grunni, geta þær dregið lær-
dóm af reynslunni, bæði hinni
góðu og hinni lakari. Með því
móti geta þær tekið stökk langt
fram í tímann og skipulagt
menntun, sem víða er mun full-
komnari en sú sem tíðkast hjá
okkur. Það væri mjög gagnlegt,
ekki aðeins fyrir þessi lönd,
heldur sannarlega einnig fyrir
danskar hj úkrunarkonur, ef
komið yrði á meiri gagnkvæm-
um skiptum í framtíðinni. Ég
vildi óska, að sem allra flestar
danskar hjúkrunarkonur ættu
kost á að starfa í einhverju þró-
unarlandi í svo sem tvö ár. Það
mundi verða þeim hvatning að
kynnast hinum mikla áhuga og
því mikla starfi, sem innt er af
hendi, og þær mundu sjálfar
geta orðið að miklu liði. Vissu-
lega hefur í nokkrum þróunar-
löndum verið komið á betri
hj úkrunarmenntun en við eigum
við að búa, en þau hafa svo að
segja ekkert fólk með þessa
menntun — eða mjög fátt.
Hjúkrunarkonur verða að gera
sér grein fyrir því, að ætli þær
að starfa í þróunarlandi, verða
þær að af la sér framhaldsmennt-
unar. f mörgum þessara landa
er krafizt háskólaprófs til þess
að fá stöðu við hjúkrunarskól-
ana. Loks geta danskar hjúkr-
unarkonur einnig með slíkri
dvöl komizt að raun um, hversu
vel okkur líður hér heima og
hvað við höfum vanizt á að gera
miklar kröfur í allri velsæld-
inni.
— Nú þegar við erum á leið-
inni inn í Efnahagsbandalag
Evrópu er eklci úr vegi að spyrja
yður, hvernig þér teljið að olck-
ur muni takast að fá því fram-
gengt, að gerðar verði sæmi-
lega viðunandi kröfur til þeirra
sem að hjúkrun starfa í fram-
tíðinni ?
— Ef þróunin hérlendis held-
ur áfram á þá lund, að starfs-
undirbúningur hjúkrunarstétt-
arinnar verði stöðugt betri, fæ
ég ekki séð, að veruleg ástæða
sé til kvíða í þessu efni. Að sjálf-
sögðu verður að gera ráð fyrir
að þau stjórnvöld sem ráðstafa
stöðunum, muni hafa skilning
á því, að ekki beri að ráða er-
lenda hjúkrunarkonu í yfir-
mannsstöðu, ef vafi leikur á um
hæfni hennar. En hjúkrunar-
konur, hvort sem þær kunna að
koma frá ftalíu, Frakklandi eða
Þýzkalandi, munu geta komið
hér til starfa, og þá kemur, eins
og ég hef áður sagt, til kasta
danskra hjúkrunarkvenna að
meta, hvað útlendingarnir séu
færir um, og jafnframt hlýtur
það að vera ófrávíkjanleg skylda
hvers einasta sjúkrahússeig-
anda og vinnuveitanda að sjá
til þess, að kostur sé á mennt-
un starfsliðs innan stofnunar-
innar. Fyrir því er eflaust víða
séð nú þegar, en ef við göng-
um í Efnahagsbandalagið, verð-
ur a. m. k. ekki hjá slíku komizt.
— Teljið þér, að danskar
hjúkrunarkonur láti undir höf-
uð leggjast að haldxi fram verð-
leikum sínum, og hvað getur
hugsanleg vanræksla í þeim efn-
um haft í för með sér í yðar
stöðu, þar sem þér þurfið að
hafa samstarf við löggjafarað-
ila og stjó'rnvöld?
— Ég vil gjarnan leggja
áherzlu á, að ég er mjög hreyk-
in af því að vera hjúkrunar-
kona. Ég hef líka ávallt verið
hreykin af dönsku hjúkrunar-
kvennastéttinni. Ég minnist
þess, að einu sinni þegar ég
starfaði í Austurlöndum nær,
spurði starfsmaður frá Alþjóða-
heilbrigðismálastofnuninni mig,
hvaðan beztu hjúkrunarkonurn-
ar kæmu, því að ég hafði látið
gagnrýnisorð falla um ástand-
ið í ýmsum löndum. Og þá var
mjög erfitt fyrir mig að stilla
mig um að segja, að ég teldi
skandinaviskar og þar á meðal
danskar hjúkrunarkonur meðal
þeirra beztu. Ekki vegna þess,
að það sé ekki fjölmörgu áfátt,
sérstaklega varðandi menntun-
ina, en danskar hjúkrunarkonur
hafa alltaf haft skilning á nauð-
syn þess að láta í té góða hjúkr-
un, þ. e. a. s. leggja sig virki-
lega fram í þágu sjúklingsins.
44 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS