Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Blaðsíða 12
Kristín Óladóttir.
Kristín Óladótt/ir, deildarhjúkr-
unarlcona gjörgæzludeildar
Borgarspítalans.
Þann 25. OKT. síðastliðinn var
opnuð á Borgarspítalanum
deild, sem nefnd hefur verið
gjörgæzludeild.
Áður hafa verið birtar tvær
góðar og ítarlegar greinar í
Hjúkrunarblaðinu um þessar
deildir (eftir Þorbjörgu Magn-
úsdóttur yfirlækni í 1. tbl. 1969
og Sigrúnu Gísladóttur í 4. tbl.
1969), og þess vegna ætla ég
að stikla á stóru og lýsa í nokkr-
um orðum þessari fyrstu deild
sinnar tegundar (þ. e. almennri
gjörgæzludeild) á Islandi.
Upphaflega var húsnæðið sem
gjörgæzludeildin notar, alls ekki
ætlað fyrir þessa starfsemi, eins
og víða þar sem þessar deildir
hafa verið settar á fót, og þess
vegna undrast ég, hversu vel
henni hefur verið fyrir komið
á ekki fleiri fermetrum en hún
hefur til umráða.
Rúm er fyrir 12 sjúklinga á
deildinni. Sjúkrastofur eru 3,
og er leguplássum skipt þannig:
1. sjúkrastofa er fyrir 6 sjúkl-
inga sem þarfnast sérstakrar
gjörgæzlu og „intensiv" með-
ferðar, svo sem við öndunar-
erfiðleika, blóðrásartruflanir og
truflanir á vökva- og saltjafn-
vægi, svo eitthvað sé nefnt.
Þessir sjúklingar koma frá öll-
GJOR GÆZL UDEILD
BORGARSPÍTALANS
um legudeildum spítalans, ásamt
slysadeild. Þessari stofu má
skipta þannig, að hægt er að ein-
angra tvo eða jafnvel fleiri
sjúklinga ef með þarf.
2. sjúkrastofa er rúmgóð ein-
angrun með anddyri fyrir einn
gjörgæzlu og „intensiv“ með-
ferðar sjúkling með smithættu
eða þá sem þarf að einangra af
öðrum ástæðum.
3. sjúkrastofa er fyrir fimm
sjúklinga eftir uppskurð, og eru
þeir þar mismunandi langan
tíma eftir þörfum, skemmst 1—
2 klukkustundir, en í lengsta
lagi til næsta morguns. Séu þeir
lengur á deildinni, teljast þeir
þurfa sérstakrar meðferðar og
flytjast þá yfir í aðra hvora hina
stofuna.
I sjúkrastofunum hefur verið
leitazt við að koma öllu sem hag-
anlegast fyrir. Skápar með fær-
anlegum plastskúffum eru í
hverri stofu. I þeim eru hlutir
og áhöld tilbúin fyrir ýmsar að-
gerðir, svo sem vökvagjöf í æð,
skiptingar á sárum, intubation,
ísetningu þvagleggja og venu-
katetera o. fl. Einnig skyndi-
lyfjabakkar með nauðsynlegum
lyfjum, sprautum, nálum og
hjartanálum. Engin sængurborð
eru á stofunum, þau tækju of
mikið pláss, en notazt er við
gluggakistur, sem eru breiðar,
við höfðalag rúmanna, og laus
hjólaborð. Á gluggakistur og
veggi eru festar stálslár, þar
sem hengja má á ýmsa hluti
eftir þörfum, svo sem ílát fyrir
sogleggi og sótthreinsunar-
vökva, blóðþrýstingsmæla, tæki
fyrir sog og súrefni, öndunar-
vélar o. m. fl. Við hvert rúm
eru útleiðslur, á aðra hlið fyrir
sog og súrefni, en hina raf-
magnstæki, m. a. hjartarafsjár-
tæki og púlsmæli, sem gefa sjálf-
krafa aðvörunarmerki fram í
vaktherbergið, sé eitthvað að.
I sj úkrastofunum eru ílát með
sótthreinsandi vökva, þar sem
allt óhreint er sótthreinsað í
eina klukkustund, áður en það
er þvegið. Reynt er að gæta ítr-
asta hreinlætis, þess vegna eru
engin handklæði, heldur ein-
göngu einnota bréfhandþurrkur
og olnbogastýrð höld við krana
og ílát fyrir sápulög.
Væntanlegir eru á deildina
sérstakir vagnar, sem notaðir
verða í stað rúma. Þeir eru
hærri, með lausar grindur í stað
gafla, auðvelt er að steypa þeim,
og verður í alla staði þægilegra
að vinna við „gjörgæzludeildar“-
sjúklinga á þeim en í venjuleg-
um sjúkrarúmum, jafnframt
því, að þeir verða jafn þægileg-
ir fyrir þá.
Skol eru tvö, hreint og óhreint,
og er á milli þeirra mátulega
stórt op, til að skjóta megi hlut-
unum yfir í hreina skolið, þegar
búið er að hreinsa þá. I óhreina
skolinu er bekjuhreinsari, sem
sótthreinsar sjálfkrafa með
köldu og heitu vatni í ákveðinn
tíma. Einnig er þar þrískiptur
stór vaskur fyrir sótthreinsun,
þvott og sískol með köldu vatni.
Þá er þar vatns-sog til hreins-
46 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS