Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Side 16

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Side 16
Stuart ræddi m. a. um Hod- ginssjúkdóm og benti m. a. á, hvað mikill fjöldi Hodginssjúkl- inga dæi úr smitsjúkdómum, vegna þess að ónæmiskerfi lík- amans lamast, þegar sjúkdóm- urinn er orðinn langt genginn. Hann benti á, hvað sjúkdómin- um fylgdi mikil eosinophilia, sem væri ofnæmiseinkenni, en auk þess mikil bandvefsmynd- un í kringum sýktu eitlana. Hún benti á mikil ónæmisviðbrögð eða ónæmisvirkni líkamans. Hamilton Fairley kom að nokkru leyti inn á það sama í umræðum sínum um sortumein. Á meðan sjúkdómurinn er á byrjunarstigi, eru mjög mikil mótefnaviðbrögð og sjálfkrafa eyðing sjúkdómsins ekki óal- geng. Það einkennilega fyrir- bæri á sér iðulega stað, að mein- ið vex á einu svæði, jafnframt því sem það eyðist á öðru, en eftir þvi sem meinsemdin breið- ist út og stækkar, minnka að sama skapi mótefnaviðbrögðin, og að lokum missir líkaminn al- gerlega hæfileikann til að berj- ast gegn meinsemdinni. Sogeitla- frumur drepa iðulega mikið af sortumeinsfrumum og í mjög auknum mæli eftir að hafa ver- ið gerðir húðflutningar frá meininu sjálfu, og sogeitlafrum- unum fjölgar þá mjög mikið fyrstu 6 dagana eftir að húð- flutningurinn átti sér stað. Hamilton Fairley ræddi einn- ig um bráðahvítblæðið og þann mikla árangur, sem nú næðist oft í lækningaátt. Hann sagði, að nú væru 103 sjúklingar í heiminum, sem hefðu lifað fjölda ára án afturkasts. Sam- notkun krabbameinslyfja ásamt steroidum á þar mestan hlut að máli, en aðrar flóknari lækn- ingaaðgerðir eru einnig notaðar til að vinna bug á því. T. d. eru notaðar sívirkar skilvindur, og með þeim er hægt að skilja mik- ið magn af illkynja frumum frá þeim heilbrigðu og hreinsa blóðið þannig í stórum stíl. Enn fremur hafa verið reyndar ónæmisaðgerðir með því að sprauta sjúklingana með geisl- uðum hvítblæðismeinfrumum. Niðurstöður hans voru: Ónæm- isviðbrögð (immunologisk reac- tio) líkamans eiga sér stað gegn illkynja meinsemdum í manns- líkamanum. Bati, sem næst með kemískum efnum, lyfjum o. fl. aðgerðum, lamar sjúkdóminn að því marki, að líkaminn getur undir vissum kringumstæðum haldið honum í skefjum með eigin ónæmisaðgerðum. Ó\ KMISVAB-\IR GEGIV KRABBAMEIVI Það hefur lengi verið viðtek- in skoðun, að eitthvað vantaði í krabbameinsfrumurnar eða skorti á hjá þeim. Og sérstak- lega er það þekkt, að þess kon- ar fi'umur svara ekki þeirri örv- un, sem með eðlilegum hætti stjórnar frumuskiptingu. Talað hefur verið um truflun á eggja- hvítusamböndum, sem stjórna innri byggingu frumunnar. Þetta er af mörgum dregið í efa nú orðið. Rannsóknir Kleins og margra annarra hafa sýnt, að frumur eru að minnsta kosti ekki einungis illkynja vegna þess, að þær skorti eitthvað eða hafi glatað einhverju, heldur einnig vegna þess, sem þær hafa áunnið sér. Við rannsóknir á tilraunadýr- um hefur komið í ljós, að nán- ast allar illkynja frumur hafa sérkenni, sem finnast ekki í heilbrigðum frumum, en það eru sérstakar mótefnakveikj ur eða antigen í sjálfri frumuþekjunni. Það tekst einungis að færa sönnur á hinar sérhæfðu mót- efnakveikjur í illkynja frumum með vefjaflutningi, en hvorki með serologiskum né öðrum að- ferðum. Illkynja meinsemd er komið af stað hjá tilraunadýri með efni, sem er heppilegt til að mynda krabbamein. Síðan er tekinn smábiti úr þessari mein- semd og fluttur í annað dýr sömu tegundar (eins og það væri smá-húðflipi). Þegar þessi meinsemd hefur fest rætur, er hún numin burt og reynt að flytja hana aftur yfir á sama dýrið, en þá tekst ekki að láta hana festa rætur vegna þess, að dýrið er orðið ónæmt. Þessi endurflutningspróf leiða í ljós meginmismun á meinsemd og heilbrigðum vef; flipi úr heil- brigðri húð hefði fest rætur í 2., 3., 4. sinn og áfram. Þetta sannar, að illkynja vefurinn hefur til að bera nýja eðlis- þætti, sem ekki eru til í heil- brigðum frumum. Þessar mót- efnakveikjur eru veikar, og sést það af því, að þær hindra ekki æxlisvöxt í dýrum, sem hafa ekki verið ónæm, en aðeins í þeim, sem hafa hlotið einn vef ja- flutning. Þessar mótefnakveikj- ur (antigen) hafa fundizt í meinsemdum, sem hafa verið framleiddar með tilraunum eða með kemískum krabbameins- völdum og veirum. En sé mein- semd vaxin af sjálfu sér, án þekktra orsaka, verður ekki vart við nein mótefnakveikjuvið- brögð við endurflutning mein- semdarinnar. Á síðastliðnu ári eða réttara sagt á síðastliðnum mánuðum hefur tekizt að mynda sterkt ónæmi hjá tilraunadýrum, er hafa verið sprautuð með graut, sem eingöngu er gerður úr frumþekju meinsemdarinnar, sem sýnilega er bústaður ónæm- iskveikjanna. ■IVKIt.VIG Ó.V EMl MVXDAST I ónæmiskerfi líkamans eru 3 aðilar, sem hafa hæfileika í þá átt að eyða eða útrýma mein- semdum. Það eru mótefnin (antibodies), hákfrumur (mac- rocytar) og sogeitlafrumur. En nú er spurningin: Hvernig starfa eða verka þessi 3 kerfi, og hvernig stendur á, að mein- semdinni tekst að smáspilla áhrifum þeirra eða lama þau? 50 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.