Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Síða 19

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Síða 19
um, og eins að sjúkrahúsin og læknarnir virtust oft ekki kæra sig um upplýsingar frá þeim. Nokkuð var rætt um það, hve heilbrigðisþjónustan væri orðin ópersónuleg, enginn hefði tíma til þess að tala við eða hlusta á sjúklinginn og hans vandamál, uema þá helzt sálfræðingar og geðlæknar, þegar í óefni væri komið. 1 þessu sambandi var ennþá einu sinni rætt um starfs- svið hj úkrunarkonunnar og hvort hún væri ekki að bregð- ast hlutverki sínu, þar sem hún væri að fjarlægjast sjúklinginn meira og meira. Allir voru sam- niála um, að tengsl og samvinnu byi'fti að skipuleggja með ýms- um aðgerðum, en til þess að slík- nr aðgerðir færu ekki út um þúfur, yrðu allar stéttir heil- brigðisþjónustunnar að skilja mikilvægi góðrar samvinnu. Hér er kannski komið að kjarna niálsins. Það er t. d. gagnslítið að út- t>úa alls konar eyðublöð fyrir skriflegar orðsendingar, ef þau eru síðan ekki útfyllt og send rettum aðila, eða skipuleggja umræðufundi, sem engir eða sárafáir fást til að sækja. I þeim umræðuhópi, sem ég tók þátt í, voru allirsammála um, að frumskilyrðið fyrir betri snmvinnu væri meiri þekking °S virðing hverrar hinna ýmsu heilbrigðisstétta á störfum ann- ni’ra. Það er augljóst, að í nú- tíma heilbrigðisþjónustu getur engin stéttin án hinna verið, og nllar eru þær í rauninni jafn- nhkilvægar, hver á sínu sviði. hinni þessar stéttir saman, geta þær veitt samhæfða og góða heilbrigðisþjónustu, en vanti samvinnuna, verður þjónustan sundurslitin og aldrei góð, þó nð sumir þættir hennar séu e. t- v. vel unnir. ^á var komið að markmiðinu, að finna leiðir til úrbóta. Fyrst var rætt um það, hvern- unnt væri að auka samstarfs- vilja hinna ýmsu heilbrigðis- stétta. Það var skoðun flestra, að í þessu máli sem öðrum yrði auðveldast að hafa áhrif á ungu kynslóðina, þ. e. nemendur inn- an hinna ýmsu starfshópa. Það voru allir sammála um það, að lítið þýddi að reyna að breyta samvinnuviðhorfi gamals lækn- is, sem alla sína tíð hefði litið niður á hjúkrunarkonur, eða gamallar hjúkrunarkonu, sem gæti ekki viðurkennt tilverurétt sjúkraliða. Það var álitið, að vænlegra yrði til árangurs að koma á gagnkvæmri kynningu á námi og starfssviði hinna ýmsu heil- brigðisstétta og leggja um leið áherzlu á mikilvægi góðrar sam- vinnu. Sú hugmynd kom einnig fram, að það gæti e. t. v. verið heppilegt, að nemendur þessara stétta fengju að einhverju leyti sameiginlega kennslu. Var t. d. bent á, að vel væri hægt að kenna hjúkrunar- og læknanem- um sameiginlega að gefa spraut- ur og undirstöðuatriði í „sterili- teti“. Margar voru hrifnar af þeirri hugmynd, að nám í sjúkrahússtjórnun yrði að nokkru leyti sameiginlegt fyrir forstöðukonur og framkvæmda- stjóra. Var vonazt til þess, að þá mundi framkvæmdastjórinn meta forstöðukonuna meira. Töluvert var rætt um gerð hjúkrunaráætlana (várdplan), og voru flestar á þeirri skoðun, að vel gerð hjúkrunaráætlun gæti stuðlað að betri hjúkrun, en sumar voru hræddar um, að það mundi einungis auka skrif- finnskuna. Sú tillaga kom einn- ig fram, að fólk almennt yrði látið hafa einhvers konar kort (hálskort), sem það hefði ávallt með sér eins og nafn- og öku- skírteini. 1 þetta kort væru færð- ar inn allar bólusetningar, blóð- flokkur og e. t. v. aðrar mikil- vægar upplýsingar, eins og t. d. ef viðkomandi hefði ofnæmi fyr- ir einhverjum lyfjum, væri með sykursýki o. fl. Mér fannst þetta athyglisverð hugmynd, þar sem það virtist alls staðar vera sama vandamálið, að fólk man ekki, hvaða bólusetningar það hefur fengið, og upplýsingar um þær er oft erfitt að fá. 1 Finnlandi er það orðin föst regla, að þegar nemendur ljúka skyldunámi, fá þeir bólusetn- ingarvottorð, þar sem færðar eru inn allar bólusetningar frá fæðingu. Margt fleira var rætt um, og margar tillögur komu þarna fram, en sumar voru nokkuð staðbundnar og voru þá ekki teknar með í samþykktir um- ræðuhópanna. Annars var reynt að ræða þetta vandamál á breið- um grundvelli, en ekki farið mikið út í smáatriði, því að markmiðið var, að ráðstefnan setti fram tillögur, sem öll lönd- in gætu haft gagn af. Föstudagurinn 27. nóv. var hinn stóri dagur ráðstefnunnar, en þá var farið til Stokkhólms. Þar fóru fram sviðsumræður í allstórum samkomusal í Linne- gatan 12. Til umræðu var: Þörf einstaklingsins fyrir samhæfða heilbrigðisþjónustu. Stjórnandi umræðnanna var Siri Hággmark, en þátttakend- ur voru: Kjell Kjellgren, yfir- læknir frá Norrköping, Alf Lager, héraðslæknir frá Vagge- ryd, Sven Svennerstál, félags- fræðingur frá Södertálje, og af ráðstefnunni höfðu verið vald- ar: Helga Teilmann, heilsu- verndarhj úkrunarkona frá Danmörku, Laila Tolonen, hjúkrunarkennari frá Finn- landi, og Ruth Thorbjörnsen, forstöðukona frá Noregi. Mér var tilkynnt í upphafi, að ég þyrfti ekki að taka þátt í þess- um umræðum, þar sem ég væri fremur áheyrandi en þátttak- andi, og var ég fegin að sleppa. Áheyrendur voru ekki eins margir og hafði verið búizt við, og voru aðallega hjúkrunarkon- ur, hjúkrunarnemar og félags- ráðgjafar. Það tóku margir til máls, og umræður voru fjör- TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 5B

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.