Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Side 21

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Side 21
NÝLYF CEPHALOSPORIN SNORRI ÓLAFSSON, LÆKNIR Cephalosporin er samheiti nýrra fúkkalyfja, sem eiga ræt- ur sínar að rekja til og eru af- leidd („synthetizeruð") af „Ce- phalosporin C“, efni, sem var einangrað frá gróðri af sveppn- um Cephalosporium acremoni- um árið 1948. Þessi sveppur var fyrst ræktaður frá skolpræsis- útrennsli í Sardiníu, og gefur fi’á sér, auk „Cephalosporins C“, fúkkalyfin penicillin og fucidin. Cephalosporin-lyfjunum er sameiginlegur kjarninn amino- cephalosporinsýra, sem að byggingu er náskyld kjarna penicillin-lyfjanna, amino-peni- cillan-sýru. Skyldleikinn er þó ekki meiri en svo, að hvatinn »»penicillinace“, sem brýtur nið- ui' penicillin, margar bakteríur fi’amleiða og á verulegan þátt 1 ónæmi þeirra við penicillini, eyðileggur ekki cephalosporin- lyfin. En þessi skyldleiki er skýring þess, að nokkur dæmi ei’U um, að sjúklingar, sem eru ufnæmir fyrir penicillini, eru emnig ofnæmir fyrir cephalo- sporin-lyfjunum, þótt það sé langt frá því að vera reglan. Verður að hafa þetta í huga við uotkun þessara lyfja. Cephalosporin-lyfin verka bakteríudrepandi á margar teg- undir baktería, bæði Gram- Pósitífar og Gram-negatífar, þ. e- þau hafa „breitt spektrum", C d. miklu breiðara en penicill- Jn; Verkun þeirra á bakteríur er P° lík og verkun penicillins á uæmar bakteríur, þ. e. þau JU’ufla myndun frumuveggs baktería, sem eru að vaxa, og leiða til dauða þeirra (en hafa ekki áhrif á myndun frumu- veggja vefjarfruma, sem eru öðruvísi uppbyggðar). Helztu bakteríutegundir, sem eru ónæmar fyrir cephalosporin- lyfjum, eru berklabakterían, Pseudomonar aeroginosa, marg- ar tegundir Proteus (hvort tveggja ekki ótíð orsök þvag- vegssýkingar), streptococcus focalis (entrococcar, algeng or- sök bakterial endocarditis og þvagvegs-sýkinga). Margar þeirra bakteríutegunda, sem eru ónæmar fyrir cephalosporin- lyfjum, framleiða hvatann ce- phalosporinasa, sem brýtur nið- ur kjarna þessara lyfja. Eins og á sér stað um mörg önnur fúkkalyf, geta næmar bakteríur orðið ónæmar fyrir cephalospor- in-lyfjum, ef þau eru í snert- ingu við lágar „concentrationir“ af þeim. Neðangreind cephalosporin- lyf eru nýkomin eða eru að koma á markaðinn. Borið saman við eldri fúkkalyf verða þau dýr, eru ekki fullreynd enn og hafa vissar aukaverkanir. Ber því ekki að taka þau fram yfir hin eldri fúkkalyf, nema brýnar ástæður séu til. En þau hafa verulega aukið olnbogarýmið í baráttunni við bakteríusýking- ar. Hér á eftir er gerð stutt grein fyrir 4 lyfjum af þessum flokki, sem nokkur reynsla er komin á. Cephalothin (Keflin) : Verður að gefa í innspýtingum, í vöðva eða æð. Útskilst hratt í þvagi, verður því að gefa í skömmtum á 4—6 klst. fresti, eða stöðugri „infusion". Dreifist vel um líkamann (í ,,extra-cellular“ vökva). Fullorðinsskammtar: 0.5—1.0 gm á 4—6 klst. fresti, í al- varlegum sýkingum 12—20 gm á sólarhring. Barnaskammtar: 40—80 mg á kg á sólarhring. Fyrirburðir og nýfædd börn 10—15 mg á kg á sólarhring (nýru þeirra eru óþroskuð). Heldur torleyst í vatni, hvert gram verður að leysa í a. m. k. 4 ml af vatni. Blandast vel 5% glucosu upplausn og physiol saltvatni. Aukaverkanir: Innspýtingar í vöðva geta valdið sársauka. Margs konar útþot, hiti, eosinophilia í blóði, „serum sickness" (alls í 3—5% til- fella). Veldur oft pósitífu dir- ecte Coombs-prófi (en ekki anæmiu eða hemolysu) og get- ur því truflað kross-próf á blóði. Cephaloridin (Ceporan, tori- den). Verður að gefa í inn- spýtingum í vöðva eða æð. Útskilst í þvagi hægar en ce- phalothin, gefið á 6—8 klst. fresti. Dreifist vel í líkaman- um. Fullorðinsskammtar: 250— 500 mg á 6—8 klst. fresti, upp í 1 gm á 6 klst. fresti. Barnaskammtar: 30—50 mg á kg á sólarhring, upp í 100 mg á kg á sólarhring í alvar- legum sýkingum. Auðleyst í vatni, hvert gram leysist í 2.5 ml vatns. Bland- ast vel í 5% glucosu upplausn og í physiol saltvatni. Aukaverkanir: Húðútþot, hiti, serum sickness. Veldur sjaldn- ar pós. dir. Coombs-prófi en Framh. á bls. 69. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 55

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.