Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Side 26
STJÓRNARKJÖR HFÍ
Útdráttur úr lögurn Hjúkrunarfélags íslands
13. gr.
Stjórn félagsins skipa 7 félag-
ar. Kjörtímabil er 4 ár. For-
maður skal kosinn sérstaklega
fjórða hvert ár, og aðrir stjórn-
endur þannig, að 2 þeirra gangi
úr stjórninni í senn, þegar ekki
er kosinn formaður. Endurkosn-
ing er heimil. Stjórnin kýs sér
sjálf varaformann, og skiptir að
öðru leyti með sér verkum. Verði
autt sæti stjórnarmanns á milli
aðalfunda, velur stjórnin sjálf
mann í hið auða sæti og gildir
kjör hans til næsta aðalfundar.
Á stjórnarfundum ræður fjöldi
atkvæða. Séu atkvæði jöfn, ræð-
ur atkvæði formanns úrslitum.
14. gr.
Fjórum mánuðum fyrir aðal-
fund skipar stjórn félagsins 3
félaga í nefndanefnd (uppstill-
ingarnefnd) og 3 félaga í kjör-
stjórn. Nefndanefnd (uppstill-
inganefnd) tekur við tilnefn-
ingu um stjórnendur og sér um
undirbúning stjórnarkosningar.
Berist fleiri tilnefningar um
stjórnendur en kjósa á hverju
sinni, skal fara fram skrifleg
leynileg kosning.
Kjörstjórn skal þá senda at-
kvæðaseðla öllum félögum utan
Reyk j avíkur, Selt j arnarness,
Kópavogs, Garðahrepps og
Hafnarfjarðar um leið og aðal-
fundur er boðaður. Gætir kjör-
stjórn þess að svo sé frá þeim
gengið að full leynd verði með
kosningunni. Félagar sem seðla
hafa fengið, endursenda þá til
kjörstjórnar áður en kjörfundi
lýkur, en hann skal halda degi
fyrir aðalfund. Skal kjörfundur
standa yfir minnst 10 klst., og
vera boðaður um leið og aðal-
fundur. Skulu minnst 2 aðilar
sem sæti eiga í kjörstjórn vera
á kjörfundi meðan kosning
stendur yfir.
Séu eigi fleiri tilnefndir í
félagsstjórn en kjósa á, teljast
þeir rétt kjörnir til næstu fjög-
urra ára, án atkvæðagreiðslu.
Kjöri stjórnenda skal lýst á
aðalfundi.
Stjórnin ræður starfsmenn og
ritstjóra, og ákveður þeim laun.
Heimilt er félagsstjórn að skipa
nefndir er hafi með höndum
ákveðin verkefni.
Samkvœmt félagslögum hafa pví verið sendir út atkvæðaseðlar
ásamt eftirfarandi bréfi:
ST.IÓItX.\ltK.IÖn H.F.f.
Hér með er efnt til stjórnar-
kjörs í Hjúkrunarfélagi fslands.
Kjósa skal 2 félaga í stjórn til
fjögurra ára. Kosningin er
bundin við þá félaga sem eru
á kjörseðlinum.
Utankjörstaðaatkvæði skulu
berast skrifstofu Hjúkrunar-
félags fslands fyrir 4. júní 1971.
Vr stjó'rn ganga:
María Guðmundsdóttir, ritari
Ragnheiður Stephensen,
gjaldkeri.
/ stjóm sitja áfram:
María Pétursdóttir, formaður
María Finnsdóttir,
varaformaður
Sigurhelga Pálsdóttir
Ingibjörg Helgadóttir
Gerða Ásrún Jónsdóttir.
Bréfi þessu fylgir kjörseðill,
umslag utan um kjörseðilinn og
límist það aftur. Umslag með
utanáskrift til H.F.f. og nafni
og heimilisfangi sendanda á
bakhlið. 1 því skal senda hið
fyrra umslag með kjörseðlinum
til félagsins. Gætið þess að
skrifa nafn yðar og heimilis-
fang á bakhlið umslagsins til
H.F.l. greinilega. Atkvæðið er
því aðeins gilt, að nafn yðar sé
læsilegt.
Kjörstjóm.
60 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS