Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Síða 30

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Síða 30
TILLÖGUR OG GREINARGERÐ UM HEILBRIGÐISMAL Samkvæmt þingsályktun frá 22. apríl 1970 skipaði heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra á s.l. ári nefnd til að endurskoða ýmsa þætti heilbrigðislöggjafar- innar. 1 nefndina voru skipaðir: Páll Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri, formaður Ásmundur Brekkan, yfir- læknir og Brynleifur Steingrímsson, héraðslæknir, tilnefndir af Læknafélagi Islands, Magnús E. Guðjónsson, hér- aðslæknir, tilnefndur af Sambandi íslenzkra sveitar- félaga, Tómas Helgason, prófessor, tilnefndur af læknadeild Háskóla Islands. Nefndin hefur nú í apríl 1971 skilað áliti og lagt fram tillögu um frumvarp til laga um heil- brigðisþjónustu. Umrædd drög að frumvarpi skiptast í fimm kafla: Yfirstjóm. Um læknishéruð. Um heilsugæzlu. Um sjúkrahús. Ýmis ákvæði. Tilkynning frá skrifstofu Ríkisspítalanna: Skrifstofan er flutt að Eiríks- götu 5, Templarahöll Reykja- víkur. Hjúkrunarkonur athugið: Skrifstofa H.F.I., Þingholts- stræti 30, lokar vegna sumar- leyfa 1.—30. júlí. Bréfaskiptum verður sinnt eftir því sem ástæða er til. Tímalaun Hjúkrunarkvenna Samkomulap milli stjórnarnefndar ríkisspítalanna og Reykjavíkurborgar ann- ars vegar og Hjúkrunarfélags íslands hins vegar um tímakaup hjúkrunarkvenna, sem eigi eru fastlaunaðar. Tímakaup hjúkrunarkvenna skal vera sem hér segir: 1971 1/1 '72-S0/6 '72 1/7 '72-31/12 '72 Dagv. Y.v. Dagv. Y.v. Dagv. Y.v. Hjúkrunarkonur (16. fl.) .. 143.— 229.— 155.— 248.— 163.— 257.— Sérlærðar hjúkr.k. (17. fl.) 149.— 239.— 163.— 260.— 172.— 271,— Deildarhjúkr.konur (19. fl.) 160.— 256.— 178.— 285.— 190.— 299.— Á framangreint tímakaup greiðist 7 % orlof og verðlagsuppbót eft- ir sömu reglum og gilda um laun ríkisstarfsmanna. öll vinna, sem unnin er á stórhátíðum (nýjársdag, jóladag, páska- dag, hvítasunnudag, og eftir kl. 13 á aðfangadag jóla eða gaml- ársdag) greiðist með tvöföldu yfirvinnuálagi. Samkomulag þetta gildir frá 1. janúar 1971 til 31. desember 1972. Reykjavík, 30. marz 1971. F. h. Hjúkrunarfélags Islands, F. h. stjórnamefndar ríkisspít- með fyrirvara um samþykki alanna, með fyrirvara um sam- félagsstjórnar þykki nefndarinnar Maria Pétursdóttir. Georg Lúðvíksson. F. h. Reykjavíkurborgar, með fyrirvara um samþykkt borgarráðs Magnús óskarsson. Tímakaupið er nú, að viðbættu 4.21 vísitölustigi: dagv. yfirv. 16. fl. kr. 149.02 238.64 17. fl. — 155.27 249.06 19. fl. — 166.74 266.78 Á tímakaupið bætist 7% orlof. Vaktaálag er með vísitöluálagi kr. 57.32 í 16., 17. og 19. fl. Laus staða Staða hjúkrunarmenntaðs fulltrúa í heilbrigðisráðuneyt- inu er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt uppl. um menntun og fyrri störf, send- ist ráðuneytinu fyrir 20. maí nk. HeilbrigSis- og tryggingamálaráSuneytiS, 25. apríl 1971.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.