Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Síða 32

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Síða 32
AJÍRIF TOBAKS' REYKINGA Munnur. Áhrif nikótínsins koma fram á slímhimnunum, en það síast einnig út í blóðið og verkar þannig á fjölda líffæra. Smekkurinn slóvgast. Tjöru- efnin erta slímhúðirnar, orsaka tann- holdsbólgu, tennurnar gulna og pípu- reykingamenn fá stundum vara- krabba. Nef, kok oy barkakýli. Þar eru áhrif nikótínsins sömu og í munninum. Iimanin sljóvgast, tjöru- efnin hafa þar einnig sömu áhrif og í munninum, valda slímhúðarbóigum, ertandi hósta og krabba í barkakýlinu. Lungu. Allt að 95% nikótínsins í tóbaks- reyknum streyma um lungun hjá þeim, sem anda honum að sér. Nokk- uð fer út í blóðið og útskilst í þvagi, uppgangi og móðurmjólk; flyzt meira að segja yfir á fóstrið og brjósta- barnið. Mikið af tjörunni sezt að í lungunum, þar sem hún þéttist og binzt slímhúðarfrumum lungnanna. Bifhárin lamast, sót og reykur sezt að í slíminu og veldur ertingarhósta, bólgum í lungnaslímhimnunum og lungnaþani þegar tímarnir líða. Fólk, sem hefur reykt mikið til langframa, á á hættu að fá lungnakrabba. Hjarta og æöar. Nikótín eykur hjartsláttinn, púls- inn verður hraður, blóðþrýstingurinn eykst, æðarnar dragast saman, hiti húðarinnar fellur um margar gráð- ur, æðarnar kalka og kransæðastífla myndast. Kolsýrlingur veldur súrefnisskorti og veiklar þannig hjartavöðvann. Magi. Nikótín eykur magasýrurnar, ertir slímhúðirnar, veldur bólgum i þeim og orsakar magasár. Almerin álirif. Nikótínið hefur skammvinn örv- andi áhrif á taugakerfið, en þegar lengra líður verða þau lamandi, vinnuafköstin minnka og það veldur svefnleysi, höfuðverkjum og svita- kófi. Kolsýrlingurinn binzt blóðinu, þrem hundruð sinnum meira en súr- efnið, sem hann úti-ýmir. Súrefnis- skorturinn hefur ill áhrif á alla vefi líkamans. Stórreykingamenn þjást oft af langvarandi kolsýrlingseitrun, húðin verður öskugrá af mikilli tó- baksnotkun, kynorka lamast hjá mörgum af miklum reykingum. Nátt- blinda er algeng hjá reykingafólki. Tóbak og tóbaksreykur. Þó að meira sé af skaðlegum efn- um í píputóbaki og vindlum en síg- arettum, eru þær þó miklu skaðlegri, vegna þess að fólk andar sígarettu- reyknum miklu meira að sér; reykir þær ákafar og sígarettan brennur við miklu meiri hita en vindlar og pípa. Handgerðar sígarettur, sem píputóbak er notað í, eru taldar lang- hættulegastar. Því yngri sem maður er þegar byrjað er að reykja, því fyrr segja hinar illu afleiðingar til sín og því alvarlegri verða þær. Ávinningurinn við að hætta er stórkostlegur, því það er margsannað, að fólk, sem hættir að reykja, veikist miklu síður en það sem reykir. Samsetning tóbaksins. Nikótín. í einni sígarettu eru kring- um 20 mgr., í einni pípu um 25 mgr., í einum meðalstórum vindli u. þ. b. 100 mgr. Onnur lífræn efni. Trefjaefni (cellulosa), sterkja, eggjahvíta, sykurtegund, sem nefnist glukosa, fenol, fitusýrur og ýmsir alkaloidar. Olífræn efni. Margs konar steinefni (sölt og málmar). Hvað mikið er af hinum ýmsu efn- um byggist á samsetningu jarðvegs- ins, áburði, þurrkunaraðferðum og geymslu tóbaksins. Sígarettupappír. Sígarettupappírinn er 5% af þunga sígarettunnar og er nær eingöngu trefjaefni (cellulosa). 62 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.