Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Page 36

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Page 36
um ánæg'juleg og jafnvel gagnleg, en hjúkrunarkennslan stagl, eintómar endurtekningar og upptalningar um sama efnið. Sú hugsun hefur orðið til á deildum, að hjúkrunin komi eftir liend- inni með smáábendingum og eigin reynslu á deild. Þessi orð fela ekki í sér þá ádeilu, að hjúkrun á deildum sé ófullkomin eða slæm. Hjúkrunarnemi kynnist sannarlega í mörg- um tilvikum góðri hjúkrun á deildum og vel færum hjúkrunar- konum, sem lærdómsríkt er að fylgjast með og læra af. En það er vei kunn staðreynd, að hjúkrunarkonur eru hér allt of fáar og nemi fær sjaldnast tækifæri til þess að vinna með þeim og iæra af þeim svo nokkru nemi. Tveir hjúkrunarnemar eða hjúkrunarnemi og sjúkraliði vinna að mestu saman og hafa nokkuð frjálsar hendur um framkvæmd sinnar hjúkrunar — að sjálfsögðu undir stjórn hjúkrunarkonu og með leiðbeiningar henn- ar í bakhendinni. En leiðbeiningar og góð ráð hjúkrunarkonu fær neminn í brotum og brotabrotum, á hlaupum, oft ekki annað og meira en ófullkomið hrafl. Beztu „lærifeður“ nema á deild eru honum eldri nemar. Eldri nemar eru stoð og stytta blánemans, samherjar og hjálparmenn. Þegar hjúkrunarnemi útskrifast sem hjúkrunarkona er honum jafnframt lögð kennsluskylda á herðar. Hvað veldur, að fæstar hjúkrunarkonur verða jafngóðir kennarar og þær voru sem hjúkr- unarnemar? Rennur þeim ekki lengur blóðið til skyldunnar eða er tímaleysi einu um að kenna? Væri ekki bragarbót, þar sem ekki eru fyrir hendi það margar hjúkrunarkonur, að hjúkrunarkona geti fylgt hjúkrunarnema, leið- beint honum og kennt við einstök tækifæri, að ákveðnum stund- um væri varið til umræðna um hjúkrun? Það þyrftu ekki alltaf að vera langar stundir, sem hjúkrunarkona setti sig niður með hjúkrunarnemum og fjallaði um ákveðin hjúkrunarstörf, hjúkr- un einstaks sjúklings o. s. frv., þannig að nemi fengi svör við spurningum, sem annars gefst aldrei tækifæri til að spyrja. Til vaktskýrslu- eða „rapport“-gjafar er varið ákveðnum stund- um, a. m. k. þrisvar á dag á flestum deildum. Hjúkrunarkonur, sem gefa eða taka við „rapporti", eru heimakunnar og þaulæfðar í sérhæfðri hjúkrun sjúklinga á deildinni. „Rapport“ er því oft stytt með einstökum orðum og setningum eins og: „Magasár“, „mastectomia", „rtg. colon“, „sama meðferð", „óbr. líðan“, „al- veg sama og gert var við hann Kormák, sem var hérna í sumar manstu ekki?“ Og hjúkrunarneminn situr eins og glópur, veit ekkert hvað gert var við Kormák, og á fullt í fangi með að ráða slíka krossgátu sem „rapport“ er og skirrist við að trufla svo sérhæft samtal. Er ekki tilvalin stund og staður við „rapportgjöf" til þess að hjúkrunarkonur miðli hjúkrunarnemum af sinni sérhæfðu þekk- ingu og kynni sér í viðræðum við nema, hvernig eitt og annað er kennt í skólanum? Það, sem hér hefur verið sagt, er viðhorf nema, orðið til við misjafna reynslu á deildum og sér í lagi í umræðum við fjölda hjúkrunarnema yfir óteljandi kaffibollum. Reykjavík 22. 4. 1971. Margrét Gústafsdóttir. 66 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.