Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Blaðsíða 41
írétlabróf frá skt-mmlincfnd
árshálíOar.
Arshátíð Hjúkrunarfélags Islands
var haldin að Hótel Borg föstudag-
inn 26. marz s.l.
Guðlaug Guðmundsdóttir flutti
stutt ávarp og bauð gesti velkomna.
Meðan á borðhaldi stóð, skemmti Karl
Einarsson með eftirhermum, einnig
var fjöldasöngur. Seinna um kvöldið
sungu Þrjú á palli nokkur lög, við
ííóðar undirtektir.
Dans var síðan stiginn af miklu
fjöri fram eftir nóttu, og skemmti
fólk sér hið bezta.
Guölaug Guömundsdóttir.
félngsfundur.
Eélagsfundur HFl var haldinn í
Domus Medica 1. marz s.l. Formaður
setti fundinn kl. 20.30. Ritari las upp
fundargerð síðasta fundar og var
hún samþykkt. Á dagskrá var inn-
taka nýrra félaga. Teknir voru inn
43 nýir félagar og er tala félaga inn-
an HFÍ nú 1043.
Annað dagskrárefni var: Samstarf
niilli lækna og hjúkrunarkvenna. í
umræðunum tóku þátt læknarnir
Kristín E. Jónsdóttir, Jón Þorsteins-
son og Höskuldur Baldursson,
hjúkrunarkonurnar Kristín Pálsdótt-
ir, María Gísladóttir og Guðrún Mar-
gi'ét Þorsteinsdóttir, auk þeirra tóku
niargir fundarmanna til máls. Fram
k°m meðal annars:
aí'> bæta mætti samstarfið með hæfi-
legum kærleikshug milli stéttanna.
að nauðsyn beri til, að efla kynn-
■ngu á námi og starfssviði inn-
byrðis hjá starfshópum sjúkra-
húsanna.
aÖ bæta kennslu hjálparfólks á
sjúkradeildum og efla skilning
þess á þeim störfum sem það hef-
ur með höndum.
að leggja meiri áherzlu á reglu-
bundna fræðslufundi fyrir starfs-
fólk.
að læknanemar þyrftu að nema af
hjúkrunarkonum, svo sem með-
ferð á sterilum áhöldum, ídæling-
ar og ýmsar aðrar hjúkrunarað-
gerðir, til þess að þeir geti sem
laeknar orðið hin æskilegasta fyr-
irmynd.
a® nauðsyn væri á frekari samræm-
mgu á störfum lækna og hjúkr-
unarkvenna þar sem þessir aðilar
taekju meira tillit til hvors ann-
ars í daglegri vinnuhagræðingu.
aa læknar tækju ekki nægilegt tillit
til deildanna, þegar mikið álag
rikti þar, og legðu inn sjúklinga,
sem orsakaði lélegri þjónustu og
°f mikið álag á starfsfólkið.
0 mun meiri nákvæmni væri þörf í
meðferð lyfja og sú regla væri
viðhöfð, að sá, sem sæi um til-
tekt lyfsins í það skiptið, gæfi
sjúklingi það, en léti ekki annan
um það.
að leggja mun meiri áherzlu á um-
ræðufundi starfsfólksins þar sem
tekin er fyrir læknis- og hjúkr-
unarmeðferð hinna einstöku sjúkl-
inga.
Samþykkt var á fundinum sú til-
laga að taka saman niðurstöður frá
umræðunum og senda tímariti HFI,
Læknablaðinu og Læknanemanum tii
birtingar, en því miður hafa þær enn
ekki borizt.
Fundurinn var mjög fjölmennur
og létu margir í ljósi þá ósk, að
áframhald yrði á umræðufundum sem
þessum.
Fundur Snmlaka heilbrigitis-
stétta
var haldinn í Domus Medica sunnu-
daginn 25/4 sl. Fundarefni var þjón-
usta á sjúkrahúsum og hjúkrunar-
kvennaskorturinn.
Frummælendur voru Ingibjörg
Magnúsdóttir forstöðukona, Sig-
mundur Magnússon læknir og Hauk-
ur Þ. Benediktsson framkvæmda-
stjóri. Fundarstjóri var Árni Björns-
son læknir, sem hvatti fólk til að
vera stuttort og gagnort. Fundurinn
var ágætlega vel sóttur og mjög fróð-
legur og skemmtilegur og var langt
frá því að fundargestir væru búnir
að tala nóg, þegar tíminn, sem við
höfðum til umráða, var útrunninn,
en fundurinn stóð frá kl. 14—17.
María Pétursdóttir, formaður Sam-
taka heilbrigðisstétta, tók fyrst til
máls og setti fundinn og minntist
m. a. á nauðsyn þess að ræða vanda-
málin um hjúkrunarkvennaskortinn
frá faglegu sjónarmiði. Sömuleiðis
talaði hún um hve nauðsynlega við
þyrftum að geta menntað sjálf okkar
hjúkrunarkennara hér heima.
Ingibjörg Magnúsdóttir forstöðu-
kona talaði m. a. um leiðir til úr-
lausnar á hjúkrunarkvennaskortinum
og benti á ýmsar leiðir til úrbóta eins
og t. d.: Fleiri barnaheimili, hús-
hjálp fyrir giftar hjúkrunarkonur,
erlendar hjúkrunarkonur, fleiri
sjúkraliðar, bætt aðstaða hjúkrunar-
kvennaskólans, svo eitthvað sé nefnt.
Því næst tók til máls Haukur Bene-
diktsson framkvæmdastjóri Borgar-
spítalans. Taldi hann að fara þyrfti
fram athugun á störfum hjúkrunar-
kvenna með tilliti til hvort aðrir geti
tekið við einhverju af störfum þeirra.
Einnig kvað hann m. a. nauðsynlegt
að við gætum menntað hér heima
fleiri stéttir innan heilbrigðisþjónust-
unnar, eins og t. d. sjúkraþjálfara,
félagsráðgjafa, iðjuþjálfara o. fl., en
skort á sérmenntuðu starfsfólki við
spítalana kvað hann eina af orsök-
um til hærri meðallegudagaf jölda
sjúklinga hér en erlendis.
Sigmundur læknir kvað aðaltilgang
fundarins vera hvatningu til átaka.
Sömuleiðis sagði hann að hjúkrunar-
kvennaskorturinn væri ekkert nýtt
vandamál, það hafi alltaf verið til
staðar, einnig á tímum umræðuleysis.
Hann sagði m. a. að hjúkrunarkon-
um væri nauðsynlegt að halda við
menntun sinni og kunnáttu bæði með
því að vinna eitthvað og sækja upp-
rifjunarnámskeið væru þau fyrir
hendi, sjálfra sín og þjóðfélagsins
vegna. Hann sagði að það þyrfti að
vera til staðar spjaldskrá svo hægt
væri að hafa beint samband við þær
hjúkrunarkonur, sem ekki væru í
starfi og hvetja þær til starfa í stóru
eða smáu og láta þær finna, að þjóð-
félagið þyrfti á þeim að halda.
Eftir fundarhlé tók fyrst til máls
Ragnheiður Guðmundsdóttir læknir,
hún kvað nauðsyn á að fá háskóla-
deild fyrir hjúkrunarkonur. Við þurf-
um háskólamenntað hjúkrunarfólk til
kennslu og forystustarfa. Einnig
kvað hún nauðsyn á að bæta sjúkra-
liðanámið, lengja það í eitt ár, og
hafa stöðuga verklega og bóklega
kennslu allan tímann.
Því næst tók til máls Sigrún Gísla-
dóttir hjúkrunarkona, hún kvað okk-
ur vanta tilfinnanlega hjúkrunar-
málafulltrúa. Ýmis atriði til úrlausn-
ar vandanum taldi hún vera m. a. að
við þyrftum barnaheimili, sem tækju
yngri börn en tveggja ára og fleiri
en eitt af hverri hjúkrunarkonu.
Margt fleira markvert kom fram í
ræðu Sigrúnar, sem of langt yrði
upp að telja.
Arinbjörn Kolbeinsson tók til máls
og nefndi m. a. að flestar hjúkrun-
arkonur framtíðarinnar yrðu giftar
og kvað margt þarfnast athugunar
við til að fá þær til stai-fa og er það
áður komið fram, nema hvað hann
taldi að skattamál væri þar stórt
atriði.
Sigurður Sigurðsson landlæknir
sagði m. a. að við þyrftum að gæta
að hvað við gerðum, yfirvega það
vandlega og gera það í réttri röð.
Páll Gíslason yfirlæknir minntist
á það m. a. að við þyrftum að læra
að nota aðstoðarfólk og halda við
menntun þess. Sömuleiðis þyrftum
við að mennta meira af aðstoðarfólki
hér heima.
Einar Ágústsson alþm. sagði nokk-
ur orð undir lokin, kvað hann augu
sín hafa opnast fyrir ástandinu eins
og það væri á sjúkradeildum, er hann
þurfti sjálfur að liggja á sjúkrahúsi
fyrir eigi alllöngu. Kvað hann það
Framli. á bls. 73.
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 71