Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 3

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 3
• • III! DAGHS Oi í dag er eitt af brýnustu verkefnum heilbrigðis- þjónustunnar að hlúa sem bezt að hinum sjúku og öldruðu Vestmannaeyingum. Þetta fólk dvelst nú á sjúkrahúsum og elliheimilum borgarinnar. Stefna þarf að því að finna þessu fólki ákveðinn samastað, þar sem það getur notið sam- vista hvors annars. Þetta blað færir þér, lesandi góður, fregnir um ýmsar breyt- ingar á ritstjórn blaðsins. Lilja óskarsdóttir, kennari við HSÍ, lætur nú af störfum í ritstjórn eftir 4ra ára ötult starf við blaðið. Ritnefnd hjúkrunar- nema lét af störfum um s. 1. ára- mót, en hana skipuðu: Hanna Þórarinsdóttir, Hulda Kristjáns- dóttir, Elín Stefánsdóttir og Anna Rósa Daníelsdóttir. Öllum þessum aðilum þökkum við gott og ánægjulegt samstarf. 1 ritstjórn, í stað Lilju, kemur Erna Holse, kennari við HSÍ, og í ritnefnd hjúkrunarnema koma þær: Kristín Sigurðardóttir, Panney Friðbjörnsdóttir og Sól- veig Björk Gránz. I reglugerð Tímarits HFÍ, sem samþykkt var á stjórnarfundi HFl 6. nóv- ember s. 1., stendur m. a., að rit- stjóra sé heimilt að skipa vara- menn fyrir hvern fulltrúa í rit- nefnd. Þetta hefur nú verið gert og hafa þær: Elín Hjartar- dóttir, Lsp., sími 18244, Elísabet Ingólfsdóttir, HSÍ, sími 83754, og Þóra Arnfinnsdóttir, Ksp., sími 86287, verið skipaðar vara- menn í ritstjórn. Alla þessa nýju samstarfsmenn bjóðum við vel- komna til starfa við tímaritið og væntum mikils og góðs sam- starfs við þá. Til að auka fjölbreytni tíma- ritsins viljum við eindregið hvetja hjúkrunarkonur, eldri sem yngri, til að senda blaðinu frétta- og fræðsluefni, faglegs eðlis. Hjúkrunarnemar eru einn- ig hvattir til að koma á fram- færi hugmyndum sínum og ósk- um. Á þann hátt takið þið þátt í að auka tengslin milli ritstjórn- arinnar og félagsmanna. Einnig viljum við vekja athygli á, að á síðasta aðalfundi HFl var sam- þykkt tillaga ritstjórnar um, að ritari hverrar deildar innan fé- lagsins yrði fulltrúi tímaritsins LANOSCÓKAjAFN Ljósm.: Sigurjón Jóhannsson. og skyldi senda því allt efni, er fréttnæmt þætti á viðkomandi svæði. I september s. 1. sat ritstjóri tímaritsins fulltrúafund SSN í Ábo í Finnlandi. Frá fundinum var greint í 4. tölubl. 1972. Á fundi þessum var ákveðið, að rit- stjórar tímaritanna kæmu sam- an til fundar í Stokkhólmi í byrjun árs 1973 til að ræða og gera tillögur, hvað gera megi til kynningar á SSN með aukinni fræðslu um samtökin og starf- semi þeirra í einstökum löndum og á samnorrænum og alþjóð- legum grundvelli. Árið 1972 hefur kvatt okkur, og við höldum nú til móts við hið nýja ár. Ritstjórn tímarits- ins sendir öllum lesendum sínum beztu kveðjur á hinu nýbyrjaða ári og óskar þeim allra heilla. F. h. ritstjórnar Ingibjörg Árnadóttir. 31 2CH ISLAN03
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.