Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Síða 3

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Síða 3
• • III! DAGHS Oi í dag er eitt af brýnustu verkefnum heilbrigðis- þjónustunnar að hlúa sem bezt að hinum sjúku og öldruðu Vestmannaeyingum. Þetta fólk dvelst nú á sjúkrahúsum og elliheimilum borgarinnar. Stefna þarf að því að finna þessu fólki ákveðinn samastað, þar sem það getur notið sam- vista hvors annars. Þetta blað færir þér, lesandi góður, fregnir um ýmsar breyt- ingar á ritstjórn blaðsins. Lilja óskarsdóttir, kennari við HSÍ, lætur nú af störfum í ritstjórn eftir 4ra ára ötult starf við blaðið. Ritnefnd hjúkrunar- nema lét af störfum um s. 1. ára- mót, en hana skipuðu: Hanna Þórarinsdóttir, Hulda Kristjáns- dóttir, Elín Stefánsdóttir og Anna Rósa Daníelsdóttir. Öllum þessum aðilum þökkum við gott og ánægjulegt samstarf. 1 ritstjórn, í stað Lilju, kemur Erna Holse, kennari við HSÍ, og í ritnefnd hjúkrunarnema koma þær: Kristín Sigurðardóttir, Panney Friðbjörnsdóttir og Sól- veig Björk Gránz. I reglugerð Tímarits HFÍ, sem samþykkt var á stjórnarfundi HFl 6. nóv- ember s. 1., stendur m. a., að rit- stjóra sé heimilt að skipa vara- menn fyrir hvern fulltrúa í rit- nefnd. Þetta hefur nú verið gert og hafa þær: Elín Hjartar- dóttir, Lsp., sími 18244, Elísabet Ingólfsdóttir, HSÍ, sími 83754, og Þóra Arnfinnsdóttir, Ksp., sími 86287, verið skipaðar vara- menn í ritstjórn. Alla þessa nýju samstarfsmenn bjóðum við vel- komna til starfa við tímaritið og væntum mikils og góðs sam- starfs við þá. Til að auka fjölbreytni tíma- ritsins viljum við eindregið hvetja hjúkrunarkonur, eldri sem yngri, til að senda blaðinu frétta- og fræðsluefni, faglegs eðlis. Hjúkrunarnemar eru einn- ig hvattir til að koma á fram- færi hugmyndum sínum og ósk- um. Á þann hátt takið þið þátt í að auka tengslin milli ritstjórn- arinnar og félagsmanna. Einnig viljum við vekja athygli á, að á síðasta aðalfundi HFl var sam- þykkt tillaga ritstjórnar um, að ritari hverrar deildar innan fé- lagsins yrði fulltrúi tímaritsins LANOSCÓKAjAFN Ljósm.: Sigurjón Jóhannsson. og skyldi senda því allt efni, er fréttnæmt þætti á viðkomandi svæði. I september s. 1. sat ritstjóri tímaritsins fulltrúafund SSN í Ábo í Finnlandi. Frá fundinum var greint í 4. tölubl. 1972. Á fundi þessum var ákveðið, að rit- stjórar tímaritanna kæmu sam- an til fundar í Stokkhólmi í byrjun árs 1973 til að ræða og gera tillögur, hvað gera megi til kynningar á SSN með aukinni fræðslu um samtökin og starf- semi þeirra í einstökum löndum og á samnorrænum og alþjóð- legum grundvelli. Árið 1972 hefur kvatt okkur, og við höldum nú til móts við hið nýja ár. Ritstjórn tímarits- ins sendir öllum lesendum sínum beztu kveðjur á hinu nýbyrjaða ári og óskar þeim allra heilla. F. h. ritstjórnar Ingibjörg Árnadóttir. 31 2CH ISLAN03

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.