Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 4

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 4
UM BÆKLUN BARNA Höskuldur Baldursson. Höskuldur Baldursson læknir viö Landspítalann, sérfræ'öingur í bæklunarsjúkdómum. Segja má með sanni, að franski læknirinn Nicolas André (1658 —1742) sé faðir orthopaediunn- ar. Það var með öðrum orðum hann, sem skapaði orðið ortho- paedia, sem sett er saman úr grísku orðunum orthos, er tákn- ar beinn eða réttur, og pais, er táknar barn. Verk Andrés, „L’Orthopédie ou l’Art de pré- venir et de corriger dans les en- fants les déformités du corps“, sem fyrst var gefið út árið 1741, er almennt talið hið fyrsta inn- an þeirrar greinar læknisfræð- innar, sem nú er nefnd ortho- paedia. Sé verk Andrés litið nútíma- augum, má segja, að það falli fremur innan ramma heilbrigð- isfræðinnar en skurðlæknisfræð- innar. Bók hans er skrifuð fyrir foreldra, fóstrur og aðra þá, sem treyst er fyrir uppeldi barna. Gefur hann í bókinni góð ráð um, hvernig koma eigi í veg fyr- ir og rétta ýmsar líkamlegar bæklanir barna. Frá dögum Andrés hefur orthopaedian hins vegar þróazt í að verða sú grein skurðlæknisfræðinnar, er fæst við sjúkdóma og bæklanir í hreyfikerfi líkamans. Þrátt fyr- ir upprunalega merkingu orðs- ins spannar orthopaedian nú meðferð sjúklinga á öllum aldri. Enn sem fyrr er þó meðferð bæklaðra barna stór þáttur í starfi orthopaeda. Innan ortho- paediunnar eru gjarnan skrif- aðar sérstakar bækur um oi’tho- paediska sjúkdóma fullorðinna og hins vegar um orthopaediska sjúkdóma barna. Ástæðan til þessa er sú, að bæklunarsjúk- dómar barna eru að verulegu leyti aðrir en fullorðinna, svo og það, að meðferð slíkra sjúk- dóma hlítir öðrum lögmálum í hinum vaxandi líkama barnsins en í fullvöxnum líkama. Hið sama gildir um beinbrot. Með- ferð beinbrota hjá börnum er í flestum tilfellum önnur en meðferð sams konar brota hjá fullorðnum. Miklar framfarir hafa orðið innan orthopaediunnar hin síð- ari ár og raunar áratugi. Inn- an fullorðins-orthopaediunnar hafa framfarir þessar verið hvað örastar á sviði arthroplast- iskra aðgerða á slitnum liðum. Hefur dr. med. Stefán Haralds- son fjallað um þann þátt í blaði þessu nýlega. Innan barna-orthopaediunnar hafa orðið bæði miklar breyting- ar og framfarir á síðari árum. Verður hér á eftir rætt nokkuð um þá þrjá sjúkdóma taugakerf- isins, sem hvað algengastir hafa verið sem orsök bæklana hjá börnum. Pollomyelilis. Bæklanir af völdum poliomye- litis (mænusóttar) hafa til 2 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS skamms tíma verið algeng við- fangsefni orthopaeda. Mænusótt er vírussjúkdómur, og leggjast vírusar þessir á framhorna- frumur mænunnar. Verða frum- urnar við það óstarfhæfar, og vöðvar þeir, sem frumurnar tengjast við, lamast. Sumar framhornafrumurnar skaddast varanlega, aðrar verða aðeins óstarfhæfar um tima vegna bjúgmyndunar á hinum sýkta stað. Því er það, að lömun sú, er fram kemur á hinu bráða stigi sjúkdómsins, gengur oft til baka að meira eða minna leyti. Menn geta því þá fyrst séð, hver hin varanlega lömun sjúklings verður, þegar hinn bráði sjúk- dómur er vel um garð genginn. Mænusótt er það, sem á ensku hefur verið nefnt „lower motor neurone“ sjúkdómur. Ef við rifjum upp anatomíuna, sjáum við, hvað þetta þýðir. Hinar mótorísku taugabrautir líkam- ans eru byggðar upp af tveim frumum ásamt þráðum (axis) þeirra. Annars vegar eru frum- ur þær, sem staðsettar eru i hin- um ýmsu stjórnstöðvum í heil- anum. Þræðir þeirra ganga síð- an niður mænuna að framhorna- frumunum. Framhornafrum- urnar senda síðan anga sína út í líkamann til hinna ýmsu vöðva. Það eru með öðrum orðum þræð- ir framhornafrumanna, sem mynda taugar þær, sem við sjá- um víðs vegar um líkamann. „Lower motor neurone“ sjúk- dómur þýðir því, að það sé neðri fruman, þ. e. framhornafrum- an, ásamt þráðum, sem sé sýkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.