Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Qupperneq 4
UM BÆKLUN BARNA
Höskuldur Baldursson.
Höskuldur Baldursson læknir
viö Landspítalann, sérfræ'öingur
í bæklunarsjúkdómum.
Segja má með sanni, að franski
læknirinn Nicolas André (1658
—1742) sé faðir orthopaediunn-
ar. Það var með öðrum orðum
hann, sem skapaði orðið ortho-
paedia, sem sett er saman úr
grísku orðunum orthos, er tákn-
ar beinn eða réttur, og pais, er
táknar barn. Verk Andrés,
„L’Orthopédie ou l’Art de pré-
venir et de corriger dans les en-
fants les déformités du corps“,
sem fyrst var gefið út árið 1741,
er almennt talið hið fyrsta inn-
an þeirrar greinar læknisfræð-
innar, sem nú er nefnd ortho-
paedia.
Sé verk Andrés litið nútíma-
augum, má segja, að það falli
fremur innan ramma heilbrigð-
isfræðinnar en skurðlæknisfræð-
innar. Bók hans er skrifuð fyrir
foreldra, fóstrur og aðra þá, sem
treyst er fyrir uppeldi barna.
Gefur hann í bókinni góð ráð
um, hvernig koma eigi í veg fyr-
ir og rétta ýmsar líkamlegar
bæklanir barna. Frá dögum
Andrés hefur orthopaedian hins
vegar þróazt í að verða sú grein
skurðlæknisfræðinnar, er fæst
við sjúkdóma og bæklanir í
hreyfikerfi líkamans. Þrátt fyr-
ir upprunalega merkingu orðs-
ins spannar orthopaedian nú
meðferð sjúklinga á öllum aldri.
Enn sem fyrr er þó meðferð
bæklaðra barna stór þáttur í
starfi orthopaeda. Innan ortho-
paediunnar eru gjarnan skrif-
aðar sérstakar bækur um oi’tho-
paediska sjúkdóma fullorðinna
og hins vegar um orthopaediska
sjúkdóma barna. Ástæðan til
þessa er sú, að bæklunarsjúk-
dómar barna eru að verulegu
leyti aðrir en fullorðinna, svo
og það, að meðferð slíkra sjúk-
dóma hlítir öðrum lögmálum í
hinum vaxandi líkama barnsins
en í fullvöxnum líkama. Hið
sama gildir um beinbrot. Með-
ferð beinbrota hjá börnum er
í flestum tilfellum önnur en
meðferð sams konar brota hjá
fullorðnum.
Miklar framfarir hafa orðið
innan orthopaediunnar hin síð-
ari ár og raunar áratugi. Inn-
an fullorðins-orthopaediunnar
hafa framfarir þessar verið
hvað örastar á sviði arthroplast-
iskra aðgerða á slitnum liðum.
Hefur dr. med. Stefán Haralds-
son fjallað um þann þátt í blaði
þessu nýlega.
Innan barna-orthopaediunnar
hafa orðið bæði miklar breyting-
ar og framfarir á síðari árum.
Verður hér á eftir rætt nokkuð
um þá þrjá sjúkdóma taugakerf-
isins, sem hvað algengastir hafa
verið sem orsök bæklana hjá
börnum.
Pollomyelilis.
Bæklanir af völdum poliomye-
litis (mænusóttar) hafa til
2 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
skamms tíma verið algeng við-
fangsefni orthopaeda. Mænusótt
er vírussjúkdómur, og leggjast
vírusar þessir á framhorna-
frumur mænunnar. Verða frum-
urnar við það óstarfhæfar, og
vöðvar þeir, sem frumurnar
tengjast við, lamast. Sumar
framhornafrumurnar skaddast
varanlega, aðrar verða aðeins
óstarfhæfar um tima vegna
bjúgmyndunar á hinum sýkta
stað. Því er það, að lömun sú,
er fram kemur á hinu bráða
stigi sjúkdómsins, gengur oft til
baka að meira eða minna leyti.
Menn geta því þá fyrst séð, hver
hin varanlega lömun sjúklings
verður, þegar hinn bráði sjúk-
dómur er vel um garð genginn.
Mænusótt er það, sem á ensku
hefur verið nefnt „lower motor
neurone“ sjúkdómur. Ef við
rifjum upp anatomíuna, sjáum
við, hvað þetta þýðir. Hinar
mótorísku taugabrautir líkam-
ans eru byggðar upp af tveim
frumum ásamt þráðum (axis)
þeirra. Annars vegar eru frum-
ur þær, sem staðsettar eru i hin-
um ýmsu stjórnstöðvum í heil-
anum. Þræðir þeirra ganga síð-
an niður mænuna að framhorna-
frumunum. Framhornafrum-
urnar senda síðan anga sína út
í líkamann til hinna ýmsu vöðva.
Það eru með öðrum orðum þræð-
ir framhornafrumanna, sem
mynda taugar þær, sem við sjá-
um víðs vegar um líkamann.
„Lower motor neurone“ sjúk-
dómur þýðir því, að það sé neðri
fruman, þ. e. framhornafrum-
an, ásamt þráðum, sem sé sýkt.