Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 6

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 6
Samkv. rannsóknum Kjart- ans R. Guðmundssonar er tíðni sjúkdóms þessa hér á landi svip- uð og í nágrannalöndum, þ. e. um 2.2 á 1000 fæðingar. Þótt orsök sjúkdóms þessa sé oft óljós, eru þó vissir orsaka- þættir vel kunnir. Anoxia (súr- efnisskortur) hjá fóstri í móð- urlífi, við fæðingu eða hjá hinu nýfædda barni er trúlega al- gengasti orsakaþátturinn. Erf- iðar og langdregnar fæðingar svo og fyrirburðafæðingar eru meðal annarra algengra orsaka- þátta. Kernicterus, vegna hemo- lytísks sjúkdóms ungbarnsins, var áður allalgengur orsaka- þáttur ákveðins forms sjúk- dómsins, en vegna hinna miklu framfara, sem orðið hafa á með- ferð Rhesus-ósamræmis milli móður og barns, er kernicterus nú orðinn næsta sjaldséð orsök sjúkdómsins. Sjúklingum með paresis cere- bralis má skipta í fjóra aðal- flokka: a) Sjúklinga með spasticitet. b) Sjúklinga með athetosis. c) Sjúklinga með ataxia. d) Sjúklinga með rigiditet. Spasticitet er langalgengasta form sjúkdómsins (um 80% sjúklinga). Sjúkdómurinn get- ur verið misútbreiddur eftir því, hver heilaskemmdin er og hjá spastískum sjúklingum tölum við því um: 1) Monoplegia (aðeins einn útlimur, venjulega fót- leggur, undirlagður). 2) Paraplegia (báðir fót- leggir). 3) Diplegia (allir útlimir, en aðallega fótleggir). 4) Hemiplegia (önnur hlið, þ. e. fótleggur og hand- leggur). 5) Quadriplegia (allir útlim- ir jafnt). Spastískir sjúklingar hafa auk- inn vöðva-tonus, aukin sinavið- brögð og jákvætt teygjuvið- bragð (stretch reflex). Vegna hinnar auknu vöðvaspennu verða viljabundnar hreyfingar þeirra klunnalegar og rykkj- óttar. Athetoid form sjúkdómsins einkennist af ósamræmdum, óviljabundnum hreyfingum sjúklings. Þetta er það form sjúkdómsins, sem algengast er að sjá við kernicterus. Ataxia og rigiditet eru sjald- gæf form sjúkdómsins og verða ekki skilgreind hér nánar. I meðferð sjúklinga með par- esis cerebralis gegnir physio- therapeutísk meðferð (sjúkra- þjálfun) mjög veigamiklu hlut- verki. Þjálfun þessara sjúkl- inga er með því vandasamara, sem sjúkraþjálfarar fást við. Fram hafa því komið ákveðnir skólar, þ. e. ákveðin æfingakerfi. Meðal hinna þekktari eru kerfi þau, sem kennd eru við Phelps (1940), Kabat (1952) og nú síð- ast Bobath (1966). Spelkumeðferð er mikið not- uð í paresis cerebralis líkt og í mænusótt. Of langt mál yrði að ræða nákvæmlega skurðaðgerðir við sjúkdómi þessum. Benda má þó á eftirfarandi staðreyndir: 1) Skurðaðgerðir beinast fyrst og fremst að því að rétta úr kreppum (contracturum) um liði svo og að lagfæra stöðu sjúklings og göngu- hæfni. Algengustu aðgerð- irnar eru því tiltölulega ein- faldar, þ. e. sinatilfærslur, sinalengingar og þverskurð- ur á vöðvum og sinum. 2) Skurðaðgerðir koma miklu oftar til greina á ganglimum sjúklings en á handleggjum. 3) Skurðaðgerðir koma helzt til greina hjá stærsta flokkn- um, þ. e. spastískum sjúkl- ingum. Miklu sjaldgæfara er, að hægt sé að hjálpa t. d. athetoid sjúklingum með skurðaðgerðum. 4) Allir munu sammála um, að rétt sé að hefja physiothera- peutíska meðferð á sjúkling- um þessum strax á fyrsta ári. Á sama hátt eru flestir skurðlæknar á því, að ekki sé rétt að hefja operatíva meðferð, fyrr en sjúklingur er farinn að standa og ganga, þ. e. um eða eftir 5 ára aldur. 5) Um fjölda þeirra aðgerða, sem framkvæmdar eru á sj úklingum með mænusótt eða paresis cerebralis, gild- ir, að aðgerðirnar eru auð- veldar í framkvæmd. Aðalvandinn er því mat á sjúklingi fyrir aðgerð, þ. e. hvort líkur séu til, að hægt sé að hjálpa sjúklingi með aðgerð, og ef svo er, þá hvað eigi að gera, t. d. hvaða sin- ar eigi að flytja, lengja eða taka í sundur. Það krefst mikillar reynslu að geta séð fyrir, hvaða áhrif ákveðnar aðgerðir kunna að hafa. Á það má jafnframt benda, að allt aðrar reglur gilda um áhrif sina- og vöðvaflutn- inga hjá mænusóttarsjúkl- ingum en sjúklingum með paresis cerebralis. S|iiii.-i liifida. Orðin spina bifida eru notuð um vansköpun þá á hrygg, þar sem liðbogar hryggjarliða renna ekki saman, þannig að mænu- gangur verður opinn að aftan. Við gerum greinarmun á spina bifida occulta og spina bifida cystica. Við spina bifida occulta er venj ulega ekki um neina van- sköpun á mænu eða mænuhimn- um að ræða. Sjúkdómurinn hef- ur engin augljós einkenni og finnst oft af tilviljun, þegar röntgenmyndir eru teknar af hrygg. Þó getur spina bifida oc- culta haft í för með sér van- sköpun á mænu, svonefnt lok- að myelomeningocele, nefnt svo, 4 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.