Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Síða 12
skapa betri heim, hreinni og göf-
ugri? Við sjálf mótum heim-
inn, heimurinn erum við sjálf.
Við höfum allt of lengi vanrækt
mátt hugans og tilfinningalífs-
ins og ekki hvað sízt lagt litla
rækt við þá sjúkdóma, sem þar
eiga aðsetur. En óski maður
einlæglega að breyta einhverju
til batnaðar í mannlífinu, þá
verður hann alltaf að byrja á
sjálfum sér og vera öðrum for-
dómalaus fyrirmynd.
En nú er mál til komið að
gera smávegis grein fyrir þeim
geðsjúkdómum, er hrjá mann-
kynið og verða alltaf fjötur um
fót þeim, sem þeir lenda á. En
fyrst skulum við staldra ögn við
orðin geðsjúkdómur, geðdeild,
geðlæknir o. s. frv. Sumt fólk
hefur andúð á þessum nöfnum.
Það viðurkennir fúslega, að það
sé slæmt á taugum, en geðsjúkt
sé það sannarlega ekki. Það
virðist miða öll vandkvæði geð-
heilsunnar við brjálæði, sem nú
er óalgengt fyrirbæri, nema þá
helzt hjá þeim persónum, sem
þola ekki áfenga drykki, en
drekka sig þó ofurölvi. Að
minnsta kosti er enn þá mjög
algengt, að geðsjúklingar óski
þess, að deildin héti taugadeild
og sérfræðingur þeirra bæri
nafnbótina taugalæknir. En
taugarnar, sem flytja tilfinn-
ingaboðin til heilans, geta verið
stálhraustar, þó að boðin, sem
þær flytja, séu sjúkleg og röng.
Okkur er enn þá ekki stærri
stakkur skorinn en að við höld-
um öll, að okkar viðhorf og dóm-
greind sé hið eina rétta. Og
hversu mörgum skjátlast ekki
þar? Á þessu tvennu er mikill
munur, enda sérmenntaðir menn
til í hvorri grein, þ. e. a. s. bæði
geðlæknar og taugalæknar. Mér
finnst eðlilegt að líkja tauga-
kerfinu við símakerfið, þó að
þar séu fleiri miðstöðvar. Hugs-
ið ykkur slíka firru, ef sím-
notandi fengi ógeðfelldar frétt-
ir gegnum síma og krefðist þess,
að gert væri við línuna, því að
um hana hefðu sér borizt vond-
ar fréttir, línan hlyti að vera
biluð. Lífið ætti að hafa kennt
okkur, að allt í okkur getur bil-
að, jafnt sálin sem líkaminn. En
enginn verður svo sjúkur, að
persónuleg einkenni hans hverfi
með öllu. Ilugklofinn er vanda-
samasta verkefni geðlækna.
Hann er þekktur í öllum menn-
ingarlöndum og nokkuð jafn-
algengur, þegar miðað er við
íbúafjölda. Sjúkdómurinn er
álíka almennur hjá báðum kynj-
um og oft blandaður öðrum
sjúkdómsmyndum. Hugklofinn
kvað vera algengari meðal
ógiftra og fráskilinna en meðal
giftra, ekkna og ekkjumanna.
Ástæðan gæti verið sú, að hjóna-
band verkaði hagstætt á sálar-
lífið, en líklegra þykir, að við-
horf sjúklingsins orsaki, að
færri þeirra á meðal treysti sér
í hjónaband. Félagsfræðilega
séð er flest þetta sjúka fólk að
finna á lægstu þjóðfélagsþrep-
um erlendra stórborga, þar sem
höfðatalan er há og stéttaskipt-
ingin meira áberandi en hjá
okkur. Og er þetta hrap niður
þjóðfélagsþrepin svokölluð í
fullu samræmi við sjúkdóms-
myndina. Hinir sjúku hljóta
fyrr eða síðar að gefast upp í
vel launuðum ábyrgðarstöðum
og leita léttari verkefna, því að
einbeitingarhæfni þeirra bregzt
og ábyrgðargeta þrýtur. Þessi
sjúkdómur birtist oft snemma
á ævinni og er oft greinilegur
frá 15—16 ára aldursskeiði, en
getur einnig komið í ljós seinna.
Fyrstu sjúkdómseinkennin eru
oft óljós, t. d. uppgjafar- og ein-
angrunartilhneigingar. S j úkl-
ingurinn fer að draga sig í hlé
og á erfitt með að festa hugann
við nám og starf, hann losnar
úr sambandi við félaga sína og
fer að lifa í sínum sjúklega hug-
arheimi. Heima fyrir fær sjúkl-
ingurinn sennilega ávítur fyrir
trassaskap og fúllyndi. Ekki
bætir það úr, hann einangrast
meir og meir. Ofskynjanir og
ranghugmyndir eru fylgifiskar
þessa sjúkdóms, hugurinn hleyp-
ur úr einu í annað, meira og
minna samhengislaust, svo að
sjúklingurinn á erfitt með að
lýsa ástandi sínu. Oft finnst
þessum sjúklingum, að þeir
verði fyrir áhrifum frá t. d. út-
varpi og sjónvarpi, geislum og
rafstraumum, sem miðað sé að
þeim. Þeim finnst jafnvel, að
aðrir geti lesið hugsanir þeirra
og neytt inn í þá óvelkomnum
hugsunum. Þeir geta heyrt
hvíslandi og skipandi raddir,
sem segi þeim að gera þetta eða
hitt. Þeir hafa þá tilfinningu,
að allt sé breytt, og það leiðir
af sér angist, ráðleysi og van-
mátt. Reiknað er með því, að
um það bil 1% manna fái ein-
hvern tíma á ævinni hugklofa.
Sjúkdómurinn setur einnig sín
spor í útlit og atferli mannsins.
Svipbrigði minnka, og andlit og
hreyfingar stirðna.
Nú skulum við athuga aðra
geðlæga sjúkdómsmynd, sem á
fagmáli nefnist maníó-depres-
siv. Mér þætti eðlilegt að líkja
þessum sterku sveiflum tilfinn-
ingalífsins einfaldlega við flóð
og fjöru. I maníunni, sem er
sjúklegt ofvirkniástand, er
sj úklingurinn fær í flestan sjó
og sér sér alla vegi færa, er
glaður og hressilegur, í sátt við
Guð og alla menn. Þessi sjúk-
lega bjartsýni leiðir menn oft
út í alls konar kaup og brask
og verkefnaklúður, sem raun-
vei'uleg geta sjúklingsins stend-
ur ekki undir. Þeir koma ekki
auga á eðlileg takmörk sín, af
því að raunsæi þeirra er meira
og minna horfið út í veður og
vind. Síðan smáfjarar út í til-
finningalífinu. En það er ekki
numið staðar við heilbrigðu lín-
una, sem við höfðum hugsað
okkur, heldur hrapar tilfinn-
ingalífið misjafnlega langt nið-
ur fyrir hana og hafnar í því
ástandi, er nefnist depression,
og á íslenzku kallast þunglyndi,
sem er alls ekki fullnægjandi
10 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS