Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Síða 14
Tryggvi Asmundsson.
Tryggvi Ásmundsson er sér-
fræðingur í lungnasjúkdómum
og starfar við lungnadeild.
Vífilssta Saspítala.
Þrátt fyrir miklar framfarir í
læknisfræði á síðastliðnum 20
árum, eru fáir læknar og’ senni-
lega enn færri asthmasjúklingar
algjörlega ánægðir með þá með-
ferð, sem hægt er að bjóða við
asthma. Á síðustu árum hefur
þó þekkingu manna á ónæmis-
fræði (immunologiu) miðað ört
áfram og þá skýrzt ýmislegt um
orsakir asthma og menn eygt
nýja möguleika við meðferð
sjúkdómsins. Er því rétt að
rekja í stuttu máli það, sem vit-
að er um orsakir asthma.
Orsakir asthma bronchiale
Asthmasjúklingar hafa mót-
efni (antibody) af gerðinni IgE,
sem situr á yfirborði svonefndra
mast-fruma í berkjuslímhúðinni.
Komist sjúklingur í snertingu
við efni, sem hann hefur ofnæmi
fyrir (allergen), og nái það að
berast að mast-frumunum, ann-
aðhvort við innöndun eða með
blóðrás, binzt ofnæmisvaldurinn
(allergenið) við IgE á yfirborði
mast-frumanna. Við það kemst
af stað skriða efnabreytinga,
sem endar með því, að mast-
fruman gefur frá sér efni, sem
nefnast histamin, “slow reacting
substance of anaphylaxis” (SR-
S-A), bradykinin, serotonin og
e. t. v. fleiri ennþá óþekkt efni.
MEÐFERÐ Á ASTHMA
BRONCHIALE
Þessi efni í sameiningu valda
bjúg í berkjuslímhúðinni, sam-
drætti á berkjuvöðvum og seigri
slímmyndun, sem hálfstíflar
berkjurnar og veldur þannig
asthmakasti. Það virðist þc vera
fleira en samruni ofnæmisvalds
og IgE, sem getur komið af stað
þessari skriðu hjá asth.masjúkl-
ingum, t. d. snöggar veðurbreyt-
ingar, geðshræring, bólgur í
berkjuslímhúð eða erting á
henni. Ekki er vitað nánar,
hvernig það verður. Ýmislegt
getur þó komið í veg fyrir, að
þessir atburðir gerist. Cykliskt
3'—5' AMP er efni, sem gegnir
mjög þýðingarmiklu hlutverki
við ýmiss konar líkamsstarf-
semi. Efni þetta virðist geta
stöðvað þá skriðu, sem kemst
af stað, þegar IgE og of-
næmisvaldur bindast, og beim
henni í skaðlausan farveg, þann-
ig að ekki myndist histamin og
þau önnur efni, sem koma af
stað asthmakasti. Sé hægt að
auka cykliskt 3'—5' AMP, má
þannig koma í veg fyrir astlrma-
kast. í berkjuslímhúð finnast
svonefndir beta-receptorar, sem
valda aukningu á efni þessu,
þegar þeir eru örvaðir. Hins veg-
ar endist það ekki endalaust í
líkamanum, heldur brotnar nið-
ur í óvirkt efni, 5' AMP, fyrir
áhrif hvata (enzyms), sem nefn-
ist phosphodiesterasi. Samspil
þessara þátta er sýnt á 1. mynd.
Allt þetta verður að hafa í huga
þegar skýrð er verkun hinna
ýmsu lyfja á asthma.
Meðferð á asthma má skipta
í 2 flokka: 1) Hindra, að ofnæm-
isvaldur og IgE nái að samein-
ast. 2) Draga sem mest úr þeim
áhrifum, sem verða, eftir að IgE
og ofnæmisvaldur sameinast.
MeöferS til þess að hindra sam-
runa ofnæmisvalda og IgE.
Forðast ofnæmisvalda (aller-
gen). Einstaka asthmasj úkling-
ar hafa aðeins ofnæmi fyrir einu
eða tveimur efnum, og er þeim
oft nóg að forðast þessi efni. Al-
gengustu ofnæmisvaldar eru
grasfrjó, húsryk, dýrahár ýmiss
konar, fiður, sveppagróður í hí-
býlum, einstaka fæðutegundir
(aðallega fiskur eða skelfiskur)
og stöku lyf, og er asperin þar
algengast. Það liggur í augum
uppi, að hluti eins og húsiyk og
grasfrjó er næstum útilokað að
forðast. Þó má minnka ryk í hí-
býlum með því að láta ryksjúga
oft, nota dýnur, sem valda ekki
ryki, og forðast gólfteppi og
annað, sem safnar ryki, a. m. k.
í svefnherbergi, en það er her-
bergið, sem flest fólk dvelst
lengst í á hverjum sólarhring.
Þeir, sem hafa ofnæmi fyrir
ákveðnum dýrum eða fæðuteg-
undum, geta hins vegar tiltölu-
lega auðveldlega forðazt þá of-
næmisvalda. Því miður eru fáir
asthmasjúklingar, sem hafa of-
næmi fyrir svo fáum efnum, að
hægt sé að forðast þau alveg, og
duga því þessi ráð oftast
skammt.
Desensibilisenng („ofnæmis-
sprautur“). Þessi meðferð bygg-
ist á því, að sprautað er í sjúkl-
inginn, í litlum mæli, þeim efn-
12 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS