Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 14

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 14
Tryggvi Asmundsson. Tryggvi Ásmundsson er sér- fræðingur í lungnasjúkdómum og starfar við lungnadeild. Vífilssta Saspítala. Þrátt fyrir miklar framfarir í læknisfræði á síðastliðnum 20 árum, eru fáir læknar og’ senni- lega enn færri asthmasjúklingar algjörlega ánægðir með þá með- ferð, sem hægt er að bjóða við asthma. Á síðustu árum hefur þó þekkingu manna á ónæmis- fræði (immunologiu) miðað ört áfram og þá skýrzt ýmislegt um orsakir asthma og menn eygt nýja möguleika við meðferð sjúkdómsins. Er því rétt að rekja í stuttu máli það, sem vit- að er um orsakir asthma. Orsakir asthma bronchiale Asthmasjúklingar hafa mót- efni (antibody) af gerðinni IgE, sem situr á yfirborði svonefndra mast-fruma í berkjuslímhúðinni. Komist sjúklingur í snertingu við efni, sem hann hefur ofnæmi fyrir (allergen), og nái það að berast að mast-frumunum, ann- aðhvort við innöndun eða með blóðrás, binzt ofnæmisvaldurinn (allergenið) við IgE á yfirborði mast-frumanna. Við það kemst af stað skriða efnabreytinga, sem endar með því, að mast- fruman gefur frá sér efni, sem nefnast histamin, “slow reacting substance of anaphylaxis” (SR- S-A), bradykinin, serotonin og e. t. v. fleiri ennþá óþekkt efni. MEÐFERÐ Á ASTHMA BRONCHIALE Þessi efni í sameiningu valda bjúg í berkjuslímhúðinni, sam- drætti á berkjuvöðvum og seigri slímmyndun, sem hálfstíflar berkjurnar og veldur þannig asthmakasti. Það virðist þc vera fleira en samruni ofnæmisvalds og IgE, sem getur komið af stað þessari skriðu hjá asth.masjúkl- ingum, t. d. snöggar veðurbreyt- ingar, geðshræring, bólgur í berkjuslímhúð eða erting á henni. Ekki er vitað nánar, hvernig það verður. Ýmislegt getur þó komið í veg fyrir, að þessir atburðir gerist. Cykliskt 3'—5' AMP er efni, sem gegnir mjög þýðingarmiklu hlutverki við ýmiss konar líkamsstarf- semi. Efni þetta virðist geta stöðvað þá skriðu, sem kemst af stað, þegar IgE og of- næmisvaldur bindast, og beim henni í skaðlausan farveg, þann- ig að ekki myndist histamin og þau önnur efni, sem koma af stað asthmakasti. Sé hægt að auka cykliskt 3'—5' AMP, má þannig koma í veg fyrir astlrma- kast. í berkjuslímhúð finnast svonefndir beta-receptorar, sem valda aukningu á efni þessu, þegar þeir eru örvaðir. Hins veg- ar endist það ekki endalaust í líkamanum, heldur brotnar nið- ur í óvirkt efni, 5' AMP, fyrir áhrif hvata (enzyms), sem nefn- ist phosphodiesterasi. Samspil þessara þátta er sýnt á 1. mynd. Allt þetta verður að hafa í huga þegar skýrð er verkun hinna ýmsu lyfja á asthma. Meðferð á asthma má skipta í 2 flokka: 1) Hindra, að ofnæm- isvaldur og IgE nái að samein- ast. 2) Draga sem mest úr þeim áhrifum, sem verða, eftir að IgE og ofnæmisvaldur sameinast. MeöferS til þess að hindra sam- runa ofnæmisvalda og IgE. Forðast ofnæmisvalda (aller- gen). Einstaka asthmasj úkling- ar hafa aðeins ofnæmi fyrir einu eða tveimur efnum, og er þeim oft nóg að forðast þessi efni. Al- gengustu ofnæmisvaldar eru grasfrjó, húsryk, dýrahár ýmiss konar, fiður, sveppagróður í hí- býlum, einstaka fæðutegundir (aðallega fiskur eða skelfiskur) og stöku lyf, og er asperin þar algengast. Það liggur í augum uppi, að hluti eins og húsiyk og grasfrjó er næstum útilokað að forðast. Þó má minnka ryk í hí- býlum með því að láta ryksjúga oft, nota dýnur, sem valda ekki ryki, og forðast gólfteppi og annað, sem safnar ryki, a. m. k. í svefnherbergi, en það er her- bergið, sem flest fólk dvelst lengst í á hverjum sólarhring. Þeir, sem hafa ofnæmi fyrir ákveðnum dýrum eða fæðuteg- undum, geta hins vegar tiltölu- lega auðveldlega forðazt þá of- næmisvalda. Því miður eru fáir asthmasjúklingar, sem hafa of- næmi fyrir svo fáum efnum, að hægt sé að forðast þau alveg, og duga því þessi ráð oftast skammt. Desensibilisenng („ofnæmis- sprautur“). Þessi meðferð bygg- ist á því, að sprautað er í sjúkl- inginn, í litlum mæli, þeim efn- 12 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.