Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 32
HJUKR UNIASTRALIU
Aö beiöni ritstjórnar tímarits-
ins skrifaöi ástralska hjúkrun-
arkonan Beth Jackson eftirfar-
andi grein og lýsir frumstæöum
skilyrÖum til hjúkrwtvar i strjál-
býlinu. Greinina íslenzkaöi
vinkona Beth, Svanhildur Gísla-
dóttir hjúkrunarkona, sem
hefur veriö búsett í Ástralíu í
10 ár, og sendir um leiö sínar
beztu kveöjur heim á Frón.
ástralía er g'amalt og geysi-
stórt land, skipt í sex fylki, auk
nokkurra eyja, aðallega við norð-
ur- og austurströndina. Vegna
mjög ólíks veðurfars og innflytj-
enda af mismunandi þjóðerni
eru vandamálin með tilliti til
hjúkrunar mörg og af ýmsu tagi.
Læknishjálp og heilsuvernd
verður hverj u sinni að haga eftir
þörfum.
Áður en umsækj andi er tekinn
í kennslusjúkrahús, þarf hann
að hafa stundað nám að minnsta
kosti í þrjú ár í gagnfræðaskóla
eða menntaskóla, en getur svo
byrjað hjúkrunarnám sautján
ára að aldri. Fyrst tekur við sex
til tólf vikna námskeið, en eftir
það vinna nemarnir á hinum
ýmsu deildum í þrjú ár og
stunda bóklega námið samhliða
vinnunni. Flestir nemendur búa
í hjúkrunarkvennabústöðum
tengdum við sjúkrahúsið, og
smáupphæð er tekin af kaupi
þeirra fyrir fæði og húsnæði.
Einkennisbúningar, kappar og
sokkar eru lagðir til, og þvottur
á búningum er ókeypis.
Að loknu þriggja ára námi í
sjúkrahúsinu læra flestar hjúkr-
unarkonur ljósmæðrastörf í níu
mánuði og mæðra- og ungbarna-
eftirlit í fjóra mánuði. Þær hafa
þá þrj ú skírteini og eru að ensk-
um sið kallaðar „systur“.
Síðan síðari heimsstyrjöldinni
lauk, hafa yfir milljón innflytj-
endur komið hingað og setzt að,
einkum í stórborgunum Sydney,
Melbourne og Adelaide. Þeir
hafa komið frá Frakklandi,
Þýzkalandi, Hollandi, Júgóslav-
íu, Póllandi, Ítalíu og Grikklandi.
Vinna hjúkrunarliðs í sjúkra-
húsum í borgum og í héruðum
úti á landi, þar sem innflytj-
endurnir hafa aðallega setzt að,
hefur oft reynzt torveldari en
ella vegna tungumálaerfiðleika
og ólíkra lifnaðarhátta. Sérstak-
lega er fólk frá Suður-Evrópu
hrætt og ráðvillt, þegar það þarf
að leggjast á sjúkrahús, og því
gengur illa að skilja, af hverju
fjölskylda þess getur ekki verið
hjá því allan daginn. Grátur og
bænir í lok heimsóknartímans er
algengur viðburður. Til þess að
hjálpa hjúkrunarliði, aðstand-
endum og sjúklingum til gagn-
kvæms skilnings eru túlkar til-
tækir í öllum stærri sjúkrahús-
um, og leiðarvísar um meðferð
barna og mörg önnur viðfangs-
efni eru prentaðir á mörgum
tungumálum.
Patricia, Catherine, Mary og
Joan eru allar hjúkrunarkonur,
sem búa og vinna í þúsund mílna
fjarlægð.
Systir Patricia hefur læi*t eft-
ir margra ára störf úti á landi
að fást við vandamál ólík þeim,
sem mæta okkur í vel útbúnum
sjúkrahúsum í borginni. Auk
þess að líta eftir sjúklingum í
þorpinu, þar sem hún býr, þarf
hún að gefa leiðbeiningar í gegn-
um senditækið til fólks, sem býr
langt í burtu, og ráðgast við
„fiuglækninn“ (The Flying Doc-
tor), sem hefur aðsetur í Alice
Springs. (Alice Springs er
stærsta borgin í Norðurfylk-
inu).
Kvíðinn hjarðmaður getur
beðið um hjálp í gegnum sendi-
tækið fyrir félaga sinn, sem hef-
ur dottið af hestbaki. Mennirn-
ir, sem reka nautahjarðirnar,
eru mánuðum saman í burtu og
tjöld þeirra langt frá mannabú-
stöðum. Patriciu grunar af
gamalli reynslu, að hann sé rif-
brotinn, og biður félaga hans að
vefja taumunum utan um hann
til stuðnings. Sprungið nýra er
önnur algeng og miklu alvar-
legri afleiðing af byltu eða ef
hesturinn slær, og til að ganga
úr skugga um, hvort svo sé, bið-
ur hún slasaða manninn að kasta
þvagi í lófa sér strax, ef hann
getur, og aftur eftir tuttugu mín-
útur og láta hana vita, hvort
blóð sé í þvaginu. Ef svo er,
verður hún að komast í samband
í gegnum senditækið við „flug-
lækninn" til að flytja slasaða
manninn á sjúkrahús í Alice
Springs. (Patricia biður slas-
aða manninn að kasta þvagi í
lófa sér, af því að það er gott að
sjá í gegnum þvagið, ef það er
í hendi manns. Auk þess hafa
mennimir engin ílát nema
drykkjarílát sín).
Systir Catherine starfar hjá
26 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS