Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Síða 35
snyrtiborðinu eða náttborðinu.
En það er í hæsta máta hugs-
unarleysi, því að einmitt snyrti-
borð mömmu með öllum þess-
um spennandi krukkum og glös-
um er einn skemmtilegasti stað-
urinn fyrir barnið að athuga.
Flest slysin vei'ða vegna þess,
að börnin borða töflur, sem því
miður er oftast allt of mikið af
á heimilunum, og margar þeirra
eru húðaðar í skærum litum, svo
að barnið heldur, að það sé sæl-
gæti.
Smám saman hefur lyfjanotk-
un færzt yfir mörkin, frá því
að lyf séu tekin samkvæmt þörf
og eftir fyrirmælum læknis yfir
í ofnotkun og ávana, og börnin
geta einmitt orðið fórnardýr
þeirrar misnotkunar, því að þá
vill varúðin í meðferð lyfja oft-
ast sljóvgast.
Það eni 5 gullnar reglur í sam-
bandi viö lyfjanotkun:
rétt lyf
í réttum skömmtum
handa réttum sjúklingi
á réttum tímum
á réttan hátt.
Afgangslyf á ekki að geyma,
eftir að fyrirmælum læknis um
notkun þeirra hefur verið full-
nægt. Það er alrangt að geyma
slík lyf, því að þar með er sú
hætta fyrir hendi, að gripið sé
til þeirra, ef einhver veikist á
heimilinu með svipuð einkenni
og sá, sem upphaflega fékk lyf-
in. En þar með er ekki sagt, að
þau hæfi sjúkdómi hins né að
ástæða sé yfir höfuð til að gefa
lyf eða að skammtur sá, sem
gefinn er, hæfi sjúklingi.
Því á að fleygja afganginum
eftir notkun. öruggast er að
skola lyfjunum gegnum salern-
issvelginn.
Þau lyf, sem oftast eru þó til
á heimilum og gott getur verið
að eiga, svo sem væg verkjalyf
(magnyl og fleiri slík), geta
líka verið litlum börnum lífs-
hættuleg, séu þau tekin í stór-
um skömmtum. Þau á því að
geyma á öruggum stað.
Bezt er að hafa læstan lyfja-
skáp, sem sé svo hátt uppi, að
börn geti ekki komizt í hann,
jafnvel þótt þau nái í lykilinn.
Á sumum heimilum eru járn-
og vítamíntöflur á morgunverð-
arborðinu. Ef barn á 2—5 ára
aldri borðar 8—20 stk. af járn-
töflum, getur líf þess verið í
hættu. Sömuleiðis geta sum víta-
mín, tekin í of stórum skömmt-
um, ef ekki verið hættuleg, þá
a. m. k. haft óheillavænleg áhrif
á barnið, t. d. D-vítamín.
Um önnur efni en lyf, sem
fyrirfinnast á hverju heimili í
meira eða minna mæli, er ýmis-
legt að athuga í sambandi við
óvitabörn. Þvottalögur, ýmiss
konar hreinsiefni og ýmsar sýr-
ur o. fl. geta oft freistað barns-
ins. Ef til vill eru efni þessi í
litskrúðugum umbúðum. Barnið
heldur, að þarna sé saft eða gos-
drykkur, og sýpur á. Þessi efni
á aö geyma á öruggum staö, þar
sem börn geta alls ekki náö til
þeirra.
Hér á eftir veröa talin nokk-
ur atriði, sem vert er að Leggja
á minniö, ef slys skyldu veröa
þrátt fyrir varúðarráðstafanir.
Ef bamvð hefur meövitund:
1. Ef eitriö er ekki ertandi efni
(undantekningar eru þó jarð-
olíur o. fl.), þarf strax að
láta barnið kasta upp.
Gefið því mjólk eða vatn að
drekka (helzt volgt), það
verkar þynnandi og dregur
úr áhrifum eitursins og auð-
veldar barninu að kasta upp.
Leggið síðan barnið á mag-
ann, yfir hné ykkar, og sting-
ið fingri í kokið á því.
2. Ef eitriö er ertandi efni, má
barnið alls ekki kasta upp.
Ertandi efni eru t. d. sýrur,
og þær eru í mörgum sótt-
hreinsunar- og hreinsiefnum,
sem því miður eru aðgengileg
fyrir börn nærri því í hverju
baðherbergi og eldhúsi. Ert-
andi efni getur lokað vélind-
anu, og jarðolíuefni geta
skemmt lungun, ef þeim er
kastað upp, því að alltaf er
sú hætta fyrir hendi, að eitt-
hvað fari niður í lungnapíp-
urnar við uppköst.
Ef barnið getur kyngt, þarf
það að fá efni, sem eyðir
áhrifum eitursins, svo sem
mjólk, magnesíum eða kol-
duft með magnesíumsúlfat
hrært út í vatni. Síðan má
gefa skeið af salatolíu til að
minnka ertingu slímhúðar.
Ef barniö er meðvitundarlaust:
1. Ef þaö andar, á aö leggja
það í líflegu. Barnið er lagt
á hliðina með neðri handlegg
út frá líkamanum, neðri fót-
leggur krepptur og efri hand-
leggur með höndina inn und-
ir vangann.
2. Ef barnið anduar ekki, verö-
ur aö veita því öndumirhjálp.
Vil ég benda á kaflann um
öndunarhjálp með blásturs-
aðferðinni, sem lýst er mjög
nákvæmlega í máli og mynd-
um í hinni nýju útgáfu af
bókinni „Hjálp í viðlögum“
eftir Jón Oddgeir Jónsson.
Vil ég hér með mæla ákveðið
með, að hvert heimili eignist
þessa bók, sem veitir mjög
skýrar og skilmerkilegar leið-
beiningar um hvers konar
fyrstu hjálp, þegar slys ber
að höndum.
En athugið þetta fyrst og
fremst við eitrunarslys (sem og
önnur slys), hvort sem þau
verða í heimahúsum eða annars
staðar: Kallið strax á lækni eða
sjúkrabíl. Takið eitrið með á
sjúkrahúsið í upprunalegu um-
búðunum, því með því má spara
dýrmætar mínútur.
Með því að setja sér og halda
einfaldar varúðarreglur mætti
fækka og ef til vill að mestu
útiloka slík slys á börnum sem
hér hafa verið tekin til athug-
unar og umhugsunar.
□
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 29