Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Page 36

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Page 36
Efri mynd frá vinstri: Gunnar Eydal, Guðrún Víkingsdóttir, Elsa Tryggvadóttir. — Neðri mynd frá vinstri: Helga Jóhannesdóttir, Sigrún Jónatansdóttir, María Pétursdóttir, Friðmey Eyjólfsdóttir og Ingi- björg Baldursdóttir. — Ljósm.: Sigurjón Jóhannsson. NÁMSKEIÐ FYRIR TR ÚNAÐARMENN HAIDIÐ DAGANA 15.-17. JANÚAR 1973 Á VEGUM B.S.R.B. OG HJÚKR UNARFÉLA GS ÍSLANDS Námskeiðið sóttu um 20 hjúkr- unarkonur, sem kosnar höfðu verið aðal- eða varamenn í hin- um ýmsu heilbrigðisstofnunum landsins, einnig sat formaður HFl námskeiðið. Fyrsta daginn fór Gunnar Ey- dal yfir drög að reglugerð um trúnaðarmenn og ráð innan HFl. Var þar rætt um drögin og hugsanlegar breytingar á þeim. Gert er ráð fyrir, að trún- aðarmenn séu við hverja stofn- un, einn eða fleiri fyrir liverja einingu, þ. e. 3—4 sjúkradeildir eða 15—20 félagsmenn. Trún- aðarnefnd er kosin, þar sem 3 trúnaðarmenn eða fleiri eru við sömu stofnun. Nefndin skal halda reglulega fundi og ræða þar mál, sem upp koma. Trún- aðarráð skal vera starfandi inn- an Hjúkrunarfélags Islands. Er það skipað trúnaðarmönnum starfandi í sjúkrahúsum og öðr- um heilbrigðisstofnunum. Trún- aðarráð skal vera málsvari trún- aðarmanna og nefnda gagnvart félaginu. Einnig skal það annast upplýsingar varðandi heilbrigð- ismál og kcma þeim til trún- aðarmanna um allt land, sem síðan koma þeim til félagsmanna hver á sínum stað. Einnig skal ráðið annast fræðslu og stuðla að aukinni þekkingu innan stétt- arinnar. Hlutverk trúnaðarmanna og nefnda er að vera tengiliður milli félagsmanna HFl, trúnað- arráðs og forráðamanna stofn- ana. Drög þau, sem hér hefur ver- ið rætt um, birtust í heild í Tímariti HFÍ 3. tbl. 1972. Þar sem trúnaðarmenn eiga að veita félögum sínum upplýs- ingar og gefa ráðleggingar, þurfa þeir að þekkja vel rétt- indi og skyldur, lög og reglur og kjarasamninga opinberra starfs- manna, sérstaklega það, sem varðar hjúkrunarstéttina, og lög Hjúkrunarfélagsins, en þau ætti reyndar hver félagsmaður að kynna sér. Samtalstækni var einn liður á 30 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.