Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Síða 45

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Síða 45
Medferð á asthma Frmalt. af bls. 15. oft ekki með neina ákveðna sögu um ofnæmi. Langvinnt berkju- kvef hrjáir venjulega þessa sjúklinga, og versna einkennin, þegar uppgangur er graftar- kenndur. Þessir sjúklingar eru hafðir á stöðugri meðferð. Þeir fá berkjuvíkkandi lyf um munn, t. d. proxiphylline, og er bætt við þá ephidrini, þegar þeir eru slæmir. Einnig nota þeir úðara, t. d. salbutamol, 4—6 sinnum á dag, og er þá gott jafnframt að gera öndunaræfingar. Fúkkalyf fá þeir í 7—10 daga, þegar upp- gangur er graftarkenndur. Séu einkenni mikil á nóttunni, fá þeir theophyllamine-stíla í enda- þarm. í slæmum köstum dugir þessi meðferð oft ekki, og er þá reynt að gefa barkstera um tíma, eins og lýst er að framan. Sumir þessara sjúklinga þurfa á langtíma sterameðferð að halda. Status asthmaticus. Þetta ástand getur skapazt bæði í tímabundnum og langvinnum asthma. Sjúklingar í status asthmaticus eru hættulega veik- ir. Þeir hafa oft lítið nærzt og drukkið lengi og eru því þurrir. Er þá slímið í berkjunum enn seigara og þurrara en ella. Venjulega er búið að reyna öll venjuleg asthmalyf við þá áður án árangurs. Er þá byrjað að gefaþeim glucosu blandaða theo- phyllamine í æð, t. d. 400 mg í 1 lítra, og látið renna á 4—6 klukkustundum. Auk þessa er bætt barksterum í glucosuna, og vilja sumir láta gefa mjög mik- ið, jafnvel 1000 mg af hydro- cortisoni (Solu-Cortef (R)) á 12 -—24 klukkustundum. Því miður tekur nokkrar klukkustundir fyrir sterana að verka, og þarf því að gera eitthvað til þess að fleyta sjúklingnum yfir þann tíma. Öndunarvél (IPPB) með isoprenalini er hér mjög hjálp- leg og kemur oft losi á slímið, svo að hægt er að hósta því upp. Oft er þörf súrefnisgjafar, og er yfirleitt nægilegt að gefa um 1 lítra/mín. um nef. Dragi áfram af sjúklingnum þrátt fyr- ir þessa meðferð og sé hann kominn með skerta meðvitund og tekinn að örmagnast, verður að intubera hann og setja í öfl- ugan respirator. Tæki til þess að mæla hlutþrýsting súrefnis og koldíoxíðs og sýrustig í slagæða- blóði (blóðgös) eru mjög til hjálpar til að dæma um ástand sjúklingsins og nauðsyn á re- spirator. Slík meðferð er þó utan ramma þessarar greinar. □ VatnS' og saltjafnvcegi. . . Framh. af bls. 19. ur, því að nýrun geta haldið eft- ir magnesíum. Getur komið fyr- ir við langvarandi vökvagjöf í æð, þar sem magnesíum hefur gleymzt. Einkenni eru neurologísk, óróleiki, krampi og meðvitund- arleysi. Magnesíumeitrun (Hyper- magnesemi) er sjaldgæf, en get- ur komið fyrir við nýrna-insuffi- ciens og við mikið niðurbrot á vef. Einkenni eru aðallega vegna áhrifa þess á hjarta og heila. Það hefur slævandi áhrif á central-taugakerfi og minnkar samdráttarhæfni hjartans. □ Sjúkdómar í blöðruhálskirth Framh. af bls. 23. tregðu og hormónameðferð dugir ei, er gerð T.U.R. III. Hormónameðferð er nú orð- ið sú meðferð, sem í flest- um tilvikum er gripið til. Markmiðið er að rýra áhrif þeirra hormóna í líkaman- um, sem hafa áhrif á vöxt þess líffæris, sem krabba- meinið finnst í, og þar með vöxt krabbameinsins, í þessu tilfelli prostata. Þessi aðferð var þekkt þegar ár- ið 1896 (Beatson) og þá í sambandi við krabbamein í brjósti kvenna. Um 1940 var byrjað að meðhöndla prostatacancer á sama grundvelli (Huggins). Karlhormónar (androgen) kcma aðallega frá eistum, og er þá annaðhvort að taka eistun eða gefa kvenhor- móna (östrogen), sem koma í veg fyrir myndun karl- hormóna. Verkun vaxtar- hormóna (gonadotropin) frá heiladingli (hypofysu) er einnig hindruð með öst- rogenhormónum. Hormónar eru gefnir á stigi II—IV, þó ekki alltaf, ef frumugerðin er lítt ill- kynjuð. Við mjög illkynja frumugerð verka þó hor- mónar sjaldan eða illa. Aukaverkanir hormóna eru ýmsar. Hættulegust er vökvasöfnun í líkamanum með bjúg, skaðleg áhrif á lifur og æðar. Þetta var meira áberandi, þegar stil- bestrol var notað eingöngu og þá oft í stórum skömmt- um. Brjóstastækkun má fyrirbyggja með geislun. Impotens verður alltaf. Þegar súrir fosfatasar lækka við meðferð, er talið, að meðferðin sé hagstæð. IV. Geislun. Hávolta geislar hafa verið notaðir nokkur ár og þá aðallega, þegar frumugerðin er illkynja og þar sem árangur af hor- mónameðferð hefur verið neikvæður. Geislun á sárs- aukafull meinvörp, sér í lagi í beinum, hefur oft gef- ið mjög góða raun. V. Cytostatica (hemlun frumu- vaxtar) af ýmsu tagi hef- ur lengi verið reynd með lélegum árangri. Þó hefur TÍMARIT HJÚKRUNARRÉLAGS ÍSLANDS 39

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.